Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Qupperneq 34

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Qupperneq 34
20 N. kv. Stacy Aumonier: IIiiii þag'ðl yfir því — Smásaga ■— „Hérna er herbergið, madame.“ „Þakka yður fyrir .... þakka yður fyr- ir.“ „Er madame ánægð með það?“ „Já, þakka yður fyrir .... alveg.“ „Er nokkuð, sem madame óskar eftir?“ „Ja — ef það er ekki of seint, gæti ég ekki fengið heitt bað?“ „Parfaitement, madame. Baðherbergið cr við enda gangnanna á vinstri hönd. Ég skal undirbúa það fyrir madame.“ „Svo er eitt enn .... Ég kem úr langri ferð og er mjög þreytt. Viljið þér gera svo vel að sjá um, að ég verði ekki ónáðuð fyrr en ég hringi í fyrramálið? „Sjálfsagt, madame.“ Millicent Bracegirdle sagði satt; hún var þreytt. I drungalegum dómkirkjubænum Easingstoke, þaðan sem hún kom, voru allir vanir því að segja satt. Það var meira að segja venja þeirra að lifa einföldu og ósér- plægnu lífi og temja sér háleitar hugsjónir cg fagra breytni. Ekki þurfti annað en líta á ungfrú Bracegirdle til að sjá, að hún var ímynd dyggðanna og hugsjónanna í Easingstoke, og það var skyldurækni henn- ar, sem olli því, að hún var stödd í Hótel de l’Ones í Bordeaux þetta sumarkvöld. Hún hafði farið frá Easingstoke til London, það- an beint til Dover og yfir sundið til Calais og svo með eimlest til Parísar, þar sem hún hafði orðið að bíða í fjórar klukkustundir; það var hræðileg bið, en loksins hafði hún þó náð til Bordeaux undir miðnættið. Á- stæðan til þessa ferðalags var sú, að ein- hver þurfti að fara til Bordeaux til þess að talca á móti ungri mágkonu hennar, sem átti að koma þangað daginn eftir frá Suður- Ameríku. Mágkonan var gift trúboða í Faraguay, en þoldi ekki loftslagið þar og var því á heimleið til Englands. Hjartkær bróðir hennar, prófasturinn, hefði viljað fara sjálfur, en hann var svo önnum kafinn, sóknarhörnin hefðu saknað hans .... og þá var það skylda hennar að fara. Hún hafði aldrei áður ferðazt til útlanda, liafði ímugust á ferðalögum og rótgróið vantraust á útlendingum. Hún talaði ofur- ] ítið frönsku — nóg til þess að geta ferðazt og rekið nauðsynleg smáerindi, en ekki nóg til þess að taka þátt í verulegum samræð- um. Hún lét sér það í léttu rúmi liggja, enda var það skoðun hennar, að Frakkar væru fólk, sem ekki væri vert að tala mikið við; yfirleitt væru þeir eklci „viðkunnan- legir“, þrátt fyrir stimamjúka framkomu þeirra. Prófasturinn hafði gefið henni ótal leið- beiningar, varað hana alvarlega við að gefa sig á tal við ókunnuga og spyrjast eingöngu fyrir hjá lögreglunni og farstjórunum,þ.e.a. s. opinberum, einkennisklæddum starfs- mönnum. Hann kvaðst harma það, að hann væri hræddur um að í Frakklandi ættu kon- ur helzt ekki að vera einar á ferð, þar væri talsvert um varasama lausingja, sem sífellt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.