Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Side 41

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Side 41
N. kv. HÚN ÞAGÐI YFIR ÞVÍ 27 ar; til þess var of þröngt um hana, en bæn- irnar gátu verið eins áhrifaríkar fyrir því, ef þær komu frá hjartanu. Og ungfrú Bracegirdle beygði sig í baki, spennti greip- ar guðræknislega við andlit sér og tautaði bænirnar svo lágt, að ekki heyrðist. „Faðir vor, þú sem ert á himnum .... og fyrigef oss vorar skuldir ....“. Skuldir! Já, vissulega var þetta hennar skuld, að svona var komiÖ, en Guði mundi skiljast það. Henni hefði ekki átt að yfir- sjást, en þetta var þá óviljasynd. Þegjandi þuldi hún bænirnar í huga sér og bætti við í lokin: „Guð, varðveittu mig frá hættu og háska á þessari nóttu.“ Þarna lá hún þegjandi og grafkyrr, frið- uð af krafti bænarinnar. „Þegar að er gáð,“ hugsaði hún, „er ekkert undir stellingunum komið, heldur því, sem inni fyrir býr.“ í fyrsta sinn á ævinni fór hún að hugsa urn og spyrja sjálfa sig um kirkjusiÖi og trúar- setningar. Ef vissar stellingar voru ekki nauðsynlegar, hvað mátti þá segja um bygg- ingar, kirkjusiði og kirkjur yfirleitt? Að sjálfsögðu gat bróður hennar ekki skjátlazt; kirkjan var svo gömul, svo afar gömul; frumvísir hennar lá falinn langt aftur í sögu mannlegs lífs; það var aðeins þetta, að . . . . ja, hvað það nú var — að ytri at- hafnir gátu leitt afvega. Þannig var t. d. ástatt um hana sjálfa. I augum heimsins hafði hún með einu smávægilegu ógætnis- tilviki gert sig sanna að sök um brot á öll- um boðorðunum tíu. Hún reyndi að finna eitt, sem hún yrði ekki ásökuð um. En svo var ekki — jafnvel að vanvirða föður og móður, bera ljúgvitni, siela, girnast .... eiginmann .... það tók úl yfir allt! Veslings maðurinn. Ef til vill lifði hann í heiðarlegu hjónabandi og átti börn, og hún — hún var komin á flugstig með að gera honum hneisu! Hvers vegna hafði hún ekki æpt! Nú var það um seinan. Hún fór að kenna óþæginda; loftiÖ var þungt og þurrt og gólfið hart. Hún mjakaÖi sér hægt til og hélt niðri í sér hóstanum. Hjartað barðist hratt. Hvað eftir annað rifj- aði hún upp í huga sér hvert smáatvik, sem gerzt hafði, síðan hún fór lit úr baÖher- berginu. Þetta hlaut auðvitað að vera næsta herbergi við hennar, og það var auðvelt að villast, þar sem ein tuttugu herbergi — öll alveg eins — voru öðrum megin við löng göng. Hvernig var líka hægt að muna með vissu, hvort talan á hurðinni var 115 eða 116? Svo hvarflaði hugur hennar til skóladag- anna. Henni hafði alltaf verið ósýnt um teikningar,og henni leiddist flatarmálsfræði og allar þessar setningar um horn og líking- ar, sem voru svo lítilvægar og gerðu hvorki til né frá. Henni þótti gaman að mannkyns- sögu og grasafræÖi og að lesa um einkenni- leg, fjarlæg lönd, þó að hún hefði alltaf verið of kjarklítil til að ferðast þangað. Hrifnust var hún þó af ævisögum mikilla manna. Oliver Cromwell, Beaconsfield lá- varður, Lincoln, Grace Darling — þar var nú kvenhetja í lagi — og svo Booth hers- höfðingi, sem var mikill og góður maÖur, jafnvel þótt hann væri helzt til almúgalegur . . . .; hún minntist þess, þegar gamla frú Trimming var að tala um hann á samkomu í St. Bride; hún var svo skemmtileg. Hún .... Guð almáttugur! Óafvitandi hafði Millicent Bracegirdle lznerrað hátt! Þá var leikurinn á enda. 1 annað sinn þessa nótt fann hún, að hjarta hennar ná- lega stöðvaÖist, og hún var svo lömuð af skelfingu, að hún missti allt vald á sjálfri sér. Nú var hún sannfærð um, að maðurinn ryki fram úr rúminu, gengi fram að dyrun- um, kveikti og lyfti upp kögrinu. Hún sá í

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.