Trú - 01.08.1905, Page 5

Trú - 01.08.1905, Page 5
T R Ú . 45 Jesú Krists eigin orði: „Komið til mín, allir þér, sem erfiði og þunga eruð hlaðnir, og eg mun gefa yður hvíld". Þar kemur einmitt sú rétta hvíld frá hinu endurfædda hjarta. Já, hvíld í Jesú Kristi er sá sanni og bezti vitnisburð- ur um endurfætt hjarta. Því ef maðurinn hefir ekki hvíld og gleði í Jesú Kristi, þá getur hann verið sannfærður um, að hjartað er óendurfætt. Gáðu því að þér, kæri bróðir og syst- ir, í Jesú nafni. Hvernig líður þér, tíminn er naumur. Hinn gamli vegur til gleðinnar. Við getum náð fullkominni gleði, svo framarlega sem við snúum okkur algerlega til Guðs og gerum hans vilja af hjarta. Það er að eins þessi eini vegur, sem liggur til full- kominnar gleði. Allir hlutir mega þessvegna til með að verða eftir Guðs vilja. Já, allir hlutir geta orðið Guðs vilji ef við lofum honum að stjórna okkur algerlega, því það er hans vilji fyrir Jesúm Krist, hans eingetinn son, og hans heilaga orð, því sannkristinn maður hefir sannarlega gleði af að gera Guðs vilja af hjarta, og það er hans varanlegasta og dýrmætasta gleði, sem honum getur hlotnazt. Kæri vinur! Hefir þú þessa gleði í þínu hjartaí Ef ekki, þá mundu eftir því, að hún fæst að eins hjá hinuin heilaga Jesú Kristi, Guðs eingetna syni, sem stendur með út- breiddan faðminn á móti öllum þeim, sem eru viljugir til að afneita sjálfum sér, taka sinn kross á sig og fylgja honum eftir í gegnum stríð og sigur, sorg og gleði. En þeir sem ekki vilja gera það, heldur segjast vera eins góðir og þeir, sem segjast vera lausir við syndina, svo að þeir syndgi ekki framar, ættu að taka vel eftir þeim orðum, sem hér fer á eftir: „En hver ertu, ó, maður, sem vilt ganga í dómsvald við Guð almáttugan". Eða manstu ekki eftir því, sem stend- ur í Jóh. I. pistli, 3. kap., 7. v.: „Hver sem heldur sig stöð- uglega við hann, syndgar ekki. Hver sem syndgar, hefir hvorki séð hann né þekt. Börn, látið engan villa yður; hver sem réttvísina gerir, er réttvís, eins og hann erréttvís".

x

Trú

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Trú
https://timarit.is/publication/514

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.