Templar - 30.01.1912, Blaðsíða 1
TEMPLAR.
XXV.
Reykjavík, 30. jan. 1912.
2. blað.
Stefnuskrá Good-Templara.
I. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar.
II. Ekkert leyfi í neinni mynd, hversu sem á
stendur, tit að selja áfengisvökva til drykkjar.
III. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi
og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð
samkvæmt vilja þjóðatinnar framkomnum (
réttu lagaformi, að viðlögðum þeim refsing-
um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar.
IV. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli
þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á
alla þá vegu, sem mentun og mannást eru
kunnir.
V. Kosinng góðra og ráðvandra manna til að
framfylgja lögunum.
VI. Staðfastar tilraunir til að frelsa einstaklinga
og bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun,
þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug-
leika, þar til vér höfum borið sigur úr být-
um um allan heim.
„Ingólfur"
og steinuskrá hans.
Þegar »Ingólfur« hóf göngu sína sem
andbanningablað, birti hann stefnuskrá
sína, og var hún þá þegar gerð að um-
talsefni og sýnt fram á óréttmæti henn-
ar. Gerðu það ýmsir hinna völdustu
manna bannhreyfingarinnar í ýmsum
blöðum stjórnmálaflokkanna.
Þá var ekki unt að segja með rökum,
hvort þeir, andbanningarnir, mundu full-
nægja í nokkru þeim loforðum, sem þeir
höfðu gefið í þessari margnefndu stefnu-
skrá sinni, því þá var eðlilega engin
reynsla fengin um það, hvort þeir yrðu
menn til að fylgja því fram, sem þeir
sögðu.
Bannmenn voru, samt sem áður, í eng-
um vafa um það, að þeir mundu ekki
geta fullnægt þessum loforðum, öllum.
Það væri því rétt að athuga nú, þeg-
ar þeir eru búnir að vinna í rösk 2*/2
ár, hvernig þeir hafa reynst þessari stefnu
sinni í framkvæmd hennar.
Eitt atriðið í stefnuskrá þeirra er »að
efla bindindi og hófsemi með öllum þeim
ráðum, sem mannfrelsinu eru samboð-
in, svo sem frjálsum bindindissamtök-
um og fræðslu um skaðvæni ofdrykkj-
unnar«.
Eins og oft befir verið bent á hér í
blaðinu, þá mætti lýsa vel, ef hægt væri
að finna nokkur merki þess, að »Ing-
ólfur eða hans menn hafi gert nokkra
minstu tilraun til að fá menn í bind-
indi. Kannske það sé með því að sum-
ir þeirra hafa flutt inn áfengi nú fyrir
nýárið svo hundruðum þúsunda skiftir
í krónutali með útsöluverði. Þeir nefna
það líklega frjáls bindindissamlök. Þá
kalla þeir líklega lofsöng sinn um ágæti
og heilnæmi ölsins og vínsins — og heilsu-
bótarbrennivínsins frá Ben. S. Þór. —
frœðslu um skaðvœni ofdrgkkjunnar.
Þá er eitt alriðið, »að vinna á móti
hvers konar nauðung og skerðingu á
almennum mannréttindum«.
Það er bezt að benda á hið nýjasta í
sambandi við þetta atriði, árás þá, sem
»Ingólfur« hefir hafið gegn br. sr. Ólafi
Magnússyni í Arnarbæli fyrir líkræðuna.
Það er vist á þeirra máli kallað að
vinna móti hvers konar nauðung, að
banna prestum að hafa sínar skoðanir
á því, hvernig þeir eigi að haga ræðum
sínum við ýms tækifæri. Það er auð-
vitað frá þeirra sjónarmiði, andbann-
inganna, engin skerðing á kenningar-
frelsi presta, að banna þeim að benda á
illu dæmin í lífi mannanna hinni upp-
rennandi kynslóð til viðvörunar, og það
er í þeirra augum gagnstætt siðalærdóm-
um kirkjunnar að nefna slíkt. Það er
að áliti andbanninga samkvæmt siða-
lærdómum kirkjunnar, að hvetja menn
til að drekka og fylla sig og eyðileggja
þannig lif sitt, heilsu og framtið? Kirkj-
unnar menn mega ekki segja fólkinu
sannleikann og vara það við hættunni,
sem stafar af drykkjuskapnum og allra
sízt benda á skirustu dæmin máli sínu
til sönnunar. Þetta kalla þeir að vinna
á móti íwers konar kúgun og slgðja al-
menn mannréttindi.
