Templar - 20.04.1912, Blaðsíða 1

Templar - 20.04.1912, Blaðsíða 1
TEMPLA XXV Reyjavík, 20. apríl 1912 6. blað. Stefnaskrá fiood-Templara. I. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar. II. Ekkert leyfi í neinni mynd, hversu sem á stendur, til að selja áfengisvökva til drykkjar. III. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð samkvæmt vilja þjóðaiinnar framkomnum ( réttu lagaformi, að viðlögðum þeim refsing- um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar. IV. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á alla þá vegu, sem mentun og mannált eru kunnir. V. Kosinng góðra og ráðvandra maiui til að framfylgja lögunum. VI. Staðfastar tilraunir til að írelsa einstaklinga og bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun, þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug- leika, þar til vér höfum borið sigtir úr být- ubi um allan heim. Framtíðarstörf Good-Templara. Margir halda, að þegar bannlögin séu komin í gildi, þá sé öllu starfi Good- Templara lokið. Það er ekkert undarlegt, þó andbann- ingar og þeirra líkar hafi þessa skoðun, þeir, sem lengi hafa verið að basla við að lesa slefnuskrá vora og hafa sýnilega ekki cnn þá skilið hana. Maður þarf því ekki að kippa sér upp við það þó skringi- legar skoðanir komi úr þeirri átt. En hitt er undarlegra, að til eru þeir bindindismenn og templarar, sem hafa þessa skoðun; en hún er bygð á hugs- unar- og athugaleysi. Sérstaklega mun hún vera ríkjandi hjá þeim, er litinn eða engan þátt hafa tekið í starfinu og lítið far gert sér um að kynnast því, sem þó var sjálfsögð skylda þeirra. Margir eru og þeir meðal almennings, sem ekki hafa gert sér neina hugmynd um málið, menn, sem eru fyrir utan alla starfsemi, bæði með og móti bind- indi og banni, og vaða því í villu og svíma um þetta atriði. Það er því bráðnauðsynlegt að gera sér nánari grein fyrir þessu máli en áð- ur heíir átt sér stað, til þess að mönn- um, sem vilja ryðja málum vorum braut, gefist kostur á að athuga það og út- breiða skoðanir vorar á því. Fyrsta málið á dagskránni verður þá auðvitað: Verndun bannlaganna. Samkvæmt stefnuskrá sinni heflr Regl- an unnið að því að fá bannlögin lög- Jeidd hér á landi og því fylgir auðvitað sú skylda, að styðja lögin í framkvæmd og auka og viðhalda þjóðarviljanum með þeim. Fimta alriði stefnuskrárinnar bend- ir ótvírætt á það, að Reglan á að vinna að verndun laganna eftir að þau eru komin í framkvæmd, því það hljóðar svo: »Kosning fskipunj góðra og ráðvandra manna lil að framfylgja lög- unum«. Þessu atriði eigum vér eftir að vinna að og það er skylda vor, sam- kvæmt heitum vorum, að lögunum verði trygð tilvera hjá þjóðinni. Um þetta hefir br. Dnckert, norskum presti, er gefið hefir út um mörg ár: »Afholdsvennernes Aarbog«, farist svo orð, er hann talar um stefnu og verk Reglunnar eftir að bannlög eru komin á í einu landi eða riki, að þá eigi Good-Templarar að vinna að þvi að trgggja, bannið um aldur og œfi (at arbeide for forbudels befæstelse íor alle tider). Þá liggur næst sú spurning: »Hvernig eigum vér að fara að því? Til þess eru ýms ráð. Vér höíum eitthvert hið bezta félags- skaparfyrirkomulag sem til er, til þess að ryðja braut nýjum stefnum og hug- sjónum, til þess að hafa áhrif á menn allstaðar þar sem vér erum og þar sem vér ferðumst. Slúkurnar eiga að halda uppi hinni almennu »agitalion« og gera alla félaga sina hæfa málsvara bannlag- anna, til þess að þeir veki áhuga manna alment i því að stj'ðja lögin og hafa gát á brotum og glæða hjá mönnum virð- ingu fyrir lögunum. Hver bindindismaður og