Templar - 30.01.1912, Blaðsíða 2

Templar - 30.01.1912, Blaðsíða 2
6 TEMPLAR. „Templar“ kemur út á hverjum 20 dagu freati, miust 18 blöð. Yerð árgangsins 2 kr., er borgist 1, júlí. Útsölumonn fá 25°/o í sölulaun. Bitstjórn, afgreiðslu og innhoimtu annast Jon Arnason, Box A 21, Beykjavik. Afgr. á Smiðjustíg 5, kl. 7—8 síðd. hún á þó slíkan jarðveg og þroskaskil- yrði fyrir eina aðalmannúðarhugsjón mannkynsins. — Á rúmum aldarfjórð- ungi hefir Reglan náð meiri útbreiðslu hjá henni en nokkuri annari þjóð heims- ins, og að aldarfjórðungnum loknum ber Reglan hjá þessari þjóð hinn rík- asta og kröftugasta gróður hugsjónar sinnar. Pessi þjóð hefir slíkt höfuð og hjarta og þrek, sem þarf til slíks afreks, þá heilbrigðu skynsemi í höfði, sem getur óbrjálað og i dýpstu alvöru séð hið voðalega böl, — þá helgu, hreinu og djúpu tilfinningu í hjarta, sem líður með öðrum í bróðurlegum og systur- legum kærleika, — það hreinasta, nor- ræna viljaþrek í sál, sem engin ánauð- arbönd þolir, er hefta framsókn manns- ins til hins sanna manngildis og þroska. Og svo segir hún fyrst allra þjóða: Eg get ekki séð, eg get ekki þolað, eg vil ekki liafa slíkt sjálfskapað böl. í allrar mannúðar nafni — burt með það. Og athöfn fylgir orði. Slikt er hið sanna frelsi í þjóðarhugsun og þjóðarmeðvit- und, hvað svo sem reynt er að þvæla um þröngsýni og ófrelsisanda í sam- bandi við það. Petta eða þessu líkt getum vér hugsað oss að ýmsir vitrustu og beztu menn nágrannaþjóðanna segi. En hvað segj- um vér? Um fram alt látum ekki þennan inikla 'sigur leiða oss til ógöf- ugs sjálfshróss. Víst eiga margir ágæt- ismenn lijá oss, þektir og óþektir, fyr og síðar, frá því er Reglan steig hér fyrst fæti á land 1884, mikla viðurkenningu skilið. Fjöldi manna hefir starfað af miklu þreki og áhuga, einbeittum vilja og »helgri, brennandi sannfæring«, með trausti og trú, von og kærleika. Vér sjáum hér þá ávexti, er slíkt starf gefur. — En um fram alt: gefum Guði dýrð- ina. »Hinn sterki Guð vorn styður liag og styrkir vora menn«. Allir góðir starf- andi kraftar í oss og öðrum eru frá honum. Minnumst þessara orða frá Guði: »Drottinn yðar Guð, hann bar þig eins og faðir bar son sinn um allan þann veg, sem þér hafið farið, þangað til þér komust hingaðv. Allir vér, karlar og konur, eldri og yngri, fullorðnir og börn, beygjum oss í auðmýkt, þakldæti og tilbeiðslu fyrir honum, sem gefið hefir voru málefni og oss slíkan sigur fyrir vora þjóð. Minnumst bræðranna og systranna úti í löndunum, sem enn stríða undir sama kærleiks- og mann- úðarmerkinu. Sem Good-Templarar er- um vér heimsborgarar, sem þjóðfélag- arar erum við íslendingar. IJað getur svo vel samrýmst. Heimsborgarinn getur ekki unnið skyldu sína alstaðar í lieim- inum. Starfsvið hans verður að vera takmarkað, eins og hann sjálfur er það. Ég treysti ekki mikið þeim heimsborg- ara, sem þykist leila skyldna sinna úti í heimi, af því hann hvorki hefir hug né dug til að inna þær af hendi á sinni eigin fósturjörð. Vér eigum sem heims- borgarar á íslandi mikið eftir að gera í þessu máli fyrir ísland. Minnumst þess, að í þessu máli megum vér ekki enn segja: stríðið er unnið og sigurinn varandi, heldur gildir hér, að siguriun er unninn, en stríðið er varandi. Látum það standa skýrt fyrir vorri sjón á þess- um tímamótum. — Þegar Guðs þjóð kom heim frá Babýlon og vildi fara að friða um það helgasta í sínu landi — Jerúsalem með lielgu dómunum —, þá urðu þeir, sem að borgarmúrnum unnu, að ganga alvopnaðir að starfinu, því óvinirnir gátu geyst fram á hverri stundu: »Með annari hendinni unnu þeir að verkinu, en með hinni héldu þeir á vopninu«. —-------»Og við gerðum bæn vora til Guðs og settum vörð gegn óvin- um«. í þessuin orðum liggur framtíð- arstarfsaðferð vor. Vér erum nú fyrir Guðs náð að losna úr vínspillingarinnar Babýlon. Vér viljuin með bannlögum hlaða múr um vort land til að friða vorn helgidóm, það helgasta og bezta í einstaklings og þjóðlífi. Gleymum ekki, að verndarmúrinn er ekki fullger. Pað eru enn ískyggileg skörð og veilur í hann, og vér eigum óvini, sem ráða launráðum. Göngum með heilum kröft- um og vorum heiðarlegu