Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Blaðsíða 54
40
BROWN ÞRAUTSEIGI
N. kv.
fcvo að um munaði — hvað þá ef hann gæti
Lrakið hann óviðgerðan út á rúmsjó •— þá
var mikið unnið. Vafalaust voru brezk her-
slcip að leita hans, og því lengur sem hann
yrði að halda kyrru fyrir, því meiri líkur
voru til að hafa upp á honum. Fregnirnar
af afdrifum „Charybdisar“ hlutu að hafa
komið mörgum skipum á slóð hans. Ef unnt
væri að halda „Ziethen“ óvirkum í nokkra
daga, þá hlaut allt að fara vel. Að vísu gat
það kostað hann lífið, en hvað um það —
Nelson, Blake og Drake höfðu líka látið líf-
ið í öðrum stýrjöldum. Þó að honum, tví-
tugum manninum, rynni kalt vatn milli
skinns og hörunds, þegar hann iiugsaði til
dauðans, þá breytti það í engu áformi hans
né hélt aftur af honum. Áhrif Agöthu
Brown höfðu borið ávöxt, og ef til vill bætti
það líka um, að forfeður hans í karllegg
höfðu verið vígreifir sjóliðsforingjar mann
fram af manni.
Flótti Browns var ósköp éinfaldur í fram-
kvæmd, og það var hann mestmegnis vegna
þess, að enginn bjóst við, að hann kærði sig
um að flýja — hver mundi líka hafa löng-
un til að vera skilinn einn eftir á vatnslausri
eyju? Svo var það á hinn bóginn léttir að
yera laus við hann, því að á víkingaskipi
eru herfangar til óþæginda; ef þeir eru lok-
aðir inni í öryggis-skyni, þá er það ill með-
ferð, og engan langaði til að gera Brown
neitt til meins. Raunar var hægt að láta
hann hjúkra sáru Bretunum, en samt var
verra en ekki að hafa hann á skipinu.
Við endann á göngunum framan við
sjúkraklefann stóð hengigrind fyrir vopn;
héngu tólf rifflar í grindinni og tólf sam-
slæður skotfæra. Af því að „Ziethen“ var
víkingaskip, varð hann að geta sent vopn-
aða menn yfir í önnur skip eða til land-
göngu, ef svo stóð á, og rifflar þessir og
skotfæri voru ætluð einhverri bátshöfninni.
Brown hafði tekið eftir þessu oftar en einu
sinni, en nú opnaði hann hurðina og lædd-
ist hljóðlega fram fyrir, til nánari athug-
unar. Rifflarnir voru vel smurðir, svo sem
nauðsynlegt er í hitabeltinu. Allur útbún-
aðurinn var í beztu reglu, svo að grípa
mátti til hans, hvenær sem var. Hann þreif-
aði í pokana; þei.r voru fullir, sextíu sam-
stæður skothylkja í hverjum. I leðurpokun-
iim aftan á hverju belti voru tveir allþungir
Lögglar — dagsnesti í hvorum. Váínsflösk-
urnar voru samt tómar. Brown greip tvær
þeirra, læddist aftur inn í sjúkraklefann og
fyllti þær. Hanit hlustaði vandlega, en
heyrði engan umgang og læddist aftur fram.
Hann tróð báðum vatnsflöskunum í sarna
beltið, tæmdi pokana úr öðru belti og fyllti
vasa sína með skotfærum. Nesti tók hann
úr öðru belti og batt það á sig, og þá var
hann tilbúinn að flýja. — Ef hann gat ekki
tafið „Ziethen“ um heila viku, þar sem
hann hafði nesti og vatn til tveggja daga og
120 samstæður skothylkja, þá var hann illa
svikinn!
Það var sitt hvað að vera tilbúinn að
ílýja og vera kominn á land á Resolution
með allt sitt farteski. Brown vissi vel, að
allt gat mistekizt og þá yrði honum holað
niður í fangageymslu, þaðían sem hann
mundi ekki eiga afturkvæmt. Samt varð að
hætta á það. Hann hafði metið líkindin og
talizt svo til, að þau væru ekki mjög fráleit.
Hann þurfti á stillingu og heppni að halda.
Hvað sem stillingunni leið, þá var það
skyldan, sem rak á eftir honum, og hún var
algerlega óeigingjörn og persónulaus. Hann
var eins konar vígvél, lifandi að vísu, en
ekki viðkvæmari en aðrar vélar.
Niðamyrkur var úti; nýkviknað tunglið
var ekki komið, upp fyrir hæstu brúnir eyj-
arinnar, svo að engri ljósglætu sló á lónið
eða skipið. Brown lyfti útbúnaði sínum upp