Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Page 62
48
BROWN ÞRAUTSEIGI
N. kv.
tkipaði svo fyrir að tvö hundruð manna
sveit skyldi búast til landgöngu, og var því
tekiÖ með fagnaðarópum.
Viðgerðinni átti að halda áfram. Hlífum
átti að koma fyrir á hengipöllunum, skjóta
út bómum og negla á þær járnplötur, svo að
viðgerðarmennirnir gætu unnið í skjóli fyr-
ir skotum handan úr hlíðinni. Farið var að
vinna að þessu í skyndi — en þó tafði það
„Ziethen“.
Brown lá í hreiðri sínu uppi í klettunum
og hafði gát á því, sem gerðist. Klettarnir
voru svo heitir orðnir af sól, að það var
eins og hann lægi á steikarrist. Oftar en
cinu sinni varð hann að grípa til vatnsflösk-
unnar, og honum var það meiri þjáning að
taka hana aftur frá vörum sér en að þola
þorstann sjálfan; hann hafði lokiÖ helm-
ingnum úr annarri flöskunni og stillti sig
um að eyða meiru úr henni. Svitinn rann
niður andlitið á honum; og hann strauk
hann af sér við og við með handarbökunum
og slitrum þeim, sem eftir voru af treyju-
ermunum. Hann hreinsaði riffilhlaupiÖ og
athugaði vel lásinn, hvort sandkorn og ryk
liefðu í hann borizt, svo að hann stæði á
sér; sömuleiðis taldi hann skothylkin og
hagræddi þeim í vösum sínum. Honum datt
í hug að fá sér matarbita, en hætti við það,
því að liann kenndi ekki sultar, og geðæs-
ing og sólarhiti í 'sameiningu vekja ekki
matarlyst að jafnaði. Þannig leið góð stund.
Á meðan sátu þeir von Liitz og foringjar
hans yfir landabréfi af Resolution og skipu-
lögðu leitina og árásina á Brown. Nú skyldi
til skarar skríða og ekkert glappaskot gert
eins og um morguninn, þegar fámenn land-
göngusveit var send yfir í illkleifa hamra,
þar sem vopnaður illvirki gat neytt sín til
íullnustu. Áætlunin var gerð með þýzkri ná-
kvæmni. Allir áttu að hafa með sér nesti og
vatn og hverjum hóp fyrir sig var ætlað til-
tekið svæði. Ekki mátti rasa að neinu, held-
ui umkringja Brown og æra hann upp úr
felustað sínum, áður en ráðizt væri á hann.
Skytturnar í lyftingum skipsins áttu að vera
á stöðugu varðbergi og skjóta yfir í hlíðina,
ef þeir yrðu þar nokkurrar hreyfingar var-
ir. Leitinni skyldi haldið áfram alla nótt-
ina, og þegar Brown væri náð, dauðum eða
lifandi, átti að gefa tiltekið merki, svo að
allir gætu snúið aftur til strandar sam-
stundis. Allt virtist því vera í bezta lagi
undirbúið. Ein veila var þó í áætluninni;
þeir, sem hana gerðu, vissu eklci, hve erfitt
var að komast leiðar sinnar um eyjuna.
Brown tók eftir því, að eitthvað mikið
\ar á seyði úti í „Ziethen“. Merkjaskeytin
þýzku hafði hann auðvitað ekki skilið, og
nú voru liðnir tveir tímar síðan. Mönnum
fór að bregða fyrir bæði á efra og neðra
þilfari; þeir reyndu að forðast að láta sjá
lil sín, því Brown skaut á þá jafnskjótt sem
færi gafst. Hann hitti að minnsta kosti fjóra
menn, sem annað hvort lágu kyrrir eftir
eða skriðu í skjól. Nokkrir skipsmenn skutu
á móti, en af því þeir vissu ekki með neinni
nákvæmni, hvar Brown leyndist, varð hon-
um ekkert mein af skotum þeirra. Bómu
\ar rennt út frá stjórnborÖa, og frá henni
breidd niður skjólhlíf, sem huldi alveg yfir
skemmdirnar á kinnungnum. Brown skaut
tvisvar á menn þá, sem að þessu unnu. í
sama bili var önnur skjólhlíf breidd fyrir
efra þilfarið, svo að úr því sá hann lítiÖ
sem ekkert, hvað aðhafzt var úti í skipinu.
Framh.
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
Utgefandi: Kvöldvökuútgáfan, Akureyri.
Ritstjórar: Jónas Rajnar, Gísli Jónsson. Framkvæmda-
stjóri: Kristján Jónsson. PrentsmiSja Björns Jónssonar.