Trú - 01.08.1905, Page 2

Trú - 01.08.1905, Page 2
42 T R Ú . frá föður ásýnd fórstu vilt, forsmáðu’ ei boð hans líknar milt. Þeim föllnu óma orðin há: „Jesús af Nazaret gengur hjá." 6. En gaum ef rödd ei gefið hans, né gegnið boði kærleikans, hann fullur hrygðar frá snýst bert, og forláts bæna synjar þvert; með tárum of seint int mun þá : „Jesús af Nazaret gekk hér hjá“. Draumvitran. Norskur maður, að nafni Fjelsted, fékk einu sinni þessa draumvitran frá Jesú Kristi, þegar hann var ófrelsaður. Hann er nú orðinn mikil Guðs hetja. Hann segir svo frá: „Mig dreymdi það eina nótt, að eg væri kominn út á breiðan veg, og þar var mikill straumur af fólki, sem þaut áfram eftir veginum, og mér fanst að eg mætti til að berast með þessum óstöðvandi straumi. En þegar eg var kominn nokkuð langt niður eftir veginum, heyrðist mér eg heyra eitt- hvert voðalegt vein og óp, og datt mér strax í hug, að hér væri hætta á ferðum. En er mig bar nær þessu voðalega ópi, varð eg fullviss um, að við endann á götunni væri eilíf- leg glötun, og vildi eg því stöðva mig, en gat ekki fyrir mannfjöldanum, svo eg spurði þá, hvort þeir heyrðu ekki þetta skelfingar óp. En þeir að eins hristu höfuðin, og sögðu að það væri ekki hættulegt, og drifu mig svo áfram nauð- ugan, svo eg varð hræddur og vildi komast burt með ein- hverju móti. En það leit út fyrir að slíkt væri ekki mögu- legt, því straumurinn bar mig svo hratt áfrani; og þóttist eg vita, að þessi skelfing vofði þá og þegar yfir mér. En þá varð mér allt í einu litið upp fyrir mig, og sá eg þá hvar Jesús Kristur var yfir höfði okkur, og var sem ótal rauðir strengir lægju út frá honum niður til okkar, svo eg óskaði í huganum: Ó, að eg að eins gæti náð í einn af þessum strengjum, þá mundi eg vera viss með að sleppa úr þessu. En eg var ekki fyr búinn að staðfesta þetta í huga mínum,

x

Trú

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Trú
https://timarit.is/publication/514

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.