Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Qupperneq 56

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Qupperneq 56
42 BROWN ÞRAUTSEIGI N. Kv. tveim þungvopnuðum. Cradock hefði getað íorðazt vopnaviðskipti og haldið sig að seinskreiðu vígskipi, sem var tvö hundruð niílum á eftir honum, en hann þorði ekki að eiga undir því að missa talcið af óvini, sem til þessa hafði reynzt háll og afsleppur. Hann lagði því ótrauður til orrustu í þeirri von, að takast mætti að laska von Spee, svo að um munaði; en hann var ekki eins hepp- inn og „Charybdis“ var í viðureigninni við „Ziethen“. „Scharnhorst“ og „Gnéisenau“ sökktu „Monmauth“ og „Good Hope“, og von Spee var um stundarsakir einráður á Kyrrahafi suðaustanverðu. Saltpétursskip- in, sem voru fjöreggið í sprengjusmíði Breta, kúrðu inni í höfnunum í Chile, með- an sigurvegarinn, von Spee, sveimaði þar með ströndum fram, og flotastjórnin í Lon- don var önnum kafin við að fylla í skarðið, sem von Spee liafði brotið í skipahringinn í kringum hann. Sigur von Spees hafði að vísu enga úrslitaþýðingu, því að hvað gátu tvö þungvopnuð beitiskip afrekað á móti flota, sem hafði um þrjátíu vígskipum á að skipa, en þetta gat verið brezka ráðuneyt- inu mjög ónotalegt. „Emden“ lék enn þá lausurn hala á Indlandshafi og sökkti skip- um daglega, og enginn vissi, hvað „Ziet- hen“ leið; mátti því á hverri stundu búast við nýjum spellvirkjum, og meðan von Spee og flotadeild hans var með fullu fjöri, gat svo farið, að ráðuneytið fengi vantrausts- yfirlýsingu og yrði að segja af sér; en af- leiðingar af stjórnarskiptum gat enginn ráð- ið í. Að vísu þorði „Ziethen“ ekki að lit- varpa fregninni um sigur sinn yfir „Char- ybdis“, á meðan hann lá í lamasessi, en liann hugsaði gott til glóðarinnar, þegar viðgerð væri lokið og hann kominn út á rúmsjó; þá var tími til kominn að básúna sigurinn út, svo að Lundúna-blöðin flyttu fregnina á forsíðu: „Flotinn hefur enn beð- ið stórtjón á Kyrrahafi“ — og það gat að líkindum orðið banabiti ráðuneytisins! Liitz skipherra gerði sér ljósa grein fyrir þessu, þegar hann var að lesa loftskeytin, sem bárust að hrönnum saman, og hann var fullur eftirvæntingar og óþolinmæði, þegar hann var að líta eftir slagsíðu skipsins og Lvernig smíðunum og vélamönnunum gengi að hnoða nýjar stálplötur fastar fyrir gap- andi gatið á kinnungi „Ziethens“. Þetta þoldi enga bið. Tólf stundum frá dögun varð allt að vera komið í lag, plöturnar ríg- fastar, skipið komið út á rúmsjó og sigur- inn heyrinkunnur. Um leið ætlaði hann að senda leynierindreka Þjóðverja loftskeyti þess efnis, að hann þyrfti á kolurn að halda, og sammælast við kolaskip það, er sent yrði. Von Lutz var svo fullur eftirvæntingar, að hann lét sér ekkert bilt við verða, þegar honum var sagt, að enski sjóliðinn væri strokinn og hefði lmuplað með sér riffli. Strok fangans gerði hvorki til né frá, en von Liitz furðaði sig á, til hvers hann ætlaði að nota riffilinn, úr því að engin líkindi voru til, að hann yrði eltur. Hann lét sér nægja að stinga hjúkrunarmanninum og varð- manninum á efra þilfari í fangaklefa ■—- svona rétt til þess að breyta ekki út af reglugerðinni um aga á herskipum. Brown vaknaði í dögun og var þrekaður, þreyttur og þyrstur, en hann lét sér nægja tvo gúlsopa úr vatnsflöskunni. Hann leit á riffilinn; eins og hann hafði búizt við, hafði smurningin varið málminn svo vel fyrir vætunni, að hvergi var ryðblett að sjá. Hann opnaði hólfið í skeftinu, tók upp olíudós- ina og hreinsarann og strauk hlaupið að innan. Hann hafði aldrei áður farið með Mauser-riffil, en tilfærur hleðslu og miða voru svo einfaldar, að þær stóðu honum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.