Trú - 01.08.1905, Qupperneq 4

Trú - 01.08.1905, Qupperneq 4
44 T R Ú. T R U kemur út einu sinni í mánuði. Hvert blað kostar 5 aura. Argangur- inn 50 aura hér á landi. í Ameríku 3 cent hvert blað, en 25 cent ár- gangurinn. Borgist fyrirfram. Borgun fyrir blaðið sendist í póstávís unum til S. O. Johnson. Útgefandi og ábyrgðarmaður Samuel O. Johnson, trúboði. Reykjavík (P. O.) ísland. „Hann dó fyrir alla, til þess að þeir, sem lifa, ekki framar lifi í sér, heldur þeim, sem fyrir þá er dáinn og upp- risinn". (2. Kor. 5. kap., 15. v.). Hvað þýðir endurfæðing1? Það er sú spurning, sem hver og einn ætti alvarlega að rannsaka, því það ríður svo mikið á því orði; eða máske við munum ekki eftir orðum frelsarans, þar sem hann segir í heilagri ritningu: „Maðurinn getur ekki séð Guðs ríki, nema hann endurfæðist". Ef við viljum stöðva okkur eitt augna- blik og hugsa um þetta eina orð: „Er eg endurfæddur eða ekki", og svo ef að Jesús skildi koma til þín og mín í nótt, °g eg °g þú skyldum þekkja þetta orð til fulls, hvað er að vera endurfæddur, þá yrði það of seint, að fara þá að hugsa um hvað slíkt orð þýðir. Það er vfst heldur hans meining með þessum orðum, að hjartað eigi að vera nýtt og sálin hrein fyrir hans heilaga blóð, sem rann á Golgata. Því við vitum að hans heilaga blóð hreinsar frá allri synd, fyrir þá sem trúa á hann. Því hvað meinti Davíð, þegar hann sagði til síns Guðs: „Skapa í mér hreint hjarta, ó, Guð, og endurnýja í mér stöðugan andaf" Mun ekki þessi bæn hafa verið beðin til þess, að fá endurfætt hjarta hjá Guði vorum, Jesú Kristi! Já, sannarlega hefur það verið hjartans meining, og víst er það, að Davíð hefur skilið hvað þessi orð höfðu að þýða, því annars hefði hann ekki kallað með þessari bæn; en af þvf að hann hefur þekkt þau orð til fullnustu, og að þau samsvara þeim orðum, sem postularnir hafa skrifað eftir

x

Trú

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Trú
https://timarit.is/publication/514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.