bannvinur á að álíta það sína helg- ustu skyldu að vinna þetta verk alstað- ar þar sem því verður við komið. Stúk- ur og bindindisfélög eiga að gera sér- stakar ráðstafanir til þess að hafa gát á að lögunum sé hlýtt og koma upp brotum ef þau eru framin. Enginn má draga sig i hlé i þessu máli, því framtíðarheill og viðgangur þjóðarinnar er í veði ef þessu máli er eigi dyggilega fyigt. Bannið er eitt hið stærsta þjóðþrifa- og menningarspor, sem íslendingar hafa stigið, og því meiri nauðsyn er á aó það sé verndað sem allra bezt. Sum atriðin, sem hér fara á eftir, standa bcinlínis og óbeinlínis í sambandi við verndun laganna. Til þess að styðja fylgi málsins hjá þjóðinni, verða altaf og á öllum tímum að vera til forgöngumenn. Þess vegna verðum við að Ieggja áherzlu á annað atriðið, sem verður að vera hinu fyrra samferða, en það er: Starfíð í stúkunum. Reglan er uppeldisstofnun. Hún hefir ýms ráð til að ná þessum tilgangi sínum. Hún hefir siði og kenningar. Kenn- ingarnar eru tvenns konar: sem félag- arnir flytja með sér út í lifið, gera aðra menn þeirra aðnjótandi, og kenningar, sem eru eingöngu ætlaðar félögunum sjálfum: útvortis og innvortis (exoterisk- ar og esoteriskar) kenningar. Þær eru fagrar og háleitar, uppbyggjandi og göfg- andi, og enginn, hversu hátt sem hann kann að vera settur í mannfélaginu eða hversu miklum gáfum og lærdómi hann er gæddur, er svo, að hann þess vegna ekki geti haft gagn af þeim. Siðirnir eða fyrirkomulag þeirra á langa sögu og eru sum eða flest af aðal-dulmynda- kerfunum til orðin fyrir mörgum hundr- uðum—jafnvel þúsundum — ára. Allir templarar ættu að athuga þá hlið reglu- starfanna miklu betur en þeir hafa ef til vill áður gert, því þar er falinn feg- ursti, göfgasti og helgasti hluti þeirra. Þeir verða að gefa nánar gætur hverju atriði, hversu smávægilegt sem það kann að virðast, því þar er ekkert, sem ekki hefir einhvern ákveðinn tilgang. Hver siðaregla heíir tvöfalda merking, að minsta kosti; fyrst lærdómana, sem hún flytur og siðan duhnyndirnar, sem á bak við hana liggja og að lokum getur hún haft beint »praktíska« þýðingu. — Þegar reglufélagarnir hafa gert sér nána grein fyrir þessu, sameinað öll smáatr- iðin, og lyfl af þvi blæjunni, þá liggur það alt fyrir framan þá eins og opin bók, og þá munu þeir finna, að þeir hafa ekki unnið til ónýtis. Fundarstarfið (hið parlamentariska) er eitt markvert atriði, sem nauðsynlegt er að menn hagnýti sér sem bezt. Það er viðurkent af þeim, sem vit hafa á, að fundarstjórn og fundarsköp vor séu ein- hver þau beztu sem menn þekkja; enda hefir reynzlan orðið sú, að fjöldi manna hafa bezt lært slíkt einmitt í Reglunni. Að kunna að koma fram á mannfund- um og láta öðrum í Ijósi skoðanir sín- ar í heyranda hljóði á réttan og viðeig- andi hátt, er sú bezta lærdómsiðkun, sem hver sá maður þarf að hafa um hönd, sem vill verða góður og nýtur borgari. í sambandi við þetta mætli geta þess að ofl hafa sumir hinna svo nefndu lærðu manna sett upp mesta spekings- svip og vandlætingar um eitthvað sem þeir nefna »stúkumælsku«. En bágbornari fundur og aumari framkoma helir ekki sézt hér í bæ, en einmitt þar, sem þessir sömu herrar hafa verið saman komnir, sbr. fundinn í Stúdentafélaginu i fyrra, er háskólamálið og bannið var þar til umræðu. Það væri sannarlega fundvís maður sem fyndi þar minsta sneíil af þessum mikla menningarvott: parlamen- tarisk þekking, og hvar ætti hún að vera fremur en þar? Þeir þyrftu, sumir þessara Stúdentafélagsmanna, að vera nokkrum sinnum á stúkufundi, til þess

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.