Templar - 20.02.1912, Blaðsíða 1

Templar - 20.02.1912, Blaðsíða 1
TEM LAR. XXV. Reykjavik, 20. febr. 1912 3. blaö. Stcfnuskrá Good-Templara. I. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar. II. Ekkert leyfi í neinni mynd, hversu sem á stendur, til að selja áfengisvökva tildrykkjar. III. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð samkvæmt vilja þjóðarinnar framkomnum í réttu lagaformi, að viðlögðum þeim refsing- um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar. IV. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á alla þá vegu, sem mentun og mannást eru kunnir. V. Kosinng góðra og ráðvandra manna til að framfylgja lögunum. VI. Staðfastar tilraunir til að frelsa einstaklinga og bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun, þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug- íeika, þar til vér höfum borið sigur úr být- um um allan heim. ísland erlendis. íslandi hefir verið veitt meiri og á- kveðnari eftirtekt víðsvegar um heim eftir að fréttin um aðflutningsbann á á- fengi barst héðan út um löndin. Mótstöðumenn bannsins hafa flult ýmsar sögur um álit manna meðal er- lendra þjóða, og er óhætt að fullyrða, að mest af þvi er markleysa tóm, til- búningur og ósannindi, sem sett hefir verið saman á ráðstefnum andbanninga, á skrifstofu »Ingólfs«, hjá Júlíusi eða við stríðsöl á Brúsastöðum. Nú um nýárið hefir íslands verið minst sérstaklega í ýmsum löndum vegna bann- laganna og hafa menn látið gleði sína i ljósi yfir því, að nú frá 1. jan. hafi ekki mátt flytja inn nokkurn áfengis- dropa. »Reformatorn« i Stokkhólmi flytur 21. des. f. á. grein um bannlögin hér og skýrir frá innihaldi þeirra. Blaðið byrj- ar greinina með þessum orðum: »Hér í Svíþjóð veita menn ástandinu á íslandi mikla athygli, því frá næstu áramótum hefst þar alment áfengisbann«. í sama blaði frá 11. f. m. er grein, «em gefur stutt og gagnort yfirlit yfir bindindishreyfinguna í ýmsum löndum árið sem leið. Þar er íslands sérstak- lega minst þannig: »ísland endar gamla árið með því að hringja út áfengið. Áfengisdrykkir hafa aldrei verið búnir til á Islandi. Áfeng- isverzlun hefir minkað mjög hin síðari árin. Nú er frá 1. jan. 1912 jafnvel innflutningur bannaður, og þegar þær birgðir, sem nú eru i eigu einstakling- anna er uppdrukkið (það hefir verið flutt inn mikið síðustu mánuðina), þá er ísland »þurkað«, maður vonar að eilífu. Framkvæmd bannlaganna á íslandi mun gefa reynslu, sem við hér í Sví- þjóð getum fært oss í nyt, þótt staðhætt- irnir séu yfir höfuð að tala ekki saman- berandi.« 3iyndasafn „Templars'*. Br. sira BjSrn Þorláksson er fæddur 15. apríl 1851 á Gautlöndum við Mývatn. Foreldrar: Porlák- ur Jónsson (d. 4. des. 1870) prestur á Skútustöð- um, og síðasta kona hans Rebekka (d. 6. apr. '64) Björnsdóttir, bónda á Bakka á Tjörnnesi, Páls- sonar. Útskrifaðist úr Rvíkurskóla 30. júní 1878 með 1. einkunn og prestaskólanum 24. ág. 1873 með 1. eink. Veitt 12. ág. Hjaltastaður og Eiðar og vígður 30. s. m., 26. marz 1884 Dvergasteinn og 1888 jafníramt Klyppstaður. Pingmaður Seyð- firðinga 1909. Kvæntur (24. júlí'92) Björgu Ein- Jirsdóttur, bónda á Stakkahlið, Stefánssonar. Þau hjón eiga prjá sonu á lífi: Þorlákur, er stundar nám við Khafnarháskóla, Valgeir í 5. bekk hins 3ilm. mentaskóla og Steingrímur, yngstur peirra bræðra, er