Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Blaðsíða 50

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Blaðsíða 50
36 SAGT TIL SYNDANNA N. kv. ekki til fyrirstöðu, að gamla kennaranum væru veitt eftirlaunin eftir kennslustarf hans; kirkjuþjónustunni átti hann þó að halda áfram, enda var hún ekki talin koma til greina. Einn dag situr Quitt frændi, nýfengnu næði feginn, við eigið Irnrð í ráðhúskjall- aranum og gæðir sér á kvöldglasinu. Herra Fjúedrich bakarameistari er þar meðal gesta, og hver sopi, sem öldungurinn kingir á kostnað borgfélagsins, reitir hann meir og meir til reiði. Að lokum getur hann ekki á sér setið lengur og verður að taka lil máls. Hann má til að sýna skólakennaranum fram á, að hann hefði í rauninni ekki átt skilið miskunnsemi borgaranna. „Gott á bragðið -— ha?“ Oldungurinn lítur á hann og kinkar kolli. „Án þess að vinna fyrir því — er ekki svo? — Öekkí, þér hafið ekki lagt yður alltof mikið fram við skólakennsluna.“ Quitt frændi rekur upp stór augu og ætl- ar að svara, en hinn verður fyrri til og hell- ir af skálum reiði sinnar, bunar úr sér orða- flaum jneð fettum og brettum, svo að öld- ungurinn brosir stillilega og horfir ofan í glasið. „Lagt yður fram? Þér? Við hvað svo sem? Við kennsluna? Drottinn minn dýri — svei mér þá! Piltarnir hafa lært rugl, heimskulegt bull og annað ekki! Þér eruð pokaprestur, en sannarlega enginn skóla- kennari, og það er höfuðskömm fyrir borg- ina, að annar eins maður skuli hafa komið nálægt gagnfræðaskólanum.“ Þá tekur Quitt frændi upp hjá sér vasa- bók og blýant og fer að skrifa með mestu hægð. Svo stríkur liann hvítt skeggið, lítur á bakarameistarann, sem verður hvumsa við, og spyr rólega: „Eruð þér búinn, góður?“ „Já, nú er ég búinn.“ „Þá er röðin komin að yður að hlusta á. Takið nú vel eftir.“ Og svo les hann næst- um því orðrétt upp ræðu andstæðings síns, les ljana hægt jneð öllum brigzlum og meið- yrðum, svo að bakarameistaranum fer ekki að verða um sel; svo skellir hann aftur bók- inni og segir: „Þetta hafið þér sagt, er ekki svo, góð- ur?“ Bakarameistarinn ekur sér í sætinu og klórar sér í höfðinu. „Jú, ég sagði það, en — nei, mér var mi ekki meir en svo alvara.“ „Þér sögðuð nákvæmlega þetta, og þið nágrannar mínir, Schwarzkopf og Briill- mann, eruð vitni að því.“ Síðan tæmdi Quitt frændi glas sitt, gekk upp í ráðhúsið og lagði fram kæruskjal sitt. Friedrich bakarameistari varð að greiða hundrað mörk til fátækra. Upp frá þeirri stundu hugði bakarameist- arinn á hefndir, og allt í einu datt hann nið- ur á ráð, sem kallast mætti djöfullegt, ef ekki væri lielgislikja á því. Friedrich bak- arameistari gerðist kirkjurækinn, og það svo mjög, að hann gat ekki beðið þeirrar stundar, er aðahnessan byrjaði, heldur rak þörfin hann einnig til að njóta morgunmess- unnar klukkan sex. Til þess að ná samán þremur áheyrendum, svo sem nauðsynlegt var, gaf hann á hverjum sunnudegi gamalli konu körfu af hveitibrauði og námspilti sín- uni nokkra löðrunga, og svo sátu þau þann- ig þrjú saman á kirkjubekknum og biðu Quitts frænda, sem lá í rúmi sínu og gapti af undrun, þegar honum barst þessi skelf- ingarfregn hringjarans. Tíu mínútum síðar var hann kominn upp í prédikunarstólinn grútsyfjaður, til þess að lesa upp einn kapí- tula af guðspjalli dagsins. Og nú átti Quitt frændi ekki sjö dagana sæla. Hvern sunnudaginn á fætur öðrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.