Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Blaðsíða 46
32
HÚN ÞAGÐI YFIR ÞVÍ
N. kv.
Nei, hún gat ekki sagt prófastinum frá
því, hvorki í bréfinu né þegar hún kæmi
heim aftur. Hún var sannfærð um, að það
mundi aðeins hryggja hann. I þessu kyn-
lega, útlenda umhverfi hafði þetta vel get-
að gerzt, en ef farið væri að segja frá eins
cfgakenndum atburðum í Easingstoke, þá
yrði frásögnin beinlínis .... klúr. Ekki
varð fram hjá því gengið, að hún hafði
dvalizt í herbergi ókunns manns að nætur-
lagi. Hvort sem hann var prúðmenni eða
illvirki, jafnvel hvort sem hann var lífs eða
iiðinn, þá virtist það ekki milda hugar-
hrellingar hennar, eða réttara sagt ekki
geta orðið til annars en að setja leiðinlega
og óþarfa snurðu á innilega sambúð þeirra
systkinanna. Ef hún segðist hafa farið í
baðherbergið, villzt á dyrum, handfangið
á hurðinni dottið af, hún orðið of hrædd til
að vekja manninn eða æpa, heldur skriðið
undir rúmið-------jajújú, allt var það dag-
satt. Prófasturinn mundi trúa henni, en í
Fasingstoke-sókn mundi enginn geta látið
sér þetta skiljast. Það mundi fjarlægja þau
hvort öðru, rétt eins og hún hefði atazt ein-
hverjum óþverra, sem gerði hana vart í hús-
um hæfa.
Hún setti upp hattinn og gekk út til þess
að leggja bréfið í póst; hún vantreysti
bréfahirðingu í gistihúsum; óvíst var, hver
hefði hönd á bréfunum og hvort þau bær-
ust rétta leið. Flún lagði leið sína til aðal-
pósthússins í Bordeaux.
Glaðasólskin vár og gaman að ganga inn-
an um þetta hjáleita og síkvika fólk. Kaffi-
húsin voru full af masandi körlum og kon-
um, blómasölupallar á hverju strái, og svo
var einhver einkennilegur þefur — af
hverju? Salti, sjóbrælu eða viðarkolum?
.... Flokkur hermanna lék á hljóðfæri á
torginu .... mjög svo fjörugt. Alls staðar
var líf í tuskunum, ys og bægslagangur.
„Ég var í herbergi ókunnugs karlmanns
í nótt.“
Millicent Bracegirdle yppti öxlum, taut-
aði niður í barm sér og herti gönguna. Hún
kom að pósthúsinu og fann stóru málmplöt-
una með raufinni fyrir bréfin. Fyrir ofan
hana stóð fullum stöfum R. F. Þar sá hún
loksins greinilegt innsigli ríkisins! Þegar
hún var að stinga bréfinu inn í raufina,
roðnaði hún ofurlítið, hvort sem það var
vegna þess, hvað heitt var í veðri eða hún
hafði gengið fullhratt. Hún lét bréfið detta
inn fyrir, en svo stakk hún hendinni inn í
raufina og þreifaði um hana fram og aftur,
til þess að fullvissa sig um, að þetta væri
enginn gallagripur, sem komið gæti í veg
fyrir, að bréfið bærist með réttum skilum.
Nei, það hafði dottið niður á sinn stað heilu
og höldnu. Svo andvarpaði hún feginsam-
lega og hélt áfram leiðar sinnar niður að
hafnarkvínni, til þess að taka á móti mág-
konu sinni frá Paraguay.
/. R. þýddi.
Visiir
Úr rímu um drukknun Eggerts Ólafsson-
ar eftir Árna Þorkelsson frá Meyjarlandi
(um 1730—1801):
Skúmaði froða skerjum á,
skall á súðum alda,
reisti boða bylgjan há
og bauðst að troða land upp á.
Grenjaði úður, glotti mar,
geisaði norðan Kári,
orgaði lúður Ægis þar,
ógeðprúður nokkuð var.
Og svo er staka Árna Böðvarssonar á
Ökrum (1713—1777);
Ætti ég ekki, vífaval,
von á þínum fundum,
leiðin eftir Langadal
löng mér þætti stundum,