Templar - 20.02.1912, Blaðsíða 2

Templar - 20.02.1912, Blaðsíða 2
10 T E M P L A R. „Templar“ kemur út á liverjum 20 daga freBti, miust 18 blöð. Yerð árgangsins 2 kr., er borgist 1. júlí. Útsölumonn fá 26°/o í sölulaun. Ritstjórn, afgreiðslu og innhoimtu annast Jon Arnason, Box A 21, Reykjavík. Afgr. á Smiðjustíg 5, kl. 7—8 síðd. áfengnm vínum, til þess á þann liátt að jafna halla vínframleiðslulandanna. í sambandi við þetta inótmælti lir. Hayem mjög ákveðið þeirri aðferð frönsku stjórnarinnar, að leyfa öðrum rikjum aðgang að frakkneska peningamarkaðin- um einungis með því skilyrði að þau greiði fyrir hjá sér innflutningi á írakkn- esku víni. Frá andbanningum. »Ingólfur« 8. þ. m. Þeim leið herfi- lega,andbanningum,eftir að síðasti »TpI.« kom út; en liefir svo hægt ofurlítið, síð- an »lngólfur« kom með svarið gegn stefnuskrárgreinni. En aumingjaleg er frammistaðan og svo skæla þeir og skrækja svo ámátlega, að skelíing er á að hlýða. Út af fyrsta atriðinu segir »Ingólfur« að þeir haíi frætt menn um skaðvæni ofdrykkjunnar, og bendir á Weis-pésann og dr. Wille. Það er nú upplýst fyrir löngu hvers konar fræðsla var i Weis- pésanum og Weis A'ar og er leiguþý dönsku bruggaranna. Það mun nægja, til að sýna, hvernig blaðið stendur að vígi með þetta atriði. Bindindissamtök- um neitar blaðið alveg; segist ekki fást við neitt slíkt. Það er nú bara hrein og ómenguð játning frá þess hendi og virðist því ekki þurfa frekar um það að ræða. Þá er annað atriðið um kúgunina. Bl. segir, að »ef prestar í ræðum sínum fari í bág við þær kenningar, sem þeir hafa undirgengist að ílytja, um leið og þeir sverji embættiseið sinn, þá beri þeiin að taka afleiðingunum af því og segja af sér embætti sinu. Það lítur út fyrir að blaðið sé að hreykja sér í dómarasætið yfir prestunum, en sennilega verða um- mæli þess virt að maklegleikum. Ann- ars virðast svör þau, sem »Ingólfur« liefir fengið út af þessu máli, vera nægi- leg til að sanna, að hann fer með kúg- un gegn öllum hlutaðeigendum þess. Blaðið spyr svo: »hvort »Tpl.« geti nú skilið að það er engin »nauðung og skerðing á almennum mannréttindum«, þó vér ætlumst til að kirkjan banni þjónum sínum að ausa í embættisnafni svívirðingum yfir flokk vorn andbann- inga og ausa um leið lofi og dýrð yfir andstæðingaflokk vorn, bannmennina, eða veit »Tpl.« ekki að margir prestar fylla ílokk vorn, andbanninga?« Ein- hverntíma hefði nú »Ingólfur« kallað það haft á persónulegu frelsi, að banna prestum að segja það sem þeim býr í brjósti, sérstaklega er um mannfélags- mein er að ræða og að ráða bót á því; en af því bannið er núna í þágu blaðs- ins og kumpána þess, þá er náttúrlega sjálfsagt að beita því. Að í umgetinni ræðu hafi verið bornar nokkrar svívirð- ingar á andbanninga, því mótmælum vér sem gersamlega ástæðulausu og ósönnu. Nokkrir prestar eru andbanningar, en vér minnumst ckki þess að hafa gert kröfu til að þeir væru settir af hempunni fyrir það. Þá er þriðja atriðið um »andlega og líkamlega heilbrigði þjóðarinnar« og and- banningalæknana. Blaðið viil helzt ekk- ert um það inál segja, og er það und- arlegt, að »lngólfur« skyldi vera svo hygginn að fara ekkert út i þá sálina, því á þeim umræðum hefði hann ekki grætt. Blaðið segir: »að oss sárni, að all-flestir læknar séu oss andvígir í bann- málinu«. Þarna hefir blaðið sagt helzt til mikið, þvi áhöld munu vera um það hvor flokkurinn er sterkari ineðal lækn- anna í landinu, sá sem fylgir »Ingólfi« eða oss, svo þessi ásökun er alveg út í hött. Þá er /iinla atriðið, »pólilíkin«. Blað- ið afsakar afstöðu sína í þessu atriði með því að bankamálið liafi ekki verið flokksmál. En það var víst búið að gleyma því, að það var upphaf þeirra pólitíska ferils, en ekki endir. Þeir bera það í vænginn, að ritstjórinn sé eigandi blaðsins. Þetta' er engin afsökun, því blaðið er þeirra málgagn eftir sem áður, og afhent honum með því skilyrði. Um sjötla alriðið gerir blaðið þá grein að liann hafl Iielzt viljað styðja Kristj- ján Jónsson af þeim sem í boði voru sem ráðherrar, af því hann væri ekki jafnblindur í því máli (bannmálinu) og Skúli. Þelta á nú að lieita afsökun. Það er óneitanlega nokkuð