Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Page 45
N. Kv.
HÚN ÞAGÐI YFIR ÞVÍ
31
dó hér í næsta herbergi .... sjálfsmorð,
halda þeir; eða var það hjartaslag? ....
Samvizkubit — kannske taugaáfall ....
Sögðuð þér kaffi með brauði, madame?“
„Nei, þakka yður fyrir, góða .... að-
eins bolla af tei .... sterku tei.“
„Parfaitement, madame“
Stúlkan gekk út, og litlu síðar kom þjónn
inn í herbergið með te á bakka. Þá gekk al-
veg fram af henni; henni fannst það svo
dónalegt af karlmanni — þótt hann væri
ekki annað en þjónn — að fara inn í her-
hergi kvenmanns. Áreiðanlega var nokkuð
' því, sem prófasturinn hafði sagt; þeir
voru sannarlega skrýtnir, þessir frönsku, og
höfðu sitt lag á hlutunum. Svona hagaði sér
enginn í Easingstoke. Hún breiddi betur of-
an á sig, en þjónninn virtist vera alveg
kærulaus um allt, lagði bakkann frá sér og
fór út. Þegar hann var farinn, settist hún
upp og sötraði teið; henni hlýnaði við það,
og sólskinið létti lienni í skapi. Búizt var
við, að skipið með mágkonuna legðist að
hafnargarðinum um klukkan eitt. Þá hafði
hún tíma til að húa sig þægilega, skrifa
hróður sínum og ganga niður í skipakví-
arnar. — Mannvesalingurinn, hann hafði
þá verið morðingi, sem hjó sundur fórnar-
dýr sín .... og hún hafði verið inni hjá
honum um nóttina! Slíkir menn voru sann-
arlega —- — ja, hvernig átti að orða það?
Samt sem áður þótti henni betur en ekki, að
hún hafði verið þarna, kropið á kné og
heðizt fyrir við rúmið hans. Líklega hafði
enginn gert það nokkurn tíma. Það var svo
erfitt að dæma um fólk. Eitthvað gat svo
sem verið bogið við þetta. Verið gat, að
hann hefði alls ekki myrt neinn kvenmann.
Menn eru oft sakfelldir að ósekju. Ef lög-
reglan hefði fundið hana þarna inni í her-
berginu klukkan þrjú um nóttina, þá hvað?
Allt er undir því komið, hvað í hjartanu
la-ærist. Svo lengi lærir sem lifir. Hafði
hún ekki lært, að hægt er að biðjast eins al-
varlega fyrir liggjandi undir rúmi og krjúp-
andi við það? .... Mannvesalingurinn!
Hún þvoði sér og klæddist og gekk hægt
niður í skrifstofuna. Engin sá hún merki
þess, að hinum gestunum væri neitt órótt.
Að líkindum vissi enginn þeirra um atburð-
inn um nóttina nema hún sjálf. Hún settist
við skrifborð, hugsaði sig vel um og fór að
skrifa:
Elskulegi bróðir minn!
Eg kom hingað í gærkvöld eftir mjög
skemmtilega ferð. Allir voru mér mjög góð-
ir og kurteisir, og forstöðumaðurinn vakti
eftir mér. Eg var nærri búinn að týna gler-
augnahúsunum mínum í gistihúsbílnum, en
góður, gamall herramaður fann þau og skil-
aði mér þeim. Fólkið hérna er einstaklega
viðkunnanlegt, en maturinn er einkennileg-
ur, hvorki óbrotinn né hollur. Klukkan eitt
fer ég ofan að höfn til að taka á móti Annie.
Hvernig hefur ykkur liðið, elslcu bróðir?
Ég vona, að þú hafir ekki neitt kast fengið
aftur af lungnakvefinu.
Gerðu svo vel að segja henni Lizzie, að
mér hafi dottið það í hug í lestinni á leið-
inni hingað, að stóra leirkrukkan með ald-
insafanum, sem frú Hunt bjó til, er á bak
við tómu blikkdósirnar í efstu hillunni á
skápnum næst vagnskúrnum. Mig langar til
að vita, hvort frú Butler gat komizt á kvöld-
sönginn, þegar til kom. Þetta er snyrtilegt
gistihús, en ég býst við, að við Annie gist-
um í „Grand“ í nótt, af því að það er full-
ldjóðbært í svefnherbergjunum hérna. Svo
hef ég, kæri bróðir, ekki fleira að segja
fyrr en ég kem heim. Gættu vel heilsunnar.
— Þín elskandi systir
Millicent,