Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Qupperneq 60

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Qupperneq 60
46 BROWN ÞRAUTSEIGI N. Kv. aftur um klettastallana, til þess að ganga lir skugga um, hvort nokkur nálgaðist hann neðan frá eða frá hlið. Þannig leið ein klukkustund. Þá var einn árásarmannanna svo ógætinn að teygja lítið eitt úr krepptum limum sínum, en við það fékk hann skot í hnéð og blæddi út á hálfri klukkustundu. Svo varð allt kyrrt aftur. Sólin var hátt á lofti, og hitinn var óþolandi. Mínúturnar urðu að klukkutímum, en þeir fáu sjóliðar, sem tókst að fika sig niður fyrir brekkuna, þorðu ekki að hreyfa sig og urðu að heyra hljóð og stunur særða félaga sinna aðgerða- lausir. Uti í „Ziethen“ var öllum ráðgáta, hvað á ferðum væri. Þeir höfðu séð bátinn lenda og heyrt skothríðina, og svo hafði hún hætt og að lokum var kyrrð komin á. Þeir gátu samt ekki ráðið í, hvað gerzt hafði. Þeir sáu bátinn í flæðarmálinu og varðmanninn ^itjandi í honum; auk þess þrjú eða fjögur lík, en landgönguflokkinn hvergi; það fannst þeim þó lítið að marka, þar sem alls staðar voru hraungjótur og kaktusstóð. Þá barst allt í einu sá orðrómur um allt skipið, að sjóliðarnir mundu hafa elt Brown upp í eitthvert gil, sem ekki sæist frá skipinu, og þar væru þeir að kreppa að honum. Oðruvísi gat það ekki verið. Þá gat ekki veriÖ nein hætta að hefja viðgerðina að nýju. Liitz skipherra hrann af óþolin- mæði eftir því að geta siglt aftur út og gaf skipun um að taka til verka. Ofan úr hreiðri sínu sá Brown hvít- klædda mennina stíga niður kaðalstigann cfan á hengipallana. Hann gaf þeim góðan tíma til að taka lík félaga sinna og draga þau upp á þilfarið, en svo tóku þeir til starfa. Þá fór hann að skjóta á þá, og hvell- irnir bergmáluðu í klettunum. Verkamenn- irnir féllu hver á fætur öðrum á pöllunum. Við þessa skothríð ofan frá espuðust sjó- liðarnir, sem skriðið höfðu í felur niðri undir flæðarmálinu, og gripu til riffla sinna; þeir voru öskuvondir yfir útreiðinni; sem þeir höfðu orÖið fyrir. Einn þeirra þóttist vita með vissu, hvar Brown leyndist, og sendi hvert skotið á fætur öðru í áttina til hans; þau komu niður nærri Brown og ein kúlan svo nærri, að hún þeytti grjótdusti í augu hans. Brown fann, að hann var í hættu staddur, lá grafkyrr og lagði sig all- an fram til að koma auga á þenna hættulega mótstöðumann sinn; hinum skeytti hann engu þá stundina. Loksins sá hann hann — eða eitthvað af honum að minnsta kosti; þarna var ljós treyjuboÖungur og dökkt hálsmál, hönd og vangi inni í skugga af stórum steini og bak við steininn eitthvað ljósleitt, líklega buxnaskálm. Sá, sem þarna lá, skaut í sífellu, og kúlurnar skullu á nær og nær. Brown miðaÖi, vandlega á samskeyti hálsmáls og treyju. Á þrjátíu faðma færi .gat honum varla skeikað, og jafnskjótt sem liann hafði hleypt af, tók Ijósatreyjan snöggt viðbragð. Maðurinn sást nú allur greinilega. Það var Ijóshærður piltur, ekki ólíkur Brown, og hélt vinstri hendi um hægri öxl, sem blóÖiö streymdi úr; andlitið var afmyndað af þjáningum. Brown lét það ekkert á sig fá, en sneri sér að hinum, sem létu kúlurnar rigna allt í kringum hann. Einn þeirra skaut hann til dauðs, en þá hættu hinir og skriðu niður í áttina til bátsins. Þá gætti varðmaður báts- ins sín ekki og skimaði í forvitni sinni upp yfir klettarimann til að gá að, hvað félög- um sínum liði. Brown sá höfuð hans og heröar bera við vatnsflötinn og sendi hon- um banaskot. Hann kenndi hvorki með- aumkunar né haturs. Liðið var að nóni. Brown hafði tafiÖ „Ziethen“ um sex klukkustundir, og það gat talizt góður árangur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.