Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Qupperneq 55
N, kv. BROWN ÞRAUTSEIGI 41
á axlir sér og spennti hann fastan; svo tók
hann riffil, batt hann við sig og læddist var-
lega upp á þilfarið. Hann fikaði sig í
myrkrinu skríðandi að bát á bakborða;
varðmaðurinn varð hans ekki var.
Brown skar með hnífnum bindingana af
yfirbreiðslu bátsins, seildist undir hana og
náði eftir litla leit í tvö björgunarbelti, sem
þar voru geymd. Oðru þeirra vafði hann
utan nm riffilinn eins þétt og hann gat; það
hefði orðið Ijóta sneypuförin, ef vopnið
hefði sokkið og hann slæðzt vopnlaus á land
á Resolution. Hinu beltinu vafði hann um
sig. Síðan dró hann út eitt af stögum báts-
ins og lét það síga hægt niður utanborðs. Þá
batt hann riffilinn við sig, greip um stagið
og skreið út fyrir borðið. Honum var mjþg
erfitt um að hreyfa sig vegna þess, hvað
björgunarbeltin voru fyrirferðarmikil og
farangurinn þungur, en með því að neyta
þolinmæði og krafta tókst honum að fika
sig niður stagið, án þess nokkuð heyrðist til
hans. Að lokum fann hann vatnsborðið und-
ir fótum sér og lét sig síga varlega niður,
þangað til höfuðið eitt stóð upp úr, en
björgunarbeltin vörnuðu því, að hann sykki
dýpra. Eftir það gekk allt betur; hann
spyrnti sér varlega frá skipshliðinni, lagð-
ist á bakið með riffilinn á brjóstinu og
svamlaði afar gætilega í áttina að landi.
Vatnið var nýmjólkur-volgt. Hálfri stundu
síðar bar hann að klettunum, en tíu mínút-
ur enn varð hann að svamla með fram þeim,
þangað til hann gat náð fótfestu í fjöruborð-
inu og risið upp og litið í kringum sig.
Rönd af nýjú tungli var þá komin upp, og
við glætuna af því gat hann greint snar-
bratta brekku fyrir ofan sig. Hann snaraði
byrðinni fyrst af sér, lagaði hana síðan og
hagræddi sem bezt hann gat og svo hóf hann
örðuga klifurgöngu upp stórgrýtta brekk-
una.
Brown vissi raunar ekkert um Galapagos-
eyjar, og satt að segja vissi hann ekki held-
ur, að hann var þangað kominn; þess vegna
gerði hann sér enga grein fyrir, hve hræði-
lega örðugleika hann ætti í vændum. Eyjan
er eitt klungurhraun, vaxin kaktus hátt upp
í hlíðar; ef klifra átti faðms lengd, varð að
klöngrast yfir hrufótt stórbjörg og gegnuiu
göddótta kaktusrunna, svo að innan skamms
var hann allur hruflaður á höndum og fót-
um, og fötin héngu í tætlum utan á honum;
eftir fyrstu tuttugu faðmana var hann löð-
ursveittur, lafmóður og staðuppgefinn; hon-
um leizt ekki á blikuna. En fátt er svo með
öllu illt, að ekki fylgi nokkuð gott. Ef send-
ir yrðu vopnaðir sjóliðar á eftir honum,
rnundi leiðin verða þeim jafnerfið og sein-
farin og honum, og ef hann lægi þá í hent-
ugu fylgsni með riffilinn, mundi hann hæg-
lega geta varizt mannmörgum hóp þeirra.
Áfram hélt hann samt fálmandi eftir hand-
festu og fótfestu í myrkrinu, skreið innan
um stórgrýti og slútandi dranga, þangað til
hann staðnæmdist að lokum undir egg-
hvassri strýtu á brekkubrúninni. Honum
leizt svo á, að þar væri gott fylgsni og að-
staða til varnar, lagðist niður með riffilinn
við hlið sér, máttlaus af þreytu, og stein-
sofnaði.
13. kapítuli.
Um það leyti, sem Brown var að klifra
upp brekkuna á Resolution og lá í fasta-
svefni undir klettastrýtunni, voru mikil tíð-
indi á ferðum. Frá stöðvum á meginlandinu
höfðu „Ziethen“ borizt loftskeyti þess efn-
is, að von Spee hefði ráðizt að hring óvina-
herskipa, sem að honum steðjuðu. Brezki
flotaforinginn Cradock hafði mætt honum
með tveim léttvopnuðum beitiskipum á móti