Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Qupperneq 33
N. kv.
UPPRISA
19
blöðin. Þegar Tommy spurði eftir mynd af
Meg, flýtti Bertha sér að svara: — Við eig-
um enga mynd af henni, en þér getið fengið
mynd af okkur Ellen, hún var tekin í Swan-
sea. j
Tommy saug blýantinn sinn og spurði
systurnar, livort þær vildu taka nokkuð sér-
stakt fram í sambandi við atburðinn.
Bertha komst á ný í bardagaskap og svar-
aði kuldalega:
— Já, svo sannarlega, drengur minn. Til
hvers í ósköpunum var hún að komá til lífs-
ins aftur? Hún hefur alla tíð verið kjáni.
Þá hún lifði, fékk hún alltaf martröð á
nóttunni. Nú hafði hún tækifæri til að fá
frið, og þá snýr hún til baka, aulinn sá
arna, í allar áhyggjurnar, sem munu þjá
hana, naga hana eins og grimmar rott-
ur. Hún er bjáni, erkibjáni! Setjið það í
blaðið yðar, ungi maður, það verður þá
einu sinni eitthvert sannleikskorn í því.
Farðu svo og náðu í myndina, Ellen.
Meg lá kyrr og smáseig ofan í kistuna
sína. Þegar allir hinir ókunnugu voru farn-
ir, tókst henni með erfiðismunum að lyfta
höfðinu enn á ný. Hún bað þær að taka sig
úr kistunni. Tvíburarnir kreistu saman
varirnar. Nú, þegar geðshræringuna vegna
þessa áhrifamikla atburðar hafði lægt,
þótti þeim sem þær væru sviknar. Eins og
einhver hefði gefið þeim eitthvað og tekið
það svo frá þeim aftur. Ellen var þreytuleg
og ergileg á svipinn. Berta geklc að kistunni
og sagði önuglega:
— Til hvers ætlarðu eiginlega upp úr
kistunni? Þeir eru ekki margir, sem fá
tækifæri til að vera næturlangt í kistu ....
í lifanda lífi. Er hún kannske ekki góð og
notaleg? Þú liggur þarna svo lögulega og
fallega eins og hnotarkjarni í skel. Haltu
bara áfram að liggja þarna, Meg. Það er
líka búið að taka rúmfötin úr rúminu þínu,
jSitt of frvoru
Hinn 6. október 1833 gáfu hjónin Olafur Sívertsen og
Jóhanna Fritirika, kona hans, 100 biódi af bókum og 100
ríkisdali „til eflingar upplýsingu, siðgæði og dugnaði í
Flateyjarhreppi". Nefnist „stiftun" þessi „Olafs Sigurðs-
sonar og Jóhönnu Friðriku Flateyjar Framfaralegat."
(Oldin sem leið).
Hinn 1. nóvember 1891 var íbúafjöldi Reykjavíkur.
kaupstaðar 3886, en í Reykjavíkursókn voru alls 4450
sálir. — Næstur að fólkstölu er Isafjarðarkaupstaður, í-
búar 839. — Þriðji Akureyrarkaupstaður 602 íbúar.
(Öldin sem leið.)
Með konunglegri reglugerð 29. ágúst 1862 fékk Akur-
eyri kaupstaðaréttindi. Var bærinn þá með öllu aðskil-
inn frá Hrafnagilshreppi og varð sérstakt bæjarfélag og
lögsagnarumdæmi. Ibúar hins nýja kaupstaðar voru 286
manns.
(Oldin sem leiS.)
Hinn 25. nóvember 1871 birtist í Þjóðólfi svohljóðandi
auglýsing:
Ilér til landsins eru komnir tveir rússneskir kaupmenn,
þeir herrar Johannesberg og Welenberg og vilja kaupa
höfuðhár af konum og borga vel. Þar eð ég er aðstoðar-
maður þeirra, bið eg alla góða landa mína að styðja
fyrirtæki þetta, þar sem mörgum fátækling gefst þar
með færi á að fá góða borgun í peningum í aðra hönd.
— Brynjúlfur Gunnlögsen.
(Öldin sem leiS.)
og það eru engar sængur til, það þarf að
viðra þær fyrst. Og auk þess ertu of veik-
burða til að flytja þig. A morgun getum við
kannske talað um að taka þig úr kistunni.
Leggstu nú bara niður, og hvíldu þig svo-
lítið ....
G. J. þýddi.