Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Qupperneq 61

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Qupperneq 61
N. kv. BROWN ÞRAUTSEIGI 47 14. kapítuli. Hvítklæddum mönnum brá fyrir á efra þilfari „Ziethens“ hvað eftir annað. Svo klifruðu tveir þeirra niður kaðalstigann, og þótt fjarlægðin væri talsverð, þekkti Brown, að annar þeirra var læknirinn, sem hafði verið svo alþýðlegur við hann að skipta við liann gamanyrðum. Ósjálfrátt greip hann til liffilsins og miðaði, en svo mundi hann eft- ir hvíta flagginu og hætti við að skjóta. Mennirnir tveir beygðu sig yfir þá, sem á pöllunum lágu, lögðu á spelkur og hindi og síðan voru þeir, sem sárir voru, dregnir upp á þilfarið. í þ'eim svifum kom hreyfing á neðst í klettunum. Einhver þeirra, sem þar lá, þoldi ekki lengur við fyrir hita, sinadráttum og þreytu; hann var næst flæðarmálinu. Hann varpaði sér snögglega ofan fyrir lítinn stall niður í kaktusstóð, er þar var, og valt það- an niður að flæðarmáli. Kúla frá Brown þaut rétt við eyra honum, en í ofboðinu tók hann naumast eftir því. Hinir, sem eftir lifðu, fóru að dæmi hans og vörpuðu sér niður stallinn, og tókst þeim öllum að kom- sst í hlé, nema einum. Brown sendi honum kúlu í bakið. Af tuttugu og einum, sem í flokknum liöfðu verið í fyrstu, voru þrír eftir ósærðir, en allir voru þeir skrámaðir eftir hraunnihbur og kaktusgadda og föt þeirra gauðrifin. Þegar sárgramir foringjarnir á „Ziethen“ sáu mennina þrjá húka við hátinn, kom heldur en ekki hreyfing á merkitækið á stjórnpallinum. Hver spurningin rak aðra, og sjóliðarnir þrír gerðu sitt til að svara, en áttu ekki hægt um vik, því að ekki þorðu þeir að standa uppréttir af ótta við kúlur frá Brown. Samt tóku þeir upp vasaklúta sína og reyndu að svara með þeim, og gekk það misjafnlega, þó að oftast mætti svara hverri spurningu með einu orði, t. d.: „Hvar eru hinir?“ „Dauðir.“ „Hvar er Stiirner yfirforingi?“ „Dauður.“ „Hve margir voru á móti ykkur?“ „Einn.“ Einni spurningu, sem merkitækið endur- tók margsinnis, áttu sjóliðarnir þrír erfið- ast um að svara. „Hvar er strokufanginn?“ margtuggði merkitækið, og þá áttu sjóliðarnir engin greið svör á reiðum höndum, og þegar þeir sögðu ýmist „uppi í klettunum“, „í felum“, „við vitum það ekki“ eða „á sama stað og 1 morgun“, þá ætlaði skipherrann alveg af göflum að ganga, enda vissi hann, að marg- ir af skipshöfninni lásu svörin jafnóðum og innan stundar mundu allir fá að vita, hvern- ig komið væri. Bálreiðir sjóliðsforingjarnir kíktu yfir í 'hlíðina blett fyrir blett, en ekki sáu þeir tangur eða tötur af Brown. 011 skipshöfnin var viti sínu fjær vegna manntjónsins. Síð- asta skot Browns á hengipallinn hafði hitt manninn í mjöðmina, og þarna hafði hann legið kveinandi, þangað til læknirinn sótti Iiann; þetta liöfðu margir séð og heyrt. Sumir kenndu þetta aðgerðaleysi yfirmann- anna, en allir sem einn óskuðu þeir bráðs dauða þorparanum þeim, sem sett hafði smánarhlett á skip þeirra. Von Liitz vissi vel, hvað klukkan sló. Þessi ósvífni stroku- fangi hafði að engu gert þau góðu áhrif, sem sigurinn á „Charyhdis“ hafði haft á skipshöfnina, og um þau varð ekki hættt, nema honum yrði í hel komið. Hann viður- kenndi, að sú skipshöfn, sem var að leggja af stað í víking, varð að vera vígreif, þar sem liennar gat ekki beðið annað en tor- tíming að lokum. Auk þess mátti ekki láta skipshöfnina ganga iðjulausa. Von Liitz
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.