Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Blaðsíða 43
N. kv.
HÚN ÞAGÐI YFIR ÞVÍ
29
að einhver dræpi á dyrnar og reyndi að
komast inn, en skóhljóðið barst fram göngin
og hvarf. Þetta var þó nóg til þess, að hún
fór aftur að hyggja á undankomu; ekki
mátti standa við svo búið; út varð hún að
komast, hvað sem það kostaði.
Að finnast inni í herbergi ókunnugs
manns um hánótt — það var afleitt, en að
finnast inni í herbergi dauðs manns var
ennþá verra. Verið gat, að hún yrði sökuð
um morð. Já, ekkert var líklegra, og hvern-
ig gat hún afsakað sig fyrir þessum útlend-
ingum? Guð minn góður,þeir mundu hengja
hana! Nei — afhöfða hana, eins og þeir
gera í Frakklandi; þeir mundu höggva af
henni höfuðið með stórri fallöxi úr stáli.
Guð á himnum! Hún setti sér sjálfa sig fyr-
ir hugskotssjónir standandi með bundið
íyrir augu hjá presti og böðli með rauða
hettu, eins og manninn í sögunni hans
Dickens — hvað hét hann nú aftur? ....
Sydney Cartin hét hann, og áður en hann
steig upp á aftökupallinn, mælti hann:
„Mér líður langtum betur en mér hefur
nokkurn tíma liðið áður.“
Nei, hún mundi ekki geta tekið undir
þau orð; henni mundi líða langtum verr.
Hvað var um bróður hennar, prófastinn, að
segja — mágkonu hennar, sem var að koma
ein síns liðs frá Paraguay á morgun — allt
fólkið og vinina í Easingstoke — og hann
Tony, stóra, bröndótta uppáhaldsköttinn
hennar? Henni bar skylda til að gera allt
sitt til að komast hjá afhöfðun. Hún gat
engu um breytt í herberginu og ekki lífgað
dauða manninn. Hún varð að komast und-
an, og á hverri stundu gat fólk komið að —
þernan, forstjórinn, lögreglan .... Þegar
hún hugsaði til lögreglunnar með sverð og
vasabækur, vaknaði þrek hennar að nýju,
þótt örþreytt væri og hún að því komin að
örvænta. Til allrar hamingju var ljósið
henni hættulaust. Einu sinni enn stökk hún
að hurðinni og reyndi að rífa hana opna
með fingrunum, en hún meiddi sig á því
og varð að hætta við svo búið. Ef hún átti
að sleppa, varð hún að hugsa og leggja sig
alla fram, ekki rasa að neinu, heldur gæta
allrar varúðar.
Hún skoðaði læsinguna nákvæmlega.
Þar var ekkert skráargat, heldur renniloka,
svo að gesturinn gat lokað hurðinni að inn-
an, en henni var ekki hægt að loka að utan.
Æ — hvers vegna hafði veslings dauði
maðurinn ekki lokað hurðinni kvöldið áð-
ur? Þá hefðu engin vandræði af þessu hlot-
izt. Hún gat séð í endann á stálteininum;
hann var hér um bil hálfan þumlung inni
í gatinu. Ef einhver gengi um göngin fyrir
framan, hlaut hann að taka eftir því, að
handfangið stóð alltof mikið út þeim meg-
in! Hún dró hárnál úr hári sér og reyndi
að krækja henni í teininn, en hafði ekki
annað upp úr því en að hann ýttist heldur
lengra inn. Þá fann hún greinilega, að hún
fölnaði upp, og hana svimaði.
Hún var að berjast fyrir lífi sínu og
mátti ekki gafast upp. Hún rásaði um her-
bergið eins og villidýr í gildru í leit að ein-
hverri smugu til undankomu. Engar svalir
voru fyrir glugganum, og niður á götuna
var fimm lofthæða fall. Liðið var fram
undir dögun, og búast mátti við, að í gisti-
húsinu og borginni færi fólk að rumska;
áður en svo yrði, varð hún að sjá sér borg-
ið.
Ennþá einu sinni varð henni litið á læs-
inguna og síðan á muni dauða mannsins,
rakvélina hans og skeggburstann, ritföng-
in, penna, blýanta, strokleður og lakk ....
Lakk!
Neyðin kennir naktri konu að spinna.
Enginn vafi er á því, að Millicent Brace-
girdle, sem aldrei á ævi sinni hafði gert