Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Blaðsíða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Blaðsíða 35
N.Kv. HÚN ÞAGÐI YFIR ÞVÍ 21 væru á hnotskóg .... Hann var alveg í vafa um, hvort hann ætti að þora að sleppa henni. Hún hafði þó með naumindum sitt mál fram með því að gera helzt til mikið úr frönskukunnáttu sinni og kjarki gagnvart óþægindum og ferðahnjaski. Hún tók upp úr tösku sinni, raðaði dót- inu á sinn stað í herberginu og reyndi að bæla niður heimþrána, þegar hún setti sér herbergið sitt á prófastssetrinu fyrir hug- skotsjónir. En hvað þessi útlendu gestaher- Lergi voru óvistleg og óviðkunnanleg — sviplítil og dapurleg; ekkert rósaléreft, enginn blómailmur eða ljósmyndir af .... íjölskyldunni, prófastinum eða bróðurbörn- unum og kirkjunni, engir útsaumaðir kodd- ar eða reflar og engar litprentanir af mál- \erkum Marcusar Stones. Hamingjan góða, hvað hún gat verið flónsleg! Við hverju hafði hún búizt? Hún afklæddist og fór í morgunslopp, greip svamp og handldæði og læddist hægt og hljóðlega eftir göngunum til baðher- bergisins, þegar hún hafði slökkt ljósið og lokað hurðinni. Henni fannst herbergið snoturt og þægilegt. Hún bylti sér makinda- lega í ylvolgu vatninu og horfði á granna fótleggi sína í þögulli ánægju. I fyrsta sinn síðan hún fór að heiman, greip liana vellíð- unarkennd — gleði í ævintýri hennar, því að, þegar á allt var litið, var þetta ævin- týri, sem ‘hún hingað til hafði alveg farið á mis við um ævina. En hvað það hlaut að vera skrýtið að ferðast um og reyna ýmis- legt! Hvað var hún gömul? Fjörutíu og tveggja eða fjörutíu og þriggja? Hún hugs- aði næstum því aldrei um, hvað aldurinn gilti, en hún hélt sér vel eftir aldri, og ein- ialt líf í sjálfsafneitun, holl hreyfing og hreint loft hafði haldið henni unglegri en venjulegt er um flasfengna og kveifarlega borgarbúa. Ást? Ójú, einu sinni, þegar hún var ung stúlka .... Hann var skólakennari, einstak- lega góður og virðingarverður maður. Þau voru aldrei heitbundin — svona verulega, en það var samdráttur af beggja hálfu; og þessi unaðslegi samdráttur og vinfengi stóð í þrjú ár. Hann var svo prúður, fyrirmann- legur og nærgætinn. Glöð hefði hún viljað halda þessum kunningsskap áfram, en eitt- hvað vantaði á. Það fór að bera á einkenni- legu eirðarleysi og afturkippum í Stephen. Hún hafið beyg af hjúskaparskyldunum í hjónabandi, jafnvel þótt um Stephen væri að ræða, og þó var hann prúðmennskan og góðsemin sjálf. Og svo einn góðan veðiu:- dag .... einn góðan veðurdag var hann farinn, horfinn og kom aldrei aftur. Henni var sagt, að hann hefði kvænzt einni af sveitarstúlkunum — stúlku, sem vön var að vinna í mjólkurbúðinni hjá frú Forbes, ekk- ert laglegri stúlku, hélt hún, einni af þess- um léttúðugu, snotru, fávísu drósum. — Ojæja, hún hafði komizt yfir það, þó að það væri ónotalegt áfall í bráðina. Fólk sættir sig við allt með tíð og tíma. Alltaf var nóg að gera — vinna í annarra þágu, og svo var trúin og skyldurnar. Um leið gat hún kennt samúðar með því fólki, sem bar raunir sín- ar með jafnðargeði. Hún hafði heilmikið að segja prófastin- um í fréttum, þegar hún skrifaði morguninn eftir, t. d. mn það, þegar hún var nærri bú- in að týna gleraugunum í gistihúsbílnum, um skemmtilegt orðatiltæki amerísks barns í lestinni til Parísar og þær matartegundir, sem henni liöfðu verið bornar. Þá mátti ekki gleyma ensku frúnum tveimur í gistihúsinu í París, sem höfðu sagt henni, að föður- bróðir þeirra væri nýdáinn; veslings mað- urinn Iiafði snöggveikzt á föstudag og dó á sunnudagskvöld — rétt áður en teið var drukkið. Svo liafði gestgjafinn sjálfur vak-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.