Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Qupperneq 57
N. Kv.
BROWN ÞRAUTSEIGI
43
þegar augljósar; hann fyllti skotgeyminn
og beið, viðbúinn öllu.
Tæpum fjórðungi mílu fyrir neðan iá
„Zietben“ grafkyrr inn undir miðju lón-
inu. Vatnsflöturinn í kringum hann var
spegilsléttur, nema hvað aðeins vottaði fyr-
ir gárum við skutinn og akkerisfestarnar af
aðfallinu; það var líkast því sem ekkert líf
leyndist með honum, nema upp úr reyk-
háfnum rauk lítið eitt.
Þegar betur birti, fór Brown að geta
greint hvítklæddar mannverur á þilfarinu
og efri pöllunum, og þá fór hann að hand-
fjalla rifilinn og miða á mennina til skipt-
is, en gætti þess þó að snerta ekki gikkinn;
skothylkin voru of dýrmæt til að eyða þeim
á hvern sem var. Rétt á eftir var hvíta merk-
ið með svarta krossinum dregið að hún;
vinnudagurinn á „Ziethen“ var runninn
upp, og jafnskjótt var tekið til verka á
stjórnborða. Brown sá greinilega, að byrjað
var á því, sem hann beið eftir. Tveir hengi-
pallar voru látnir síga niður kinnunginn,
hvor sín megin sprengjugatsins, og livít-
klæddir menn fetuðu sig eftir kaðalstigum
niður á þá. Losa varð .um rifnu plöturnar,
ijarlægja þær og festa nýjar í staðinn.
Brown lyfti rifflinum upp að öxlinni og
lagði kinnina að skeftinu. Meðan hann var
að taka miðið, flaug honum margt í hug.
Ef hann tæki ekki í gikkinn, mundi hann
ekki verða eltur; gert yrði við „Ziethen“ og
hann mundi sigla sína leið, en sjálfur
mundi hann verða eftir og ef til vill kom-
ast þaðan á einhverju skipi, sem slæddist
fram hjá. Ef hann hleypti af og deyddi ein-
hvern sjóliða á „Ziethen“, mundu hundruð
þýzkra sjóliða verða svarnir óvinir hans og
ekki hætta, fyrr en þeir gengju af honum
dauðum. Dauðinn lá öðrum megin hryggj-
ar, en líf og frelsi hinum megin; hann varð
að velja um á stundinni, en ástæða til að
hika við. Samt hikaði hann ekki hót. Kvöld-
ið áður hafði hann tekið ákvörðun, og þeg-
ar maður eins og Brown tekur ákvörðun, þá
er hvorki staður né stund til að hika.
Hann miðaði vandlega. Gegnum sýling-
una á afturmiðinu gat hann séð hvítan þrí-
hyrning — hvíta treyjú manns á hengipall-
inum. Broddur frannniðsins nálgaðist sýl-
inguna, mjakaðist hægt upp á við, þangað
til hann var í beinni línu við hana. Brown
hélt snöggvast niðri í sér andanum, þreif-
aði eftir gikknum, þrýsti á hann og hleypti
af. Snöggur hvellurinn bergmálaði í klett-
unurn í kring.
Zimmermann vélvirki var í bezta skapi
yfir því að eiga að bora burt hnoðnaglana
á skemmdu stálplötunum. Hann hlístraði,
rneðan hann var að tína til verkfærin og
kastaði gamanyrðum til þeirra þriggja
manna, sem með honum voru á hengipallin-
um. Hann hafði alltaf haft mætur á verk-
færum og vélum og hlakkaði til að taka á
kunnáttu sinni. Honum varð ekkert hugsað
heim til sín í Hamborg, jafnvel ekki til eig-
inkonunnar ungu, sem hann hafði ekki séð
í átján mánuði; hann gaf sig allan að verk-
inu. Þá smaug eitthvað inn í vinstri síðuna
á honum rétt við hjartað, hann kenndi stings
og svo féll hann dauður út fyrir handriðið
á pallinum, en í fallinu festi hann fótinn
milli rimla og hékk þannig, að höfuðið
vissi niður. Á plötunni, sem hann hafði ver-
ið að fást við, sást málmsletta eftir kúluna,
sem smogið hafði í gegnum hann og síðan
flatzt út. — Ekkjunum í Hamborg hafði
fjölgað um eina.
Fyrst í stað virtist enginn taka eftir því,
þegar Zimmermann féll út af pallinum og
hékk þar öfugur; en Brown sá hann falla,
smellti til skothleypi riffilsins, miðaði aft-
ur tafarlaust og hleypti af. Annar maður,
sem einmitt var að gá að Zimmerman, féll