Templar - 30.01.1912, Blaðsíða 3

Templar - 30.01.1912, Blaðsíða 3
TEMPLAR. 7 talaði fyrir rainni stúkunnar og lýsti siðan starfmu nákvæmlega, meðal annars skýrði frá helztu siðvenjum í Reglunni. Hann endaði mál sitt með því að tala nokkur orð fyrir minni heiðursgestanna. En eltir það voru visur þessar sungnar, sem einn af meðlim- um hafði orkt við þetta tækifæri: Ó, Fjallkonan aldna, sitt afmæli í dag, þitt óskabarn heldur með söng oggleðibrag. Ó, lát það dafna, veit þvi vernd og skjól og vöxt á meðan himins ljómar sól. Og dafni hver hugsjón sem lijá þjer fæðast fær á frelsisins vængjum svo langt sem röðull nær þær lýsi vorri öldnu ættar grund, þess óskum vér og biðjum á þessari stund. »Því kynslóðin unga skal hefja landsins hag«, þvi heitum vér allir í þessurn stutta brag. Pvi framtið vor er framlíð ættar lands, því fram til starfs með djörfung hins unga manns. Þó leiðin sé tæp sem til vonarlandsins veit er viljinn og trúin, svo öll hin unga sveit mun sigur liljóta og liasla vanans völl, uns vonarsólin blikar um sveitir og fjöll. Og þá verður gaman að líta yfir láð, á ljómandi vori þá alt er blómum stráð. Að unnu verki eftir stríð og raun með ættlandsheill og gengi i sigurlaun. Og að loknum söngnutn, stóð einn af heiðursgestunum upp og bað aðra að fara að dæmi sínu — til heiðurs við stúkuna. Það var séra Sigurður Jensson fyrrum alþm. Barðstrendínga; síðan óskaði liann stúkunni til hamingju — að hún mætti blómgast og dafna og bera blessunarrik frækorn inn i sálir unglinganna; kvaðst hann og játa að hann hefði ekki þekt starf unglingareglunn- ar fyr en nú. Hann sagði ennfremur að það væri sannfæring sin, að allur fjelagsskapur væri góður, jafnvel hjá börnum og ungling- ttm. Hann endaði máf sitt með því að þakka g. m. fyrir starf hans; en g. m. þakkaði þaö með nokkrum velvöldum orðum. Eftir þetta var frjáls skemtun fyrir alla eftir vild. Skerntu menn sér með dans, tnfli og spilum. En er hátiðin hafði staðið um tvær stundir, varð hlé á dansinum, ogskemtu þá börn og fullorðnir með nokkrum söng- lögum. Á stúkan barnakennara Sigfúsi H. Bergmann mikið að þakka fyrir hve vel og fúslega hann æfði söngílokkinn á skömmum tima. Skemtunin stóð yfir fram yfir mið- nætti. Óhætt er að fullyrða að stúkan hefir eign- ast marga vini við þetta tækifæri. Um starf stúkunnar að öðru leyti ætla ég ekki að ræöa í þetta sinn. En gaman væri að senda »Templar« línu síðar og skýra þá nákvæm- lega frá slarfsemi hennar. Einn af meðlimiinuni. Að norðan. Unglingastúkan »Sakleysið« nr 3 á Akureyri hafði jólatré fyrir meðlimi sina á annan jóladag. Tvö jólatré voru sett upp i stórasal Good-Templarahússins, og kl. 6 e_ h. gengu börnin í skrúðgöngu inn í salinn og nokkra hringi í kring um trén, en br. Sigurgeir Jónsson lék skrúðgöngulag fyrir á Ilarmonium. Þar næst mynduðu börriin hring i salnum og sungu tvö fyrri crindin af sálminum »Heims um ból«, og að því loknu hélt upp- gjafaprcstur Jónas Jónasson snildarfallega ræðu, cn á eftir var sungið siðasta erindi sálmsins og svo jólasálmarnir hver af öðr- um: »1 Betlehem er barn oss fætt«, »í dag er glatt í döprum hjörtum« o. s. frv. Á meðan sælgætinu af trjánum var útbýtt gengu börnin i kring um trén og sungu: »Eldgamla ísafold«, »Ó, fögur er vor fóstur- jörð« og fleiri ættjarðarkvæði. Eftir kl. 8'/s var skemt með leikjum og dansi til kl. 11. Foreldrar og forsjármenn barnanna sátu uppi á svölum og liorfðu glöð á hópinn sinn, enda höfðu margar mæður orð á því, að betri skemtislund en þetla kvöld, liefði þcim sjaldan verið veitt. Skemlunin fór mjög vel fram og var hin ánægjulegasta, enda var það viðurkent, að betri og heilnæmari gleði sé ekki hægt að veita börnunum, en að skemta sér i krihg- um fallegt jólatré. »Sakleysið« liefir aldrei staðið með jafn- miklum blóma og nú í vetur. H. Skjaldbreið nr. 117 hélt afmæli sitt laugar- daginn 30. des. s.l. Br. Sig. Grímsson setti samkomuna og bauð alla viðstadda velkomna. F'yrir minni stúkunnar mælti br. Einar Ól- afsson, mjög laglega og gagnorða ræðu. Svo fóru fram upplestrar og söngur á víxl. Leik- inn gamanleikurinn »Box og Cox«, skraut- sýningar og dans að lokum. Skemtunin fór vel fram og skemtu menn sér ágætlega. Stúkan »Skjaldbreið« er ein af allra dug- legustu stúkum bæjarins og hefir starfað með miklu fjöri og áhuga í vetur. ~ Er Mars bygður? Eftir Otlo Asmussen. (Fýlt úr »Gads DnnsUc Magasin«). (Framh.). Grundvallarskoðunin, sem vér byggjum á, er sú, að þar sem vatn er, þar sé einnig líkamlegt líf á hærra eða iægra stigi. Að- alatriðið verður því, að hugsa sér, á hve hátt stig lífið sé komið, hvort sem það birtist í jurtagróðri, dýrum eða skynsemi gæddum verum. Svarið við öllum þess- um þrem atriðum getur auðveldlega verið já, úr því að hið almenna framþróunarlög- mál fyrir tilveru hugsandi vera gerir ráð fyrir, að til séu bæði dýr og plöntur og úr því að þær eru lifsskilyrði fyrir fram- þróun dýralífsins. Að flytja samstundis til Mars hið jarðneska dýra- eða jurtalif, mundi, hvað sein öðru líður, vera alveg ógerlegt af þeirri ástæðu, að þyngdaraflið er mismunandi á þessum tveim hnöttum, og einnig vegna þess, að loftslagsskilyrðin eru svo ólík. Yér höfuni þegar bent á, að þyngdaraflið á Mars-yfirborðinu er að eins */« af þyngdaraflinu á yfirborði jarðar, og greinar og leggir á jarðplöntu, sem hafa blöð og blóm, munu vera óþarflega sterk- - £u eð u g '*> P "C* TS O a ^ u S 3 fcC U3 « g>

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.