Templar - 10.01.1912, Blaðsíða 6

Templar - 10.01.1912, Blaðsíða 6
4 TEMPLAR. Pantið sjálíir fataefni yðar beina leið frá verksmiðjunni. Stór sparnaður. Án þess að borga burðargjald getur sérhver fengið mót eftirkröfu 4 Mtp. 130 Ctm. breilt svart, blátt, brúnt, grænt eða grátt ektalitað alullar>KLÆÐl í fallegan, haldgóðan kjól-eðá spari- búning fyrir einungis 14» kr. 2,50 pr. Mtr. Eða W/i Mtr. 135 Ctm. breitt, svart, myrkblátt eða gráleitt liámóöins efni í sterk og falleg'karl- mannsföt fyrir að eins 14 kr. ogr 50 aur. Slór, þykk rúm- og feröa- teppi úr ull á 5 kr. og slórar og þykkar liestaabreiöur á 4 kr. 50 aur. Ef vörurnar eru eigi að óskum kaupanda verða þær teknar aflur. Klædevæveri, Aarhus, Danmark. Klædevævei* iíclliiig-, Yiborg-, Danmark sender Portofrit 10 Al. sort, graat, mörkblaa, mörkgrön, mörk- brun finulds Ceviotsklæde til en flot Damekjole, for kun 8 Ivr. 85 Öre, eller 5 Al. 2 Al. br. sort, mörkblaa, graanistret Renulds Stoí til en ssoliti og smuk Herredragt for kun 13 Kr. 85 Öre. Ingen Resiko! Kan ombyttes eller tilbage- tages. — Uld köbes 65 Öre Pd., strikkede Klude 25 Öre Pd. hnötturn væri bygður, mundum vér að sjálísögðu, e£ oss væri ókunnugt um að jörðin væri bygð, ekki vera þess megnugir að skera úr hvora þessara pláneta vér ætt- um að gera að sjónsviði hins margbreytna lífs. Já, vér mundum, e£ til vill, frernur gizka á, að Mars, en ekki jörðin, væri átt- hagar hugsandi mannkyns. Stjórnufræðin er raunvísindi; hún bygg- ir niðurstöður sínar á eigin athugunum, og þar komast engar getgátur að. Og eins og núverandi framþróunarstig stjörnufræð- innar byggist á ákveðnum stærðfræðilegum reglum, er sú grein stjörnufræðinnar, sem nefnist stjarneðlisfræði (fræði um eðli him- intunglanna), að eins bygð á athugunum, aðallega ljósbrotsrannsóknum, sem ekki er unt um að deila. Það eru því ákveðin takmörk fyrir þekkingu vorri og fyrir ut- an þau takmörk er engin þekking, að eins trú. En af því að vér náum þeirn depli sem takmarkalínan fyrir megni vísindanna liggur um, rýnum vér þó lengra inn á hið ókunna. svið. Þá freista hugsanirnar, hægt og rólega í byrjun, en svo með meiri og meiri krafti, að komast leiðir,sem auðvitað eru afmarkaðar á því augnabliki, sem hin takrnarkaða þekking vor þrýtur, leiðir, sem liún sjálf ákveður, en vér getum að eins fetað þær örstutt og athugað hinar dularfullu fjarsýnir, sem birtast oss. Þá tekur hugsmíðaaflið við. En hugsmíðaaflið á líka sín takmörk, því það mun að sjálfsögðu aldrei geta losn- að við samlikingar við jarðneska staðhætti. Hver getur hugsað sér ásigkomulag þeirra pláneta, sem fá Ijós frá mörgum sólum, og hafa hver þessara sólna sína sérstöku fegurð, sérstaka lit og stærð, og hver get- ur sagt oss, hvernig náttúran er á þess- um hnöttum, eða til þess að vér ekki víkj- um frá umtalsefninu, hver getur sagt oss, hvernig maður frá ókunnum hnetti, Mars t. d., lítur út? Það er því með fullkom- inni vissu um, hve erfltt það hlutverk er — að vér ekki segjum alveg ógerlegt — að vér freistum að skýra frá, hvernig vér hugs- um oss lífið á Mars; en vér höfum reynd- ar þær málsbætur, að vér þurfum ekki að gefa hugsmíðaaflinu alveg lausan taum- inn; vér getum, með tilliti til lífsins, eins og það er hér á jörðunni, gert ákveðnar samjafnaðarályktanir viðvikjandi lifsskilyrð- unum á Mars, því það virðist að vera mik- ill skyldleiki með framþróun þessara tveggja hnatta. (Framh.). Frá útlöndum. Frakkland og Belgía. Á heimleið frá alþjóða- þinginu gegn áfengissýki í Haag, héldu þeir, br. F. Smith trá Þý’zkalandi og br. dr. Legrain lrá París, marga fundi í Belgíu cr voru und irbúnir af br. Falk, U.A.