Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Síða 49
N.Kv.
35
Rudolf Herzog:
8agt til s^ndanna
— Smásaga —
Theophil Quitt var orðinn sjötugur. Hann
haíði hærzt og hvítnað í þjónustu lítillar
borgar í Meklenborg og aldrei hreyft sig
þaðan, frá því er hann lauk háskólagöngu
sinni eftir langt nám og lagði leið sína út í
borgaralegt líf. Hann hafði lesið guðfræði
og mátti gera sér einhvern mat úr þekkingu
sinni, en þá var fátt um preststöður þar
heima fyrir, og ef hann vildi ekki svelta til
bana í hið eftir lausu kalli, þá varð hann
að svipast eftir einhverri atvinnu, sem skyld
var fræðigrein lians. Hann sótti því um
kennarastöðu við gagnfræðaskólann og tók
um leið að sér þá skyldu, að halda morgun-
messu klukkan sex á hverjum sunnudegi.
Þannig leið liver áratugurinn á fætur
öðrum. Theophil Quitt var orðinn yfirkenn-
ari, og heilar kynslóðir höfðu grætt á vizku
hans í skólanum — eða þá hitt heldur;
mönnum kom ekki saman um það. Hann var
einstakt gæðablóð, vildi engin höft leggja á
írjálsræði unglinganna, og þess vegna
komst sá bragur á kennslustundir hans, sem
þótti í meira lagi alþýðlegur. Góðgirni hans
gat ekki séð neitt athugavert við að leyfa
nemendunum að fara úr jakka og vesti á
molluheitum sumardögum og sitja sjálfur á
skyrtunni í kennarastólnum, eða að einhver
bekkurinn, sem hafði staðið sig sérstaklega
vel, gæddi sér sameiginlega á ölglasi í hit-
anum. Að hans dómi lærðu strákarnir nóg
fyrir lífið í lítilli borg. Það var því
engin furða, að hann hlaut heiðursnafnið
„frændi“ og var alþekktur í borginni und-
ir því nafni.
Quitt frændi var farinn að kenna ellinn-
ar. Dag eftir dag hafði hann rækt skóla sinn
og morgunmessuna á hverjum sunnudegi —
eða réttara sagt ekki, því að af því að smá-
borgararnir voru of latir til að skríða und-
an hlýjum dúnsængunum eftir erfiði vik-
unnar, þá voru sjaldan þrír sarnan komnir
til morgunmessunnar klukkan sex, og fyrir
íærri þurfti Quitt frændi ekki að láta til sín
heyra. Ef svo ólíklega vildi til, að kirkju-
gestir fylltu þessa skilyrðislausu tölu, þá
kom hringjarinn á harðaspretti að rúmi
Quitts frænda til þess að færa honum þá
markverðu fregn. Slíkt hafði þó ekki kom-
ið fyrir í manna minnum, og borgin hafði
hægt og hljóðlaust gleymt morgunmessunni.
Þegar klukkunum var hringt, varð mönnurn
aðeins að orði: „Herra trúr — klukkan orð-
in sex! Jæja, hezt að bylta sér á hina hlið-
ina.“ —
Á sjötugasta afmælisdegi Quitts frænda
var borgarráðið saman kornið til alvarlegr-
ar ráðstefnu; rætt var um eftirlaunaveit-
ingu honum til handa, og með fullum laun-
urn átti hann að fá að njóta maklegrar
hvíldar. Tillagan var samþykkt —— gegn
einu mótatkvæði. Friedrich bakarameistari,
sem gat ekki sætt sig við að Quitt frænda
hafði ekki tekizt að gera „lærðan mann“ úr
slánanum, elzta syni hans, hafði greitt at--
kvæði á móti honum. Samt varð það því