Ungi hermaðurinn - 01.11.1920, Blaðsíða 2

Ungi hermaðurinn - 01.11.1920, Blaðsíða 2
82 Ungi hermaðurinn. Góður drengur Á afmælisdaginn var Óla litla gefinn flugdreki, knöttur og lítill bogi. Af öllum þessum munum hafði hann mikla ánægiu og gleði, því að hann hafði lengi langað til þess að eignast þá. I tóm- stundum sínum lék hann sér að þessum leikföngum sínum En samt þótti honum mest gaman, þegar félagar hans heim- sóttu hann og tóku þátt í leikun- um. Þegar flugdrekinn fór hátt upp í loftið, eða þegar knöttur- inn þaut eins og elding, eða -þegar skotið var til marks með bogan- um, var mikill fögnuðurinn í flokki drengjanna. Síðar um daginn komu vinir Óla aftur til þess að leikg sér við hann. Óli fór með þeim út úr garðinum þar sem hann lék hermann, en skömmu síðar fór að hvessa. Og það færði drengj- unum nýtt fjör, þvi að það hafði ekki hvest í þrjár vikur. »Flýttu þér að ná í flugdrek- ann, Óli«, kölluðu drengirnir. >Nú hvessir svo vel. Nu hlýtur hann að fara hátt upp í ioft«. Óli flýtti sér upp stigann til að sækja flugdrekann. flann kom niður aftur að vörmu spori og sagði: »Eg get ekki fengið flug- drekann strax, hann hangir inni i svefnberberginu hans pabba, en pabbi sefur nú sem stendur og eg vil ekki vekja hann«. »Sætku þá bogann, og svo skulum við skjóta til marks«. »Já, það verður gaman«, sagði Óli, og hljóp inn aftur. En Óli kom tóinhentur í ann- að sinn. »Eg get ekki heldur fengið bogann, mamma mín hefir lokað hann niðri í dragkistunni sinni, og nú sem stendur situr hún við að skrifa bréf, en eg vil ekki gera henni ónæði á meðan«. Þá sögðu drengirnir hálf gram- ir: »láttu okkur þá að minsta kosti fá knöttinn til að kasta á milii okkar Óli fór inn aftur í þriðja sinn, en kom enn tóm- hentur út. »Við verðum líka i þetta sinn að vera án knattarins, af því að litla systir nfln situr í vöggunni og leikur sér að hon- utn, og eg vil ekki taka hann frá henni, því að • þá fer hún að gráta*. Þetta þótti drerigjunum miður gott og kölluðu: »þú ert aumi asninn, Óli« ! Óli svaraði vingjarnlega: flversvegna reiðist þið mér fyrir þetta. Getum við ekki verið án þess að leika okkur að þess- um hlutum núna og gert heldui' eitthvað annað?« Finst þér ekki hið sama og' Óla litla, lesari góður?

x

Ungi hermaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.