heima. Síra Björn er meðal elztu meðlima Reglunuar. Hann hefir ávalt unnið að málefnum hennar af mikilli atorku. Öll stig hennar hefir hann tekið, og altaf hefir hann verið umboðsmaður í stúku sinni. Sem fulltrúi hefir hann setið á mörgum stórstúkupingum. Tryggari og staðfastari meölim á Reglan ekki og áhugasamari um mál hennar. — Á alpingi 3909 gerðist hann aðalflutnm. bannlaganna, peg- ar br. Björn Jónsson varð ráðherra og fylgdi Sira Björn Poiláksson. pyi máH fast fram pjoð VQr mun ætið minn_ ast hans með þakklæti og peirra þingmanna, er báru það mál til sigursælla úrslita. Var síra Björn á þingi sér og kjördæmi sínu til sæmdar.— Hann er kennimaður í fremsturöð. Búsýslumaður er hann mikill og hefir bætt og prýtt Dvergastein að miklum mun. Öll vel- ferðarmál utanhéraðs sem innan lætur hann mikið til sín taka. Hann er íastlyndur og tröll- tryggur, prekmikill og einarður, hjartagóður og hjálpfús. Heimíli peirra hjóna er hið prýði- legasta og gott er að bera að garöi peirra sem gestur. Síra Björn má hiklaust telja einn af nýtustu og beztu mönnum pjóðar vorrar. í ýmsum þýzkum bindindisblöðum hefir bannlaganna verið getið og upp- lýsinga hafa menn leitað h'ér um þau t. d. dr. Kraut í Hamborg, sem er ritstjóri nýja blaðsins »Der Vortrupp«, sem áður hefir verið lyst hér í blaðinu. Um nýjárið fékk ráðherra íslands samfagnaðarskeyti frá landsþingi bind- indismanna í Noregi út af því að bann- lögin væru í gildi gengin. Skeytið var undirritað af Stór-Templar í Stórstúku Noregs, br. Arne Halgjem. »Reformatorn« 4. f. m. getur þess, að íslandi hafi verið óskað til hamingju með bannlögin. Par segir svo: »Til ráðherra íslands, Kristjáns Jóns- sonar í Reykjavik, hefir verið sent eftir- farandi skeyti: Heil hamingjuósk út af því að áfeng- isbannið er gengið í gildi, frá Fulltrúasamkomu sænsku bindindis- félaganna. Oskar Eklund. Alexis Björkman.« Eklund er einn af helztu fulltrúum Stokkhólms í efri málstofu sænska rík- isþingsins. í Bandaríkjunum og Kanada er ísland lofað fyrir dugnað sinn í þessu máli og allir endurbótavinir bera mikið traust til þess. »Ingólfur« bar nokkra enska viðskifta- rekendur fyrir því, í haust er leið, að þeir hefðu aumkað íslendinga vegna bannlaganna. En aftur á móti höfum vér það eftir áreiðanlegum heimildum, að menn alment fagni yfir þeirri ráð- stöfun, en hafi um leið látið í ljósi undrun sína yfir því að ísland hafi ráð á að flytja inn áfengi fyrirmargar milj. kr., en sé í stókustu vandræðum að byggja sér ofurlitið hafnarkrili. Yínpólitík Frakka. Henni mótmælt af frönsknm manni. Á alþjóðaþinginu í Haag, í haust er leið, hélt Hayem, lögmaður, frá París, fyrirlestur um þær hagfræðisskoðanir, sem sérstaklega koma í ljós í vínfram- leiðslulöndum, þegar um takmarkanir á vín- og áfengissölu er að ræða. Hann hélt þ\í fram, að framleiðsla áfengisdrykkja sé alls ekki bezta tekju- lindin eins lands. Oft mishepnast vín- uppskeran og í öðru lagi hefir áfengis- nautnin svo feiknarleg útgjöld í för með sér fyrir almenning, sem afleiðing af allri þeirri eymd, sem af drykkjuskapnum leiðir. Pau ríki, sem vilja varðveita heilbrigði manna, ættu að setja í verzlunarsamn- inga sína ákvæði um bann gegn áfengis- drykkjum og í staðinn greiða fyrir inn- flutningi á niðursoðnum ávöxtum og ó-

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.