vopnum til starfs og stríðs, þangað til að vér »Drott- ins studdir ást og náð« höfum full- komnað verkið. Vér höfum haft á hendi ekki einungis verndar- heldur og upp- eldisstarf fyrir þjóð vora. Það er veg- legt starf og blessunarríkt. Því verðum vér nú alvarlega að halda áfram. Þjóð- inni verður æ betur að skiljast, að þessi lög eru sízt óhelgari en önnur lög. Skammsýnir menn og kærleikssnauðir mega ekki fá fyrir oss að fótum troða þau — ekki heldur fá aðra til að sverta þau og rýra. Stríð og uppeldisstarf er nauðsynlegt til þess að þau fái að njóta sín. Þá sýnir reynslan, hve ómissandi dýrgripir þau eru. En til þess að geta þetta þurfum vér mikla vizku, sterka trú, lifandi von, brennandi kærleika. í stuttu máli: Til þess þurfum vér styrk frá hæðum. Vér getum ekki unnið bróður- eða systur- legt líknarstarf, nema vér finnum, að vér eigum himneskan föður til hjálpar. Vér getum ekki lagt frelsandi kraft inn í líf nokkurs manns eða konu, nema við sjálf eiguin frelsara — sjálf hvílum í friðþægingu Guðs sonarins og lians andi sé verkandi í oss. Minnumst þessa og breytum eftir því í starfinu. — — Frá andbanningum. »Ingólfur«, 17. þ. m., flytur greinar- korn eftir dr. Bratt uin bannbaráttuna í Svíþjóð, eflir »Morgenbladet« i Kristjan- íu. Kennir þar ýmsra grasa og koma þar fram sumar órökstuddu staðhæfing- ar andbanninga. Er þar reynt að koma þeim skilningi inn hjá mönnum, að bann sé óframkvæmanlegt og færir sem ástæðu, meðal annars, að vísindalegar rannsókn- ir nú á síðari árum hafi dregið mjög úr viðgangi bannhugmyndarinnar. Þetta eru ósannindi, því hún hefir aldrei ver- ið öflugri en einmitt nú og hafa rann- sóknirnar miklu fremur og öllu heldur styrkt hana. Enda færir liann ekki og gerir ekki minstu tilraun til að hrekja neina af þeim visindalegu staðhæfinguin um illar verkanir áfengis í smáum skömt- um. Þegar »Ingólfur« og hans menn liafa lagt fram vísindalega viðurkendar rannsóknir, er sanni hið gagnstæða og kollvarpi þeim rannsóknum, sem heims- ins frægustu menn í þeirri grein hafa gert, t.d. dr. Emil Kraepelin í Múnchen, prófessor v. Bunge i Basel, dr. Latinien í Helsingfors o. fl., þá getur maður fyrst farið að taka tillit til þess sem blaðið segir i þessu efni. Þangað til hefir mað- ur fullan rétt til að segja, að hann fari með marklaust bull. Sníkjnr tcmplara erlendis. í sama blaði er grein með þessari fyrirsögn. Er þar hrúgað saman rangfærslum, misskiln- ingi og ósannindum. Aðalatriðinu í grein þessari, um er- lend samskot, hefir áður verið svarað hér í blaðinu, svo það virðist óþarfi að fara frekar út i það nú. Þar er stjórn Stórstúkunnar borið á brýn, að hún hafi beilt mútum og atkvæðakaupum, en á öðrum stað í sömu grein geíið í skyn, að hún hafi ekki notað alt það fé sem liún hafði, lil undirbúnings atkvæða- greiðslunnar, heldur jafnvel notað það í eigin þarfir. Hvað er nú sagt með þessu? Að sama upphæðin hafi verið notuð í tvenns konar tilgangi, og að blaðið veit ekki, hvernig það eigi að koma ósann- indunum í sennilegan búning og tekst svo ófimlega, að það kemur öllu upp um sjálft sig. Þá segir blaðið, að eng- in stórstúka hafi leitað erlendra sam- skota nema Stórstúka íslands. Þetta eru ósannindi, því á þessu saina há- stúkuþingi, sem það vitnar í, var sam- þykt að hefja alþjóða-samskot innan Reglunnar fyrir Stórstúkuna í Maine, vegna atkvæðagreiðslunnar, sem fór þar fram í haust er leið. Við hér sýndum lit á því að við vildum vera með og tókum líka andlegan þátt í þessu máli, ásamt bindindisfélögum og vísindamönn- um í ýmsum löndum lieims, með því að senda þjóðinni í Maine áskorun um að vernda bannið, er var undirrituð af nokkrum málsmetandi embættismönnum hér ásamt Stórstúkunni. Frá stúkunum. Huyljúf nr. 56 (barnastúka). Sunnudaginn 10. des. 1911 lijelt barna- stúkan »Hugljúf« nr. 56 í Flatey, afmælishá- tíö sina. í boði voru yfir 50 manns — þar á ineðal 5 heiðursgestir sem stúkan hafði boðið. Gæzlumaður setti hátíðina kl. 5 e.m. og bað söngflokk, sem æfður liafði verið, aö syngja pjóðsönginn: »Eldgamla ísafold«. Að þvi loknu, hót gæzlumaður mál sitt. Hann

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.