Nýjar kvöldvökur - 01.01.1958, Page 67
H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS.
AÐALFllIVDUR
Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélag Islands, verður haldinn í fundarsaln-
um í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 7. júní 1958 og hefst kl. 1.30 eftir hádegi.
DAGSKRÁ:
1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfs-
óri og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir
henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga
til 31. desember 1957 og efnahagsreikning með athugasemdum endur-
skoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endur-
skoðendum.
2. Tekin ákvörðun um tillögur stj órnarinnar um skiptingu ársarðsins.
3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga
samkvæmt samþykktum félagsins.
4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendur-
skoðanda.
5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins.
6. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur mál, sem upp kunna að verða
borin.
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum
hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 3.—5. júní næstkomandi. Menn
geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins
í Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu komin
skrifstofu félagsins í hendur til skráningar, ef unnt er, 10 dögum fyrir fundinn, þ. e.
eigi síðar en 28. maí 1958.
Reykjavík, 10. janúar 1958.
STJÓRN I N.