Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Síða 52
38
SAGT TIL SYNDANNA
N. kv.
mun að gera hrifnæman fyrir sannri hugg-
un. Svo var klukkunum hringt í annað sinn.
Þá var Quitt frændi einmitt að leggja út af
illkvittni, meiðyrðum og virðingarleysi fyr-
ir hvítum hærum æruverðugrar elli. Fyrstu
kirkjugestirnir utan úr sveit voru farnir að
tínast inn í kirkjuna, og á hverri stundu
mátti búast við, að kunnugir kæmu. Það var
líkast því sem bakarameistarinn sæti á nál-
um eða brennandi glóðum, hann tók út
heljarkvalir og svitinn draup niður af enni
hans; honum fannst hann vera svo hörmu-
lega lítill, hlægilegur og yfirbugaður.
„Vér sláum botninn í í dag,“ mælti Quitt
frændi; tíminn heimtar það. Ekki er það
ræktarleysi, sem tálmar því, að ég geti
tryggt yður hjálp mína lengur. A sunnudag-
inn kemur höldum vér áfram, þar sem vér
höfum numið staðar í dag.“
Morgunmessunni var lokið. Eins og veiði-
hundur, sem sleppt er úr bandi eftir langa
togstreitu, skauzt bakarameistarinn eftir
framkirkjunni út í dyrnar. A eftir honum
Iialtraði konuskepnan eftir strætinu, til þess
að láta hann vita, að upp frá því afsalaði
hún sér brauðkörfunni. En heima fyrir
undraðist námssveinninn, að meistarinn
\irti hann ekki viðlits, hvað þá að hann
Iöðrungaði hann, heldur lokaði sig inni all-
an daginn og neytti hvorki matar né drykkj-
ar.
Quitt frændi mátti sofa af sér næstu
morgunmessu. Tryggu kirkjugestirnir þrír
höfðu afsalað sér frekara bænahaldi af
frjálsum vilja, og þar við sat framvegis.
Gamli prestlærði yfirkennarinn fékk að
njóta eftirlauna sinna á elliárunum í næði
og friði. Eftir sem áður drekkur hann kvöld-
glasið sitt við eigið borð í ráðhúskjallar-
anum, þar sem Friedrich bakarameistari
gætir þess með einstakri skyldurækni, að
Quitt frændi þurfi ekki að þoka úr heiðurs-
— (liaiiuui^ögnr —
Á sjó.
Sjómaður nokkur á langleiðum var unn-
ustu sinni heima fyrir ákaflega trúr og leit
aldrei við nokkrum kvenmanni, þar sem
hann kom í höfn. Því miður var unnustan
ekki eins föst í rásinni og hann, því að eitt
sinn, er hann kom til Shanghai í Kína,
beið hans þar uppsagnarbréf frá henni.
„Eg er lofuð öðrum,“ skrifaði hún, „og nú
þakka ég þér fyrir góða viðkynningu og bið
þig að senda mér ljósmyndina af mér, sem
ég gaf þér í fyrra —“ o. s. frv. Sjómannin-
um varð svo mjög um þetta, að félagar hans
tóku sig saman um að hefna fyrir tryggða-
rofin. Þeir söfnuðu saman öllum þeim
stúlkumyndum, sem þeir náðu í og sendu
þær stúlkunni ásamt mynd hennar sjálfrar,
en bögglinum fylgdi þessi miði: „Þakka
fyrir bréfið frá þér. Gerðu svo vel að taka
myndina af þér úr bunkanum; ég man því
miður ekki með vissu, hver myndin er af
þér — og sendu mér svo hinar aftur.“
Einkennilegt róðlag.
Kona rétti manni sínum lnúgu af ó-
greiddum reikningum. Hann blaðaði í þeim
--*og varð að orði: „Er það nú ráðlag! Við
eyðum peningum, sem við eigum ekki, í
dót, sem við höfum ekkert með að gera, til
þess að miklast af í augum fólks, sem við
skiptum okkur ekkert af.“
sessinum við háborðið, ef einhver ókunn-
ugur maður skyldi rekast þangað af til-
viljun.
Og í borginni litlu gengur annars allt
sinn vanagang.
/. R. þýddi.