Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Page 47

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Page 47
N. Kv. 33 — Tkf bókAmorkaðinuin — Bragi Sigurjónsson: Hrekkvísi örlaganna, sögur, 131 bls. Akureyri 1957. Áður var kunnugt, að höf. er gott ljóð- skáld, svo sem hann á ætt til, en þetta munu vera fyrstu sögurnar, sem hann lætur frá sér fara undir fullu nafni. Þær ern tólf, all- ar fremur stuttar, og efni þeirra margbreyti- legt. Sumar þeirra, svo sem Verndari smæl- ingjanna í Suðurdölum, Bjarni stórhríð, Endurlausn hefndarinnar og Oveðursboð- inn á Ófæruhillu eru stórbrotnar að efni, sem sótt er í fortíð og nútíð, en aðrar eru með léttara blæ, þar sem mjög gætir kímni og gamansemi. Ekki þarf lengi að blaða í bókinni til að sjá, að Braga lætur allvel sagnaskáldskap- ur. Hugmyndaauðgin er mikil, formið víð- ast hvar gott og frásögnin ber yfirleitt vitni um ágæta ritleikni. Að sjálfsögðu er hægt að setja út á einstök atriði, og þó furðu-fá. T. d. fær það ekki staðizt, að börnin í Koti bafi verið óskírð og því ekki hlotið kirkju- leg. Sælir eru hreinhjartaðir hefði mátt sleppa, Endurlausn hefndarinnar er að ýmsu leyti nokkuð ólíkindaleg og söguþráð- urinn í Sunnefu fögru er vafinn óþörfum umhúðum, en annars fer Bragi betur af stað en flestir aðrir, sem ritað liafa smásögur, og liann virðist vera nokkurn veginn jafn- vígur á garnan og alvöru. Bjarni stórhríð mun vera hezta sagan í hókinni og Sjóhetj- an og Hrekkvísi örlaganna næstar í röðinni. Sá, sem þetta ritar, las sögurnar tvisvar og fannst síðari lesturinn mun hetri en sá fyrri. Ef Bragi semdi sögu, sem væri eins löng eða jafnvel lengri en þessar tólf, skyldi engan imdra, að honum tækist enn betur. Fjölhæfni hans bendir til þess; ekki skortir hann efni, og með umhugsun og vandvirkni mundi hann vafalaust geta hætt um það, sem þessum fyrstu sögum hans kann að vera áfátl. Allur frágangur hókarinnar er liinn snyrtilegasti. /. R. Ferðabók eftir Ebenezer Henderson. Snæbjörn Jóns- son þýddi. XXVIII + 456 bls. Reykjavík 1957. Útg. Snæbjörn Jónsson & Co. H. F. Á miðsumri 1814 kom til Reykjavíkur skozkur prestur, Ehenezer Henderson að nafni, erindreki Biblíufélagsins brezka. Hann stóð þá á þrítugu, prýðilega mennt- aður maður, eigi aðeins í guðfræði, heldur einnig í náttúruvísindum og tungumálum. Lét liann sig ekki muna um að nema ís- lenzku svo vel, að hann varð vel fær í henni og gat rekið erindi sitt viðstöðulaust, en það var að sjá um dreifingu biblíunnar hér á landi. Hafði Biblíufélagið hrezka látið prenta 5000 eintök hennar í Kaupmanna- höfn auk 5000 eintaka af Nýja testament- inu. Voru bækurnar seldar vægu verði, en gefnar þeim, sem ekki gátu greitt fyrir þær. — Þetta sama sumar ferðaðist Henderson norður fjöll til Eyjafjarðar og Skagafjarð-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.