Hvernig geta þeir, sem af öllum mætti
reyna að halda þjóðinni á spillingar-
brautinni og telja henni trú nm að hún
eigi að drekka, til þess að ná háu menn-
ingarstigi, kallað það. að stgðja frjálsa
menningu, sem er eitt atriðið á stefnu-
skrá »Ingólfs«. Það eru ef til vill klúbb-
arnir, sem andbanningarnir hafa stutt
og komið á fót, sem eiga að efla frjálsa
menningu?
Þá er eitt atriðið, »að styðja andlega
og líkamlega heilbrigði þjóðarinnar«. Það
er víst samkvæmt þessu atriði, að sum-
ir læknar hafa gengið í lið andbanninga?
Þeir hafa ef til vill fundið þar beztu
leiðina, til þess að koma í veg fyrir
sjúkdómana, sem þjá mannkynið og á-
litið rétt að nota drykkjuskapinn, sem
beztu leiðina til þess að efla andlega og
likamlega heilbrigði manna? Maður freist-
ast næstum til að hugsa sem svo, að
þessir menn, andbanningalæknarnir, séu
að undirbúa almenna og aukna atuinnu
handa sér og sinni stétt í nútíð og fram-
tíð. En óneitanlega er það árangurinn
af kenningum andbanninga.
Þeir lýstu því yfir í byrjun, að þeir
ætluðu að vera alveg óvilhallir í stjórn-
málunum. En illa gekk þeim að halda
þau loforð, eins og mörg fleiri, því eftir
nokkra mánuði, eða 25. nóv. 1909 birt-
ist fyrsta pólitíska greinin í »Ingólfi«
undir þeirra stjórn.
Þá er »að vinna að því, að lögin um
aðflutningsbann á áfengi eigi sér sem
skemstan aldur«.
Maður mætti nú trúa, að þessu atriði
hefðu þeir framfylgt út í yztu æsar.
En svo er ekki.
Þeir hafa nú í nærfelt heilt ár stutt
mann í ráðherrasessi, sem hefir lýst því
yfir á öllum þingmálafundum í kjör-
dæmi sínu, að hann væri bannlögunum
fylgjandi. Var það fallega gert af »Ing-
ólfi« að styðja Kristján Jónsson jafnvel
og hann hefir gert og sanna með þvi,
að hann meinti ekkert með andófi sínu
gegn banninu.
Það er þá sýnt og sannað, að þeir
hafa gengið frá öllum þessum atriðum:
að vinna að efling bindindis og hóf-
semi og fræðslu um skaðvæni ofdrykkj-
unnar,
að vinna á móti hvers konar nauðung
og skerðingu á almennum mannréttind-
um,
að vinna að frjálsri menningu í öll-
um greinum og að stuðla að því að efla
andlega og líkamlega heilbrigði þjóðar-
innar,
að vera óvilhallir í pólitík, og
að vinna að þvi, að lögin um aðflutn-
ingsbann áfengis eigi sér sem skemstan
aldur.
Og hvað er svo eftir af loforðum þeirra,
sem þeir ekki hafa nú þegar gengið frá
að fullu eða öllu?
Ekkert einasta.
Brot úr ræðu
fluttri á Sauöárkróki 30. desember 1911
af Jóni P. Bförnssgni kennara.
— — — Á alvarlegri stundu stöndum
vér því hér. Við alvarlegri tímamót
hefir Good-Templarreglan víst aldrei
staðið hér á landi. Spurning um, hvort
nokkur tímamót í hennar 60 ára sögu
haíi nokkursstaðar á jörðunni verið
merkilegri fyrir hana en þessi á voru
landi. Sem fyrsta þjóð heimsins stönd-
um vér nú við sjálft hugsjónartakmark
G.-T.-Reglunnar sem bindindisfélags:
Lögverndað forboð á innflutningi áfengis
og framleiðslu þess í landinu. Að baki
oss sjáum vér hverfa hið langa og stranga
tímabil hins þúsundfalda áfengisböls.
Fram undan eygjum vér í lifandi von,
þá framtíð vors lands, þar sem ein af
aðallindum böls og dauða í íslenzku
þjóðlífi er þorrin. Hvað segjum vér?
Til hvers finnum vér? Nágrannaþjóðir
vorar stara á oss með undrun og að-
dáun. Allar eru þær komnar lengra
eða skemra áleiðis í þessu máli, en enn
stynja þær þó undir áfengisbölinu. Litla
þjóðin á afskekta eylandinu — þjóðin,
sem varla er viðurkend sem þjóð, —