viðrinislegt, að blað skuli fylgja þeim ráðherra, sem er andstæður þess aðaláhugamáli. Eilt vituni vér, að þeir hafa sett öll atriði stel’nu sinnar (að bannandóíinu undanskildu — ef til vill) í þeim tilgangi einum, að slá ryki í augu almennings og láta liann skoða þá í fölsku tjósi. — Þá talar blaðið um óheiðartega blaða- mensku. Það er vísl ekki óheiðarleg blaðamenska, að segja, eins og »Ingólf- ur«, að menn beiti mútum og atkvæða- kaupuin og gefa í skjm að menn brúki annara fé í eigin þarfir (eða steli því með öðrum orðum)? Þetta liafa þeir heiðarlegu herrar látið sér sæma að bera á borð fyrir oss bannmenn; en vér álít- um ómerk ómagaorð og lálum það oss litlu skifta; en af því blaðið fór að lala um ólieiðarlega blaðamensku, þá væri því nær að skafa innan kyrnur sínar áður en það fer að litast um annars- staðar. Þeir segjast aldrei liafa talið þjóðinni trú um, að hún eigi að drekka. Þelta eru ósannindi. »Ingólfur« hefir oft hald- ið því fram að menn ættu að drekka í hófi; en í framkvæmdinni er lióf ekki til. Svo mólmælir blaðið skaðlegum á- hrifum áfengis. Þelta er að telja þjóð- inni trú um, að hún eigi að drekka; hún sldlur það svo og getur ekki annað. Svo tala þeir Um »þef og snuðrun« í sambandi við vínbirgðirnar og nú séu templarar að byrja starfið, sem þeir ælli Reglunni framvegis hér á landi. Þeir óttast, sýnilega, að templarar muni hafa gát á lagabrotum. »Það er enginn kend- ur sem hann kemur ekki«; en hefðu þeir ekki talið mönnum jafn-ákveðið trú um, að þeir ættu að brjóta bannlögin og þeir hafa gert, andbanningarnir, þá væru menn í meiri vafa um hvert þeir eiga að snúa sér, er um brot á lögunuin er að ræða. »Salóinon8dómavinn«. »Ingólfur« var hreykinn af dómnum, sem hann sagði, að kveðinn liefði verið upp á Eskifirði, er hann kallaði Salómonsdóm. Nú er víst, að þetta er altsaman tómur upp- spuni og ósannindi. Sameiginlegur templarafundur fyrir Vestur-Skaftafellssýslu var haldinn þann 16. júlí 1911, i fundarsal st. »Foldin« nr. 88 í Álflaveri. Fundurinn var haldinn meö venjulegum fundarsiöum og gengdu embættum embættismenn sL »Foldin«. Fyrir fundinum lá dagskrá og fyrsta mál hennar var: Bannlögin og verndun þeirra. Málið rætt, en engar tillögur eöa ákvaröanir gerðar i því. Annað mál dagskrárinnar var »Samvinna ungmennafélaga og Good-Templ- arastúkna«. Viö umræður í málinu kom fram svohljóðandi fundarálit: »Fundurinn álítur þaö mjög þýöingarmikiö, að templ- arar og ungmennafclagar geti orðið sem bezt samtaka í starfmu og að þeir greiði hvorir fyrir öðrum að ná hinu setta takmarki sínu. En þar cð hætt er við, að þeir að sumu leyti dragi krafta hvorir frá öðrum, einkum til sveita, en vonandi að templarar scu þeg- ar komnir að hinu endanlega takmarki sínu hér á landi: algerðri útrýmingu áfengis, þá leyíir fundurinn sér að skjóta þvi undir álit Stórstúku íslands og Sambandsstjórnar Ung- mennafélags íslands, hvort ekki muni til- tækilegt að Ungmcnnaíélögin tækju við starli stúknanna. — En að sjálfsögðu telur fund- urinn að þetta geti ekki orðið alt i einu, þvi málið þurfi að athuga og ræða frá báðum hliðum. Fundurinn æskir þess að fram- kvæmdanefndin og sambandsstjórnin birti álit sitt í Templar og Skinfaxa, sem fyrst«. Álit þetta var nokkuð rætt og kom fram svohljóðandi breytingatillaga: »Að þessi tvö félög sameinuðu krafta sína og annað þeirra tæki við starfi beggja«. Breytingatillagan studd og samþykt meö öllum greiddum at- kv. Því næst var aðaltillagan borin undir atkvæði með áorðinni breytingu og samþykt í einu hljóði. Þriðja mál dagskráarinnar var: Jafnrétti kvenna og karla, utan stúku og innan. Mál- ið var rætt á ýmsa vegu og kom fram þannig löguð tillaga um álit fundarins á þvi máli: »Fundurinn fagnar þvi hve kvenn- réttindamálið er komið í gott horf, því þaö er fylsta sannfæring hans, að jafnrétti kvenna og karla muni leiða í ljós ýmsa þýðingarmikla og blessunarríka ávexti fyrir hina islenzku þjóð«. Tillaga þessi var studd og samþykt í einu hljóði. Fjórða mál á dagskrá voru frjálsar um- ræður um stúkur og Regluna yfir höfuð. Var þá fyrst spurt um líðan stúkna i sýsl-

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.