Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Page 36
22
HÚN ÞAGÐI YFIR ÞVÍ
N. kv.
að eftir lienni, og herbergisþernan var ein-
staklega lagleg. Jajæja, allir voru henni
rnjög góðir. Þegar öllu var á botninn hvolft,
voru Frakkar ákaflega viðkunnanlegir, og
hún hafði ekki séð neitt — alls ekki neitt,
sem ekki var fallegt eða sómasamlegt. Hún
hafði nógar fréttir að skrifa prófastinum
að morgni.
Henni hitnaði allri við að nudda sig með
handklæðinu. Hún fór aftur í náttfötin og
sveipaði að sér þykkum ullarsloppnum,
lagaði til í baðherberginu alveg eins og hún
var vön að gera heima hjá sér, greip svamp-
inn og handklæðið, slökkti ljósið og læddist
eftir göngunum til herbergis síns. Þegar
hún kom inn fyrir, kveikti hún og lokaði
Lurðinni í skyndi. En þá kom nokkuð skrýt-
ið fyrir — rétt eins og alltaf má búast við
í útlendum gistihúsum. Hún hélt eftir á
hurðarhandfanginu!
Henni varð að orði: „Hvaða ólán“, og
svo reyndi hún að koma því á sinn stað aft-
ur með annarri hendi, en í hinni hélt hún
á svampinum og handklæðinu. En þar fórst
henni óskynsamlega, því að með því að
þrýsta húninum ógætilega á stálteininn —
an þess að grípa um hann, — þá ýttist
teinninn lengra inn í hurðina, og húnninn
náði ekki taki á honum. Henni varð aftur
á að segja: „Hvaða ólán“ og lagði svamp-
inn og handklæðið á gólfið, reyndi að góma
teininn með vinstri hendi, en hann hafði
ýtzt of langt inn.
„Hvað ég get verið heimsk!“ hugsaði
hún. „Ég verð að hringja á þernuna — og
ef til vill er aumingja stúlkan háttuð.“
Hún sneri sér við, leit um herbergið og
varð gagntekin af skelfingu. I rúminu lá
ítofandi karlmaður. Aldrei á ævi sinni hafði
hún orðið eins ofsahrædd og þegar hún sá
þetta þeldökka andlit, svarta, úfna hár og
þykka yfirvaraskegg á koddanum. Hjarta
hennar nálega stöðvaðist. í nokkrar sekúnd-
ur gat hún hvorki hugsað né æpt, og fyrsta
hugsun hennar var: „Ég má ekki æpa.“
Þarna stóð hún sem lömuð væri og starði
á höfuð mannsins og íboginn kúfinn af lík-
ama hans undir sængurfötunum, en þegar
hún fór að jafna sig, ruddust hugsanirnar
fram. Fyrst sá hún í hendi sér, að maðurinn
átti enga sök á þessu; liennar var sökin.
Hún hafði rekizt inn í rangt herbergi. Þetta
var herbergi mannsins. Herbergin sjálf voru
alveg eins, en þarna var allt dótið hans, föt-
in hans á stólnum, hálslínið og bindið á
skápnum, stór og þung stígvél og einkenni-
legt, gult ferðakoffort á gólfinu. Ut varð
hún að komast — einhvern veginn.
Hún greip aftur til hurðarinnar og rak
neglurnar inn í gatið, sem teinninn hafði
skroppið inn í; þá reyndi hún enn að þrýsta
fingrunum í rifuna mili stafs og hurðar og
opna á þann hátt, en allt varð það til
einskis. Hún var algerlega lokuð inni í
svefnherbergi alein í ókunnu gistihúsi með
karlmanni .... útlendingi .... Frakka!
Nú varð hún að hugsa sig um. Hún slökkti
ljósið, því að ef dimmt var, gat verið, að
hann vaknaði ekki. Þá gafst henni tími til
að hugsa um, hvað hún ætti til bragðs að
taka. Furðulegt var, að hann skyldi ekki
hafa vaknað. Hvað mundi hann gera, ef
liann vaknaði? Hvernig gat hún gert grein
fyrir sér? Hann mundi ekki trúa henni, og
enginn mundi trúa henni. í ensku gistihúsi
mundi það vera torvelt, en hér, þar sem hún
var bráðókunnug meðal eintómra útlend-
inga, sem hlutu að gruna hana um græsku
.... Drottinn minn góður!“
Út varð hún að komast. Átti hún að vekja
manninn? Það þorði hún ekki. Hann gat
sálgað henni. Hann gat .... Ó, það var
hræðilegt til þess að hugsa! Átti hún að æpa
eða hringja á þernuna? Nei, það kæmi út