Ungi hermaðurinn - 15.08.1911, Qupperneq 2

Ungi hermaðurinn - 15.08.1911, Qupperneq 2
58 Ungl hermaSurlnn. hann hefði getað litið upp úr gröf sinni, og vór trúum því, að englar Guðs og Jesús sjálfur hafi glaðst á þeirri stundu. Jesús elskar ungbörnin, orð hans hljóða þann veg: »börnin smá eg blessa vil, bústöð Guðs þeim heyrir til. Jóh. N. Nokkur orð frá minningarsamkomuuni. Það, sem áður hefir verið ritað um út- för Eriksens majórs, gefur lesendunum ljósa hugmynd um hátíðarhaldið bæði við kÍBtuna og gröfina, en þrátt fyrir það viljum vér þó gjarnan hvíla huga vorn við nokkur atriöi því viðvíkjandi. í ræðu sinni árdegis í musterinu skýrði Rosbech majór frá sínum síðasta sam- fundi við Eriksen majór á heimili hans, og mintist þess, hvernig hann með barnslegri gleði hafði talað um hið kom- andi ársþing, og áform sín barnastarf- inu viðvíkjandi. Brigader Júlíus Nielsen mintibt þess, hvernig hann til hins síðasta hefði hald- ið fast við vonina um að sór mundi batna aftur. Litlu áður en hann lokaði augum sínum í dauðanum var eg hjá honum, en þá þekti hann engan mann, en hjartalag hans var æ hið sama. Eg hefi aldrei haft trúfastari og tryggari vin og hjálparmann en Eriksen majór alla þá tíð, sem við unnum saman. Hann var ekki einungis góður fólagi, hann var líka góður faðir, og þess vegna veit eg, að það eru börnin, sem sakna hans allra mest. Eftir að barnakórið, undir stjórn adj. frú Isaaks, hafði verið sungið: Tryggari kann enginn vera, en sá barnavinur kæri Ias kommandörinn í biblíunni þessi dýr- legu orð í Jóhannesar Opinberunarbók: Og eg heyröi raust frá himnum, sem sagði: Skrifaðu! Sælir eru þeir, sem í drotni deyja hór eftir. Já, segir andinn, þeir skulu hvílast af sínu erfiði, því þeirra verk fylgja þeim. Eg hefi naumast nokkuru sinni skilið tii full þessi orð, sagði kommandörinn, fyr en eg stóð við þessa banasæng og 8á það óttalega stríð, sem háð var við hinn síðasta óvin, dauðann. Ó, hvað það er fagurt að standa við banabeö hinna frelsuðu og sjá þá sigra, þrátt fyrir þjáningar og sorgir. Þegar eg beygði mig ofan að honum og sagði: Nú færðu frið innan skamms, svaraði hann frá djúpi hjarta síns: Já, því trúi eg, kommandör. Svo mintist kommandörinn á það ennfremur, hvað vor deyjandi fólagi var síhugsandi um börnin og bað fyrir þeirra frelsi, og þegar hans kæra kona laut niður að honum og spurði hvernig honum liði, svaraði hann með dýrlegt bros á vörunum: — Mór Ifður vel! — Það frækorn, sem hann sáði i hjörtu barnanna, mun vissulega lengi lifa eftir burtför hans hóðan. Ein af þeim feg- urstu endurminningum, sem kommandör- inn hafði um hann, var frá samkomu, sem hún hafði með foringjabörnum: Á meðan vór knókrupum, gekk majórinn hringinn í kring í salnum og lagði hönd sína á höfuð barnanna og talaði til hvers eins um Jesúm, það gladdi mig ætfð að sjá framan í hann, hann var svo einiæg- ur, svo ráðvendnislegur og blíður. Hann lét sér fara fram í starfinu, hans verk skulu fylgja honum. Hann er nú far- inn héðan en vér stöndum eftir. Hvernig

x

Ungi hermaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.