Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Qupperneq 44

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Qupperneq 44
30 HÚN ÞAGÐI YFIR ÞVÍ N. kv. neina uppgötvun, hefði aldrei dottið niður á það hugvitssama ráð, sem dugði, ef hún liefði ekki talið sig vera komna á heljar- þröm. Hún fór að eins og hér segir. Fyrst tók hún eldspýtustokk, kerti, lakkstöng og hárnál, gerði ofurlitla klessu af bráðnu lakki og dýfði nálarendanum í hana, svo að við hana hékk lítill dropi; svo stakk hún nálinni inn í gatið, lét hana klessast við síálteininn og reyndi að koma róti á hann. í sjöundu atrennu tókst henni að hreyfa hann og á einni ldukkustund og tíu mínút- um gat hún mjakað honum inn úr gatinu, svo að neglur urðu á honum festar. Eftir allt það erfiði og taugaslit setti að henni á- kafan grát. Með frábærri varkárni dró hún teinendann að sér, greip um hann með vinstri hendi, en smeygði handfanginu upp á hann með þeirri hægri. Svo sneri hún því með hægð. Hurðin opnaðist! Hún gat með naumindum stillt sig um að stökkva fram í göngin og æpa af fögnuði, en það varaðist hún, heldur hlustaði og gægðist fram fyrir. Þar var enginn á ferli. Hjartað barðist í brjósti hennar, þegar hún fór fram fyrir og lokaði hurðinni varlega á eftir sér. Svo læddist hún eins og mús að næstu hurð, opnaði hana, skauzt inn fyrir cg fleygði sér upp í rúmið. I sama vetfangi flaug henni í hug, að hún hefði skilið svampinn sinn og handklæðið eftir í her- bergi dauða mannsins! Þegar Millicent Bracegirdle varð hugs- að til þessa atburðar síðar, fannst henni það hafa verið skelfilegast af öllu að þurfa að fara aftur inn til dauða mannsins. Helzt hefði hún kosið að skilja svampinn og hand- klæðið þar eftir, en handklæðið var kirfi- lega merkt í horninu með bókstöfunum M. B. og gat því verið hættulegt. Með mestu varasemi fór hún aftur á stúfana, læddist inn í herbergi dauða mannsins, tók þetta dót sitt og hvarf aftur til herhergis síns. Þegar allt var afstaðið, var hún næstum því magnþrota. Hún lagðist upp í rúmið, dæsti við og stundi lágt. Að lokum sofnaði hún. Klukkan ellefu vaknaði hún, og hafði enginn orðið til að ónáða hana. Sólin var hátt á lofti. Höfðu ekki viðburðir næturinn- ar verið ægileg martröð og hana dreymt þetta allt? Með ugg í brjósti hringdi hún bjöllunni, og eftir drykklanga stund kom þernan inn til hennar. Út úr augum stúlk- unnar skein einhver óviðráðanleg æsing. Nei, hana hafði ekki dreymt; stúlkan bjó yfir einhverju. „Viljið þér gera svo vel að færa mér te?“ „Sjálfsagt, madame.u Stúlkan dró gluggatjöldin til hliðar og þaut um herbergið úr einu í annað. Hún l.afði gefið þagmælskuloforð, en nú gat hún ekki á sér sefið lengur. Allt í einu kom hún að rúminu og hvíslaði, móð af æsingu: r „0, madame, ég hef lofað að segja ekki —--------en hér hefur skelfilegt gengið á. Maður, dauður maður hefur fundizt í 117. herberginu -— gestur. Ó, segið þér engum, að ég hafi sagt yður það. Þeir hafa allir verið þar, lögreglan, læknarnir, líkskoðun- armennirnir. — Ó, það er hræðilegt, .... hræðilegt.“ Ungfrú Bracegirdle sagði ekki neitt, enda hafði hún engu við þetta að bæta; Ma- rie Louise Lancret óð elginn fyrir þær báð- ar. „En það hræðilegasta er-------vitið þér, hver hann var, madame? Það er sagt, að það sé hann Boldhu, maðurinn, sem verið var að leita að vegna morðsins á Jeánne Carreton í hlöðunni hjá Vincennes. Það er sagt hann hafi kyrkt hana og höggvið hana i tvennt og sett hana í tvær tunnur, sem hann fleygði út í ána . . . . Ó, hann var illmenni, madarne, hræðilegt illmenni .... og hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.