Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Page 50

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Page 50
36 SAGT TIL SYNDANNA N. kv. ekki til fyrirstöðu, að gamla kennaranum væru veitt eftirlaunin eftir kennslustarf hans; kirkjuþjónustunni átti hann þó að halda áfram, enda var hún ekki talin koma til greina. Einn dag situr Quitt frændi, nýfengnu næði feginn, við eigið Irnrð í ráðhúskjall- aranum og gæðir sér á kvöldglasinu. Herra Fjúedrich bakarameistari er þar meðal gesta, og hver sopi, sem öldungurinn kingir á kostnað borgfélagsins, reitir hann meir og meir til reiði. Að lokum getur hann ekki á sér setið lengur og verður að taka lil máls. Hann má til að sýna skólakennaranum fram á, að hann hefði í rauninni ekki átt skilið miskunnsemi borgaranna. „Gott á bragðið -— ha?“ Oldungurinn lítur á hann og kinkar kolli. „Án þess að vinna fyrir því — er ekki svo? — Öekkí, þér hafið ekki lagt yður alltof mikið fram við skólakennsluna.“ Quitt frændi rekur upp stór augu og ætl- ar að svara, en hinn verður fyrri til og hell- ir af skálum reiði sinnar, bunar úr sér orða- flaum jneð fettum og brettum, svo að öld- ungurinn brosir stillilega og horfir ofan í glasið. „Lagt yður fram? Þér? Við hvað svo sem? Við kennsluna? Drottinn minn dýri — svei mér þá! Piltarnir hafa lært rugl, heimskulegt bull og annað ekki! Þér eruð pokaprestur, en sannarlega enginn skóla- kennari, og það er höfuðskömm fyrir borg- ina, að annar eins maður skuli hafa komið nálægt gagnfræðaskólanum.“ Þá tekur Quitt frændi upp hjá sér vasa- bók og blýant og fer að skrifa með mestu hægð. Svo stríkur liann hvítt skeggið, lítur á bakarameistarann, sem verður hvumsa við, og spyr rólega: „Eruð þér búinn, góður?“ „Já, nú er ég búinn.“ „Þá er röðin komin að yður að hlusta á. Takið nú vel eftir.“ Og svo les hann næst- um því orðrétt upp ræðu andstæðings síns, les ljana hægt jneð öllum brigzlum og meið- yrðum, svo að bakarameistaranum fer ekki að verða um sel; svo skellir hann aftur bók- inni og segir: „Þetta hafið þér sagt, er ekki svo, góð- ur?“ Bakarameistarinn ekur sér í sætinu og klórar sér í höfðinu. „Jú, ég sagði það, en — nei, mér var mi ekki meir en svo alvara.“ „Þér sögðuð nákvæmlega þetta, og þið nágrannar mínir, Schwarzkopf og Briill- mann, eruð vitni að því.“ Síðan tæmdi Quitt frændi glas sitt, gekk upp í ráðhúsið og lagði fram kæruskjal sitt. Friedrich bakarameistari varð að greiða hundrað mörk til fátækra. Upp frá þeirri stundu hugði bakarameist- arinn á hefndir, og allt í einu datt hann nið- ur á ráð, sem kallast mætti djöfullegt, ef ekki væri lielgislikja á því. Friedrich bak- arameistari gerðist kirkjurækinn, og það svo mjög, að hann gat ekki beðið þeirrar stundar, er aðahnessan byrjaði, heldur rak þörfin hann einnig til að njóta morgunmess- unnar klukkan sex. Til þess að ná samán þremur áheyrendum, svo sem nauðsynlegt var, gaf hann á hverjum sunnudegi gamalli konu körfu af hveitibrauði og námspilti sín- uni nokkra löðrunga, og svo sátu þau þann- ig þrjú saman á kirkjubekknum og biðu Quitts frænda, sem lá í rúmi sínu og gapti af undrun, þegar honum barst þessi skelf- ingarfregn hringjarans. Tíu mínútum síðar var hann kominn upp í prédikunarstólinn grútsyfjaður, til þess að lesa upp einn kapí- tula af guðspjalli dagsins. Og nú átti Quitt frændi ekki sjö dagana sæla. Hvern sunnudaginn á fætur öðrum

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.