Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Blaðsíða 59

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Blaðsíða 59
N. kv. BROWN ÞRAUTSEIGI 45 Þegar foringinn greip stýrið, sá hann fram á, að það var ekkert áhlaupaverk að fanga hrezka sjólíðann, þótt einn væri á r móti mörgum. A þrjátíu faðma færi gat riffilskytta valdið miklu tjóni í flokki manna, sem að honum réðst. Hér varð að við hafa alla fyrirhyggju, og hann gerði þær ráðstafanir, sem að hans dómi voru fullnægjandi. Hann hélt aftur af mönnum sínum, þegar þeir ætluðu að ryðjast upp úr hátnum og flana upp brekkuna. í skjóli undir brattanum við fjöruborðið dreifði hann mönnum sínum á hér um bil þrjátíu faðma sviði, leit eftir því, að rifflar þeirra væru hlaðnir, og gaf síðan merki til árásar. En það var annað en gaman að gera snöggt áhlaup í brekkunum á Resolution. Hrufótt hraungrjótið og eggjagrjótið og göddóttir, margflæktir kaktusrunnarnir voru a,lls staðar til trafala og töfðu í hverju spori, svo að sníglast varð áfram fet af feti; það hafði Brown orðið að reyna kvöldið áður. Brown, sem lá hreyfingarlaus í hreiðri sínu, fór nú að sjá mannshöfðum bregða fyrir neðar í brekkunni, og hann sendi skot í gegnum eitt þeirra. Hann fór sér að engu óðslega, en þegar höfuð, herðar og búkur voru að vega sig yfir stórgrýtið með mestu erfiðleikum, þá miðaði hann og hleypti af. A þrjátíu faðma færi er heill mannslíkami vandalítið skotmark. Brown hafði skotið sex skotum og hitt sex menn, þegar árásinni slotaði. Enginn, sem séð hafði næsta mann við hlið sér falla dauðan niður, gat af sér fengið að skríða yfir næsta steinrima og fá næstu kúlu í skrokkinn. Þeir tólf, sem eftir lifðu, lögðust niður, þar sem þeir voru komnir, og reyndu ekki að mjaka sér hærra upp. Þeir potuðu rifflunum fram fyrir sig og fóru að skjóta í áttina þangað, sem þeim taldist til, að Brown leyndist. Skothvellir riff'lanna rufu þá þögn, sem annars ríkti á eyjunni, og bergmáluðu frá einu kletta- bandi til annars. Þótt margir væru um einn, hafði Brown yfirhöndina enn sem komið var. Enginn í árásarliðinu vissi neitt ákveðið um, hvar hann leyndist. Hann var í forsælu bak við hraungrýti og kaktusa; það eina, sem hefði getað komið upp um hann, var framendinn á riffilhlaupinu og tveir eða þrír ferþuml- ungar af andliti í skugga á bak við, og til þess að greina þetta í hraungrýti, sem þak- ið var kaktus, þurfti meira en mannlegt auga. Brown stóð miklu betur að vígi. Hann var hærra uppi í brekkunni, hafði gott út- sýni yfir klettarimana fyrir neðan sig og var óþreyttur. Hann hafði marga óvini til að miða og skjóta á og vissi vel, hvert þeir voru komnir og hvar þeir lágu. Kúlurnar þeyttust upp eftir brekkunni og þyrluðu upp vikur-ryki og grjótdusti, þegar þær skullu á klettunum eða hvinu við, þeg- ar þær tættu sundur þykk kaktusblöðin, en engin þeirra kom nærri Brown. Hann tók þessu með mestu stillingu og fór aftur að narta í árásarmenn sína. Hann sá öðru hvoru í öxl á manni, fót eða höfuð, og þá miðaði liann vandlega og hleypti af. Hvell- irnir af skotum hans gáfu engan veginn til kynna, hvar hann leyndist, því að bergmál- ið, sem barst klett frá kletti, truflaði fyrir því, að unnt væri að greina, úr hvaðá átt þeir hærust. Dauðir menn og sárir lágu í gjótum og holum, og þeir fáu, sem eftir voru, þorðu ekki lengur að skjóta, heldur skriðu með mestu gætni niður brekkuna. Foringinn, sem var viti sínu fjær af æsingu, reis upp og ætlaði að stöðva menn sína, en þá hitti hann kúla beint í andlitið, og hann slengdist inn í flækju af gadda-kaktus. Svo varð allt kyrrt um stund. Brown strauk riffilhlaupið og renndi augunum fram og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.