Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Blaðsíða 32
18 UPPRISA N.Kv. þurftu nú sízt að kvarta ura skort á áhuga og athygli annara.Fólk var óspart að láta með- aumkun sína í ljósi. Hvað áttu þær nú að gera við svörtu fötin? Og kistuna? Og ekk- ert yrði úr ökuferðinni í kirkjugarðinn á morgun. Einhver varð til að stinga upp á því, að þær skyldu dveljast vikutíma niðri á ströndinni sér til uppbótar og huggunar. Miskin læknir, sem var að venju dálítið rykaður af viskýi, gaf Meg svo illt auga, að áhorfendur héldu helzt, að hann ætlaði að berja hana. í fyrstu vildi hann alls ekki trúa því, að hún væri lifandi. Harðhentur lyfti hann öðru augnaloki hennar, sem hún var þegar tekin að depla, potaði í hana hér og þar og tók með reiðilegum svip um ann- an úlnliðinn á henni. Að lokum gaf hann þann úrskurð, að hún væri svo sannarlega lifandi, skýrði Bertu frá því, að annað eins kæmi oft fyrir, og gaf fyrirmæli um, að Meg mætti ekki fá annað en vatn og mjólk í þrjá daga. Þetta sagði hann á þann veg sem það væri refsing fyrir það, er hún hafði gert sig seka um. Bertha blíndi illsku- lega á hann. — Þér sögðuð, að hún væri dauð, og skrifuðuð undir dánarvottorðið. Við viljum fá skaðabætur. Jafnmikið og það, sem við höfum eytt í sorgarbúning og í kistuna. Ég skal sleppa matnum til jarðarfararinnar á morgun. Læknirinn rumdi hæðnislega og fór án þess að segja stakt orð. Bertha og Ellen fóru að grenja af bræði, nokkrar af nágranna- konunum felldu og tár af hreinni og skærri samúð. Grafarinn kom þjótandi, kófsveitt- ur og tilkynnti, að búið væri að gera samn- ing um jarðarförina á morgun .... hann vildi engin undanbrögð, og klukkan tvö myndi líkvagninn og bílarnir stanza fyrir utan húsið. Það skipti hann engu máli, hvort lík væri í kistunni eða ekki. Hann var mjög æstur. Viðskiptin höfðu gengið illa allan veturinn. Bertha og Ellen, sem þegar voru viti sínu fjær vegna framkomu læknisins, æptu og ógnuðu, þangað til hann hrundi niður stigann. Við hliðið snerist hann á hæl og hrópaði: — En þetta með kistuna er ykkar eigin vandamál. Hún er gerð eftir pöntun, og hana tek ég ekki aftur. Bertha og Ellen urðu að viðurkenna ó- sigur sinn. Ein af nágrannakonunum reyndi að hughreysta þær og stakk upp á því, að það mætti geyma kistuna undir einhverju rúminu, þar til not yrðu fyrir hana. Og það var líka ágætt að hafa í henni teppi og því um líkt. Og svo reis Meg enn á ný upp í hinni þröngu hvílu sinni. — Má ég elcki fá svo- lítið koníak? sagði hún. — Og fáið þið mér tennnurnar mínar, ætlið þið ekki að gera það? Bertha og Ellen horfðu hræddar hvor á aðra. Tennurnar var þegar búið að selja hjá veðlánaranum, en það kærðu þær sig ekki um að viðurkenna í viðurvist nágrann- anna. Þær gengu til systur sinnar og þröngvuðu henni aftur ofan í kistuna. — Vertu nú stillt, kæra Meg. Liggðu nú róleg, og hvíldu þið svolítið. Hjartað í þér er ekki í sem beztu lagi ennþá. En það nær sér fljótlega. — Tennurnar mínar, hvíslaði Meg, — fáið þið mér tennurnar mínar .... Rétt í þessu kom inn hvatskeytslegur, ungur maður og bjargaði tvíburunum frá frekari útskýringum. Það var Tommy Thomas, starfsmaður við staðarhlaðið. Þegar hann hafði litið sem snöggvast á Meg, tók hann upp minnisbók og óskaði eftir nánari upplýsingum. Bertha og Ellen tóku að segja frá hver í kapp við aðra. Augu þeirra ljómuðu af hrifningu. Þær höfðu aldrei áður komizt í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.