Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Qupperneq 48

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Qupperneq 48
34 BÆKUR N. Kv. ar og þaðan austur og suður um land til Reykjavíkur. Hafði liann þar vetrarsetu, en vorið 1815 fór hann vestur um land, fyrir Snæfellsnes og Breiðafjörð, um Vestfirði og í Steingrímsfjörð, en síðar um sumarið aft- ur norður fjöll til Skagafjarðar og Eyja- fjarðar. Hafði hann þá ferðazt meir um Is- land en nokkur annar útlendingur hafði áð- ur gert. A því sumri var Biblíufélagið ís- lenzka stofnað að undirlagi Hendersons. Síðsumars .kvaddi hann ísland, og 1818— 19 kom ferðasaga hans út í tveim bindum í Edinborg. Hún er, þegar á allt er litið, eitt hið merkasta ritverk, sem út hefur verið gefið um ísland á 19. öld. Ber hann íslend- ingum afar vel söguna, jafnvel svo, að margir hafa freistazt til að telja of djúpt í árinni tekið, en hann var svo mikiR mann- vinur, að það var eins og hann gæti ekki hallmælt nokkrum manni. Þó getnr hann ekki orða bundizt um ósæmilega breytni dönsku verzlunarstéttarinnar í Reykjavík. Geta má nærri, hversu erfið ferðalögin hafi verið ókunnugum útlendingi yfir fjöll og firnindi, vegleysur, eyðisanda og vatns- föll í misjöfnum veðrum; en Henderson kvartar aldrei. Áhuginn og takmarkalaust guðstraust fleytir lionum yfir allar torfær- ur og hættur; hann þakkar hvern greiða, gerir sér allt að góðu, dreifir biblíum og testamentum á báða bóga og gefur Guði dýrðina. Samt gefur hann sér tóm til að at- huga náttúru landsins svo nákvæmlega, að undrum sætir, og víða í bókinni eru grein- srgóðir kaflar úr sögu þess. Teljast má það hókmenntalegur viðburð- ur, að ferðabók Hendersons er nú komin út á íslenzku. Hún á eigi aðeins erindi til prestanna, heldur einnig til náttúrufræðing- anna og allra þeirra, sem vilja kynna sér liagi manna og landshætti á fyrstu áratugum 19. aldar. — Fremst er formáli með efnis- yfirliti og inngangur um ferðabókina með æviágripi Hendersens eftir þýðandann, en á eftir ferðabókinni sjálfri eru nokkur orð um náttúruskoðarann Ebenezer Henderson eftir dr. Sigurð Þórarinsson og bókarauki, sem er ágrip af sögu íslenzku biblíunnar eftir Magnús Má Lárusson prófessor. Auk þess er nafnaskrá, ágæt mynd af Hender- son, landkort af íslandi og 16 heilsíðu- myndir. Allur frágangur bókarinnar er hinn vandaðasti og snyrtilegasti. Frábær kunnátta þýðandans í enskri tungu og alkurin vandvirkni hans í hvívettna er trygging fyrir því, að þýðingin muni vera eins vel af hendi leyst og framast er unnt, enda hefur liann ekki talið eftir sér ?ð leita aðstoðar sérfróðra manna um hvert það atriði, sem hann hefur ekki þótzt fylli- lega einfær um. Mun sú vandvirkni stappa nærri einsdæmi og er til fyrirmyndar, og mjög eykur hún gildi bókarinnar ásamt þeim mörgu smástílsgreinum, sem neðan- máls eru til skýringa og leiðréttinga um ínenn og málefni. Ferðabók Hendersons ættu sem flestir að eignast og lesa með alvöru. Hún er í senn bæði skemmtileg og holl aflestrar, rituð af hámenntuðum, útlendum mannvini, sem imni af alhug landi voru og þjóð. Seint fá- um vér fullþakkað honum og biblíufélag- inu, sem sendi hann; sömuleiðis þýðanda bókarinnar og útgefanda fyrir einstaka ^andvirkni og ósérplægni. /. R.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.