Æ.T. 16. sept. héldu þeir ræður í Antwerpen og voru þar mættir fjöldi ágætra áhcyrenda; ýmsir óskuðu að gerast meðlimir Reglunnar. Þann 17. talaði br. Legrain í einni af stærstu höllum bæjar- ins og voru þá margir teknir inn í Regluna. Br. Legrain var beðinn að heimsækja Belgíu aftur nú í vet.ur. Næsta dag stofnaði br. E. Wavrinsky, A.Æ.T., stúkuna »IIelmut Har- ringa« nr. 4 i Brussel. Þar voru viðstödd ýmsir br, og systur frá París, Antwerpen, Þýzkalandi, Austurriki og Sviþjóð, og veittu aðstoð sína. Þann 19. liéldu br. Legrain og Smith útbreiðslutund í Liege og höfðu ágæta og áhugasama áheyrendur og var þar lagður grundvöllur undir nýja stúku. Þá var Ghcnl heimsótt og ræða haldin á fundi þar sem prófessor Hoffmann skipaði forsæti; hann lét i Ijósi mjög mikinn vclvilja til Reglunnar og bjóst við að verða með öðrum góðum mönnum lil að stofna þar stúku. Aftur hélt br. Smith fund í Anlwerpen 22. og var hann að eins fyrir Þjóðverja og skrifuöu 22 sig á stúkustofnbeiðni. Næsta dag sigldi br. Smith til Ameríku, til þess að ferðast um meðal Þjóðverja þar í landi fj'rir Regluna. En br. Legrain hélt svo heim til Frakklands og 1. okt. stoínaði hann stúkuna »Pax« að Havre með 13 meðlimum. Reglan í Frakklandi og Belgíu er i miklum vexti og er ákveðið af stúkunum í báðum þessum löndum innan skamms að stofna fransk-belgiska stórstúku. Fréttir. Nýárssundið. Það fór fram við bæjarbryggj- una á nýársmorgun og varð Erlingur Páls- son íj’rstur. Hann synti 50 stikur á ST'/asek. Á eftir hélt br. Guðm. Björnsson, landlæknir, snjalla ræðu. Ilann sagði meðal annars: Ungmennin nú á tímum skiftast mjög í tvo flokka, næsta ólika. Yaka aðrir á nótt- unni og drckka þá stríðsölið, en á daginn dotta þeir. Eftir þá liggur ekki annað en brotin glös og glóðaraugu. Hinn llokkurínn sefur á nóttunni, en cr lika spillifandi á daginn. Eftir þá liggur skíðabraut, sundskáli og skógarrunnar. Af þeim ílokki eru þessir drengir, sem nú hafa þreytt kappsund í dag. Trúlofuð jeru Sigurjón ,'Jónsson, málari, U.G.U.T. og Guðlaug R. Árnadóttir. »Templ- ar« óskar þeim til hamingju. »Norðurljósið« lieitir mánaðarblað, sem byrj- að er að lcorna út á Akureyri. Það flytur trúmál. Ritstjóri og útgefandi er Arthur Gook, trúboði á Akureyri. Útsölunienii, sem eigablöð af 22. árg. er beðnir að endursenda þan. Taf Iþraut. Nr. 24. Eftir N. Hxreg í Khöfn. Hvítt byrjar og mátar í 3. leik. Itáðning á taflþraut nr. 23 í 17. bl. f. á. Hvítt. A Svart. 1. Drotn. liö—f3 1. Biskup a2Xdö 2. Drotn. f3—f5 2. Sama liverju leikið er. 3. Drotn. f5—c8 eða c2-j-mát. Hvítt. B Svart. 1. (Drotn. h5—f3) 1. Biskup a2—c4 2. Drotn. f3—e3-j- o. s. frv. $ezta txkifærisgjöfin er iinningarrit Templara. Fæst hjá -íóni Arnasyni, Stór-Ritara. Smiðjustíg 5. Stjórnarskrá og aukalagafrumvarp fyrir undirstúkur eru nú nýprentuð með öllum nýjustu breyt- ingum og viðaukum. Fást hjá Stór-Ritaru og kosta 20 nnrn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: «J6n ÁrnaHon, prentari. PrentsmiÖjan Gutenberg.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.