Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Page 42

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Page 42
28 I-IÚN ÞAGÐI YFIR ÞVÍ N. Kv. huga sér þetta svipharða, skeggjaða andlit stara á sig og hreyta út úr sér einhverju á írönsku; svo mundi hann seilast eftir henni og draga hana fram. Og svo? Guð almátt- ugur, hvað svo? „Eg æpi upp, áður en hann gerir það. Ég ætti ef til vill að æpa undir eins; ef hann dregur mig fram, skellir liann hendinni fyrir munninn á mér. Hver veit nema .... klóróform ....“. En einhvern veginn gat hún eklci æpt; hún var of hrædd til þess. Hún lyfti upp kögrinu og hlustaði. Var hann að læðast á gólfábreiðunni? Hún hélt það, en var elcki viss um það. Við öllu mátti búast; hann gat slegið hana ofan frá með þungu stígvéli. Hún varð einskis vör, en óvissan var óþol- andi, og hún fann greinilega, að kraftar hennar voru alveg á þrotum. Allt var betra en þetta — smán, fangelsi, jafnvel dauði. Hún ætlaði að skríða fram, vekja manninn og reyna að gera grein fyrir þessu eins og hún bezt gæti. Hún ætlaði að kveikja, hósta og segja: „Monsieur!“ Þá mundi hann rísa upp og stara á hana, og hún mundi segja — hvað ætti hún að segja? „Pardon, monsieur, mais je . . . .“ Hvernig átti nú að segja á frönsku: „Ég hef farið skakkt.“ „J’ai tort. C’est la chambre — æi ■—- skakkt? Voulez-vous . .“ Hvað hét „hand- fang“ á frönsku, og hvernig ætti að segja „sleppið mér?“ Það gerði ekkert til. Hún ætlaði að kveikja, hósta og treysta á hamingjuna. Ef hann færi fram úr rúminu og nálgaðist hana, ætlaði hún að æpa hástöfum. Þegar hún hafði einsett sér þetta, skreið hún gætilega undan fótagafli rúmsins, þaut í ofboði fram að hurðinni, og í sama vet- fangi varð albjart í herberginu. Hún sneri sér að rúminu, ræskti sig og sagði hátt: „Monsieur!“ Þá var það í þriðja sinn á þessari nóttu, að hjartað í ungfrú Bracegirdle stöðvaðist að mestu. Skelfing hennar náði smám sam- an hámarki, en þegar því var náð, hvarf allt. sem áður hafði gerzt, í skugga og varð að engu. Maðurinn í rúminu var dauður! Hún hafði aldrei séð dauðan mann áður, en hér var ekki um neitt að villast. Hún starði á hann sem þrumu lostin og hvíslaði hljóðlega hvað eftir annað: „Monsieur! .... Monsieur!“ Hún tiplaði að rúminu. Ásjónan var grá- föl, hár og skegg ákaflega dökkt, munnur- inn hálfopinn, en yfir andlitinu, sem í lif- anda lífi virtist hafa verið illúðlegt og mun- aðargjarnt, var ótrúlega mikill friður og ró. Það var eins og hún væri að virða fyrir sér svipdrætti manns frá löngu liðnum tímum, veru, sem alltaf hefði verið fjarlæg verald- legum hégiljum. Þegar hún hafði áttað sig á þessu að fullu, fól hún andltið í höndum sér og taut- aði: „Veslings maður .... veslings maður!“ Henni fannst snöggvast, að bágindi sín væru ekki svo háskaleg; hún var í návist þess, sem var meira og víðfeðmara. Nálega ósjálfrátt kraup hún á kné við rúmið og baðst fyrir. Um stund var hún gagntekin af óvenjulegum friði og ró. Vandræði hennar þar í gistihsinu voru hégóminn einn — kjánalegur, ómerkilegur, næstum því hlægi- legur atburður, sem hægt var að gefa fulla skýringu á. En þessi maður — hann hafði lifað sínu lífi, hvernig sem það hafði verið, og nú var hann kominn til skapara síns. Hvers konar maður hafði liann verið? Þá heyrði hún allt í einu skóhljóð fram- an við dyrnar. Hún hrökk við og bjóst við,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.