Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Síða 53
N. Kv.
39
C. S. Forester:
Brown Iiism |iruuÍMkisi
Jónas Rafnar þýddi.
Framh.
Líitz skipherra þurfti ekki annað en líta
inn í lónið til að sannfærast um, að þarna
var hið æskilegasta skipalægi; þar var hlé
fyrir öllum vindum, og hann hugsaði til
þess með tilhlökkun, að innan fárra daga
yrði viðgerð á skipinu lokið, ferðinni hald-
ið áfram yfir Kyrrahaf og kaupskipaflota
Breta sökkt unnvörpum. Hann fór mjög
hægt og varlega inn mynnið, því að leiðin
var ekki nákvæmlega könnuð, sendi bát á
undan og lét mæla dýpið jafnóðum. „Ziet-
hen“ skreið gætilega inn á milli klettanna
og komst heilu og höldnu inn á lónið. Þar
var kæfandi hiti, því að sólin hellti brenn-
heitum geislum niður á vatnsflötinn og
klettana, og enginn goluþytur barst þangað
utan frá. „Ziethen“ vék sér afar hægt til
hliðar og lét stafnakkerið falla; það nam
við botn æðilangt frá miðju lónsins og mesta
dýpinu; síðan var skipinu hagrætt með
gætni og akkeri látið falla frá skutnum. Véi
og nákvæmlega var að öllu farið, eða það
fannst Brown, þar sem hann stóð við eitt
skotaugað og horfði á með mikilli eftirtekt.
Jafnskjótt sem „Ziethen“ var lagztur, íók
skipshöfnin til starfa. Hættulegt gat verið
að liggja lengi í landsýn, þótt óbyggð væri
allt í kring, og varð því að hafa hraðann á,
svo að „Ziethen“ kæmist út á rúmsjó, gæti
gegnt ætlunarverki sínu og neytt vopna
sinna, ef þörf gerðist. Kyndararnir tæmdu
kolarúmin á stjórnborða og færðu kolin yfir
á bakborða. Eins var farið að við skotfæra-
geymsluna, og jafnvel þyngstu fallbyssurn-
ar voru með mestu erfiðismunum færðar
þangað líka. Það er enginn leikur að halla
vígbúnu herskipi á hlið, og færa þarf
hundruð lesta til að ná eins fets halla, þeg-
ar svo stendur á; getur það auk þess verið
mjög varasamt, svo að engu megi muna,
þegar skipið er brynvarið. Var því engin
furða, þótt „Ziethen“ væri full þörf á skjól-
inu við Resolution, á meðan lappað var
upp á hann.
Þegar Brown fékk að fara upp á þilfar
undir gæzlu hjúkrunarmannsins, tók hann
grandgæfilega eftir öllum aðstæðum. Hann
horfði upp á snarbrött klettaböndin og fann,
að þilfar skipsins hallaðist meir og meir. Ef
óvinir með sex þumlunga fallbyssu væru
þarna uppi í klettunum, þá væri úti um „Zi-
eíhen“! Þilfarið yrði rutt með fám skotum
og viðgerðarmönnunum á stjórnborða yrði
ekki hlíft stundinni lengur, ekkert yrði að
gert og „Ziethen“ mundi annað hvort
sökkva eða að verða að flýja burt í skyndi!
Idann athugaði aftur gætilega hrjóstruga
klettana. Fjarlægðin var naumast meiri en
íjórðungur mílu — innan riffil-skotfæris!
R iffilskotfæri! Brown datt nokkuð í hug, og
blóðið tók að sjóða í æðum hans. Hann
sneri sér undan, svo að gæzlumann hans
grunaði ekki neitt. Hann starði stöðugt upp
í klettana og velti fyrir sér fyrirætlun sinni;
hann fann engar fráleitar veilur í henni.
Þegar Brown kom aftur undir þiljur, leit
hann snöggvast inn til hinna særðu félaga
sinna og fór svo að bollaleggja áform sitt.
Ef hann gæti tafið viðgerðina á „Ziethen“