Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Qupperneq 41

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Qupperneq 41
N. kv. HÚN ÞAGÐI YFIR ÞVÍ 27 ar; til þess var of þröngt um hana, en bæn- irnar gátu verið eins áhrifaríkar fyrir því, ef þær komu frá hjartanu. Og ungfrú Bracegirdle beygði sig í baki, spennti greip- ar guðræknislega við andlit sér og tautaði bænirnar svo lágt, að ekki heyrðist. „Faðir vor, þú sem ert á himnum .... og fyrigef oss vorar skuldir ....“. Skuldir! Já, vissulega var þetta hennar skuld, að svona var komiÖ, en Guði mundi skiljast það. Henni hefði ekki átt að yfir- sjást, en þetta var þá óviljasynd. Þegjandi þuldi hún bænirnar í huga sér og bætti við í lokin: „Guð, varðveittu mig frá hættu og háska á þessari nóttu.“ Þarna lá hún þegjandi og grafkyrr, frið- uð af krafti bænarinnar. „Þegar að er gáð,“ hugsaði hún, „er ekkert undir stellingunum komið, heldur því, sem inni fyrir býr.“ í fyrsta sinn á ævinni fór hún að hugsa urn og spyrja sjálfa sig um kirkjusiÖi og trúar- setningar. Ef vissar stellingar voru ekki nauðsynlegar, hvað mátti þá segja um bygg- ingar, kirkjusiði og kirkjur yfirleitt? Að sjálfsögðu gat bróður hennar ekki skjátlazt; kirkjan var svo gömul, svo afar gömul; frumvísir hennar lá falinn langt aftur í sögu mannlegs lífs; það var aðeins þetta, að . . . . ja, hvað það nú var — að ytri at- hafnir gátu leitt afvega. Þannig var t. d. ástatt um hana sjálfa. I augum heimsins hafði hún með einu smávægilegu ógætnis- tilviki gert sig sanna að sök um brot á öll- um boðorðunum tíu. Hún reyndi að finna eitt, sem hún yrði ekki ásökuð um. En svo var ekki — jafnvel að vanvirða föður og móður, bera ljúgvitni, siela, girnast .... eiginmann .... það tók úl yfir allt! Veslings maðurinn. Ef til vill lifði hann í heiðarlegu hjónabandi og átti börn, og hún — hún var komin á flugstig með að gera honum hneisu! Hvers vegna hafði hún ekki æpt! Nú var það um seinan. Hún fór að kenna óþæginda; loftiÖ var þungt og þurrt og gólfið hart. Hún mjakaÖi sér hægt til og hélt niðri í sér hóstanum. Hjartað barðist hratt. Hvað eftir annað rifj- aði hún upp í huga sér hvert smáatvik, sem gerzt hafði, síðan hún fór lit úr baÖher- berginu. Þetta hlaut auðvitað að vera næsta herbergi við hennar, og það var auðvelt að villast, þar sem ein tuttugu herbergi — öll alveg eins — voru öðrum megin við löng göng. Hvernig var líka hægt að muna með vissu, hvort talan á hurðinni var 115 eða 116? Svo hvarflaði hugur hennar til skóladag- anna. Henni hafði alltaf verið ósýnt um teikningar,og henni leiddist flatarmálsfræði og allar þessar setningar um horn og líking- ar, sem voru svo lítilvægar og gerðu hvorki til né frá. Henni þótti gaman að mannkyns- sögu og grasafræÖi og að lesa um einkenni- leg, fjarlæg lönd, þó að hún hefði alltaf verið of kjarklítil til að ferðast þangað. Hrifnust var hún þó af ævisögum mikilla manna. Oliver Cromwell, Beaconsfield lá- varður, Lincoln, Grace Darling — þar var nú kvenhetja í lagi — og svo Booth hers- höfðingi, sem var mikill og góður maÖur, jafnvel þótt hann væri helzt til almúgalegur . . . .; hún minntist þess, þegar gamla frú Trimming var að tala um hann á samkomu í St. Bride; hún var svo skemmtileg. Hún .... Guð almáttugur! Óafvitandi hafði Millicent Bracegirdle lznerrað hátt! Þá var leikurinn á enda. 1 annað sinn þessa nótt fann hún, að hjarta hennar ná- lega stöðvaÖist, og hún var svo lömuð af skelfingu, að hún missti allt vald á sjálfri sér. Nú var hún sannfærð um, að maðurinn ryki fram úr rúminu, gengi fram að dyrun- um, kveikti og lyfti upp kögrinu. Hún sá í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.