Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Qupperneq 58

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Qupperneq 58
44 dauður niður, og maður á liinum pallinum íór sömu leiðina; fjórði maðurinn þaut dauðskelkaður upp kaðalstigann. Brown skaut enn þrem skotum á menn, sem af for- vitni þyrptust saman á þilfarinu stjórn- borða megin; en þá varð þeim svo bilt við, að liver sem betur gat forðaði sér í skjól, og að svipstuudu liðinni var þar enginn eft- ir. „Ziethen“ lá letilega við akkeri sín, grár og hörkulegur; fallbyssur hans göptu þegj- andi út í loftið; á kinnungnum hékk hvít- klætt lík Zimmermanns vélvirkja, en á pall- inum lágu eftir tvær hvítar þústur; það voru íélagar lians tveir, er fallið höfðu, en sá þriðji hafði dottið í sjóinn. Þarna var glöggt dæmi um mátt og um leið vanmátt vélanna nú á tímum. Oðrum mqgin va'r ,,Ziethen“', vopnaður tíu sex þumlunga fallbyssum, með mörg hundruð manna áhöfn og vélakost þúsunda hestafla, en hinum megin var tvítugur piltur, hátt á þriðju alin að hæð, sem bauð „Ziethen“ birginn og virtist hafa töglin og hagldirnar. En það var riffillinn einn, sem tryggði Brown yfirtökin — þetta handhæga, snotra og öfluga tæki, sem svo oft hefur ráðið úr- slitum í.viðureign við dýr og menn. Brown var engin afburða-skytta, en það þarf ekki heldur neina sérstaka skotfimi til að hitta menn á alllöngu færi, þegar þeir sjást allir, eru hvítklæddir og baksýnin er dökk. Hann kunni allvel með riffil að fara, og það nægði. Hann hagræddi sér í fylgsni sínu og beið átekta. -— Mannshöfuð gægðist fram undan fremsta reykháfnum á „Ziethen“. Brown skaut, en hitti ekki, og það þótti hon- um afleitt. A „Ziethen“ ríkti hin mesta gremja, og hefði ekki orðið nema gremjan ein, ef ekk- crt manntjón hefði orðið. Foringjar og sjó- liðar hefðu gert gaman úr því, að einn brezkur fangi færi að troða illsakir við N. kv. þýzkt beitiskip — en að sjá fjóra félaga sína skotna og að vera tafðir við aðgerðina á skipinu, það gat ært óstöðugan. Frá skot- augum, glufum og smugum störðu þeir og athuguðu klettótta brekkuna vandlega, hvort unnt væri að koma auga á þenna bandvit- lausa Breta. Liitz skipherra var reiðastur allra og reigsaði viti sínu fjær á stjórnpall- inum, en þá small kúla á stoð rétt við eyrað á honum og þeyttist þaðan út í loftið. Jafn- vel von Lutz, einhver hinn röskasti og skýr- asti foringi í þýzka flotanum, gerði sér ekki ijósa grein fyrir, hve illa hann stóð að vígi. Hann skipaði svo fyrir, að leysa skyldi einn skipsbátinn, manna hann sjóliðum og láta þá sækja þenna brezka óþurftar-gemling, iifandi eða dauðan. Brown lá þolinmóður í hreiðri sínu. Þar sem hann lá, blasti skutur og stjórnborði skipsins við honum. Riffillinn lá í skoru milli tveggja hraunnibba, og sjálfur var hann í ágætu skjóli, sem bar svo hátt, að hann hafði fullkomið útsýni yfir brekkuna neðan undir; dreifðir kaktusrunnar skýldu á allar ldiðar, svo að ókleift var að sjá, livort nokkur lifandi vera leyndist þar. Brown var harðánægður með hreiðrið. Hit- inn gerðist lítt þolandi, en hann skeytti því engu. Nú fór að færast aftur líf í tuskurnar. Skipsbátur „Ziethens“, mannaður tuttugu sjóliðum, kom fram undan skutnum og renndi óðfluga að landi. Brown skaut hverju skotinu á fætur öðru og gerði mik- inn usla, áður en sjóliðarnir höfðu fleygt sér niður og leitað skjóls. Stýrimaðurinn féll, skotinn gegnum brjóstið, en foringi bátsins greip stýrið og hélt bátnum í stefnu, þegar næsta kúla Browns reif húfuna af höfði hans. Um leið skauzt báturinn í skjól undir slútandi hömrunum. Brown fyllti skotgeyminn að nýju. BROWN ÞRAUTSEIGI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.