Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Page 40
26
HÚN ÞAGÐI YFIR ÞVÍ
N. kv.
Framli. af bls. 23.
niður. Hefði nú þetta aðeins ekki viljað til
utanlands! Hún reyndi að setja saman setn-
ingar á frönsku sér til afsökunar, en fransk-
an brást henni. Það talaði líka svo hratt,
þetta fólk, og hlustaði ekki á aðra. Aðstaða
hennar var óþolandi, og mundi hún geta
þraukað hana af til morguns?
Þá sem stóð fór ekki mjög illa um hana,
en loftþungt var þarna, og hún var óskap-
lega hrædd. Þarna átti hún að dúsa í sjö
eða átta klukkustundir og ef til vildi að
íinnast að lokum. Mínúturnar liðu, hún
velti málinu fyrir sér, en hún komst ekki að
neinni niðurstöðu. Hún fór að óska þess, að
hún hefði æpt eða vakið manninn, því að
það mundi hafa verið skynsamlegast og
vænlegast; en hún hafði látið tíu eða fimm-
tán mínútur líða frá því er þernan vissi, að
hún hefði farið úr baðherberginu. Menn
mundu krefjast skýringar á því, hvað hún
hefði aðhafzt allan þann tíma. Hvers vegna
hafði hún ekki æpt fyrr?
Hún lyfti kögrinu eilítið og hlustaði,
þóttist heyra andardrátt mannsins, en hún
var ekki viss um það.Hún stakk andlitinu út
tmdan kögrinu, og þá varð loftbetra, svo að
hún náði vel andanum; taugarnar sefuðust
nokkuð við það, og hún gat farið að hugsa
skipulegar. Fram úr vandræðunum varð að
ráða, og verið gat, að allt færi það vel á
endanum.
„Auðvitað má ég ekki sofna,“ hugsaði
hún, „enda get ég það varla, og þó er bezt
að hafa allan varann á.“
Hún beit á jaxlinn, setti í sig hörku og
varð nokkuð hughægra. Henni varð næstum
því að brosa, þegar hún hugsaði til þess, að
nú hefði lnin nóg fréttaefni til að skrifa
prófastinum morguninn eftir. Hvernig
mundi honum verða við? Auðvitað mundi
hann trúa því; hann hafði aldrei efazt um
neitt, sem hún hafði sagt honum um ævina,
en sagan mundi verða svo .... fjarri öllum
sanni. I Easingstone var nálega ókleift að
þola umtal um aðra eins raun — að hún,
Millicent Bracegirdle, hefði legið nætur-
langt undir rúmi ókunnugs manns í útlendu
gistihúsi! Hvað mundi kvenfólkið hugsa,
t. d. hún Fanney Shields eða sögusmettan
hún frú Rusbridger gamla? Ef til vill ....
já, ef til vill var hyggilegra að biðja bróð-
ur hennar, prófastinn, að láta ekki söguna
berast út; það mátti svo sem fastlega búast
við, að frú Rusbridger bæði rangfærði og
ýkti hana.
Og elskurnar heima — hvernig ætli þeim
liði? Allir hlutu að vera sofnaðir í Easing-
stone. Bróðir hennar gekk alltaf til náða á
ellefta tímanum. Hann svaf vafalaust vært
og rólega svefni réttlátra .... andaði að
sér hreinu og heilnæmu loftinu í Sussex —
ekki þessu hérna, sem var svo þungt! Hún
þurfti umfram allt að hósta, en mátti það
ekki. — Já, klukkan hálf níu kom allt
heimafólkið saman í bókaherberginu, og
þar var stutt bænahald, aldrei lengur en
fimmtán mínútur — bróðir hennar hafði
ekki mætur á margbrotnum helgisiðum, svo
var drukkið kakó klukkan tíu, og upp úr
því fóru allir að hátta. Og svo indæla svefn-
herbergið hennar með mjóa, hvíta rúminu,
þar sem hún hafði kropið niður á hverju
kvöldi, síðan hún mundi eftir sér, og lesið
kvöldbænirnar sínar ....
Bænirnar! Já, undarlegt var þetta. Það
var fyrsta kvöldið, sem hún hafði ekki lesið
þær, áður en hún gekk til hvílu. Að vísu
stóð einkennilega á fyrir henni, svo að ein-
dæmi mátti kallast. Drottinn hlaut að skilja
það og fyrirgefa henni þá yfirsjón, en samt
.... hafði hún nokkra ástæðu til að van-
rækja kvöldbænirnar sínar? Auðvitað gat
hún ekki kropið á kné í réttar bænastelling-