Templar - 10.05.1912, Síða 1

Templar - 10.05.1912, Síða 1
TEMPLAR. XXV. Reyjavík, 10. maí 1912. 7. blað. Myndasaín „Templars“. Br. Giiðmimdur Loftsson, bankaritari, gerðist stofnmeðlimur stúkunnar »Borg« nr. 87 11. okt. 1903. Var hann umboðsm. hennar og starfaði mikið fvrir hana. Síðar iluttist hann til Reykjavíkur og gerðist þá meðlimur st. »Dröfn« og gegndi þar ýmsum störfum. Ilann var og um nokkurt skeiö í stúk- unni »Gyðju« og vann þar mikið, gegndi Æ.T.-störfum o. fl. Nú er hann meðlimur stúkunnar »Bifröst« nr. 43 hér í Rvík. Hann var ritari Umdæmisstúkunnar nr. 1 1909—1910 og var í fjármálanefnd Stórstúkunnar 1909—1911. Hann heflr öll stig Reglunnar; tók hástúkustigið 10. jan. 1909, á 25 ára afmælinu. Ilann er einn hinna áhugasömustu Templara og ber hag Regl- unnar og málefnisins mjög fjTÍr brjósti; hann liefir skarpari skilning á öllu innra starfi Reglunnar en flestir aðrir hér og liefir óvenjulega miklar mætur á því. Slíkir menn eru svo mikils virði fyrir aðra reglufélaga að þeint verða seinl fullþökkuö störf þeirra og áhrif. Br. Guðmundur fékst fyrst við verzlunarstörf, fór utan og nam verzlunarfræði i Kliöfn. Ilann var fyrst bóklialdari hér í Rvik, en hefir í mörg ár verið ritari i Landsbankanum ; er hann mjög vel að sér í sinni ment, ábyggilegur og viss i störfum sinum og má óhikað telja hann einn af hæfustu starfsmönnum I.andsbankans. Hann er fæddur 14. marz 1871. Stefnuskrá Good-Templara. I. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar. II. Ekkert leyfi í neinni mynd, hversu sem á stendur, til að selja áfengisvökva til drykkjar. JII. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð samkvæmt vilja þjóðarinnar framkomnum í réttu lagaformi, að viðlögðum þeim refsing- um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar. IV. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á alla þá vegu, sem mentun og mannást eru kunnir. V. Kosinng góðra og ráðvandra manua til að framfylgja lögunum. VI. Staðfastar tilraunir til að frelsa einstaklinga og bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun, þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug- leika, þar til vér höfum borið sigur úr být- um um allan heim. Framtiðarstörf Good-Templara. Það sem sagt hefir verið hér að fram- an um stúkustörfm og þýðingu þeirra fyrir félagana, mun hafa mikil áhrif í þá átt, að festa félagana í Reglunni og auka festu hennar, ef menn færa sér það fullkomlega í nyt. Þetta mun þó ekki vera nægilegt að öll- um jafni, og þvi verður eitthvað að gera fyrir félagana, aila þeim einhverra hlunn- inda, og verður þá þriðja atriðið i fram- líðarstörfunum: ÍSjúkrasjóðir og lífsábyrgð. Sumar stúkur, hæði í Reykjavík og víða úl um land, liafa myndað sjóði til styrktar bágstöddum félögum sínum, er sjúkleika ber að höndum. Rein lillög lil þeirra frá félögunum liafa verið lítil eða engin, og hefir þvi víðast hvar verið reynt að afla þeim tekna með því að halda skemtanir til ágóða fyrir þá. Tekj- urnar hafa því verið af skornum skamti. Það heíir því verið alveg ómögulegt að leggja ákveðin skyldugjöld á sjóði þessa og jafnframt því verið komið undir vel- þóknun og álili stjórnendanna, hvort og hve mikið þessi eða hinn geti fengið úr sjóðnum, og auðvitað eru þessi tillög eða styrktarfé svo lítið, að það bætir tæplega úr bráðustu nauðsyn styrkþeg- ans. Hjúkrunarnefndirnar liafa venju- lega hafl sjóði þessa undir höndum og liafa þeir að eihs verið notaðir í þarfir þeirra félaga, sem l)lásnauðir voru. Þetta er auðvitað mjög gotl og fallegt, en víðtækt getur það ekki orðið og því síður ábyggilegt. Sjúkrasjóðir með ákveðinni ábyrgð, er það l'yrirkomulag, sem nú er mest tíðkað í öðrum iöndum og hefir gefist bezt. Þar greiðir hver sjóðsfélagi á- kveðið gjald og fær fyrir það ákveðin hlunnindi frá sjóðnum, t. d. læknishjálp, meðöl og dagpeninga um ákveðinn daga- ijölda á sama ári. Sumir sjúkrasjóðir útvega ekki lækni né meðöl, en greiða einungis ákveðna peningaupphæð fyrir ákveðið iðgjald, t. d. Rekabitarnir. Þar geta menn Irygt sig fyrir mismunandi upphæðum, alt eftir þvi sem efnin leyfa, og er gjaldið þá einnig miðað við inn- göngualdur. Sjúkrasamlag Reykjavíkur tekur auk læknislijálpar, meðala ogsjúlcra- hússvistar mismunandi gjald vegna mis- munandi hárra dagpeninga. Sum félög hafa fastákveðið gjald gegn ákveðnum skyldum, svo sem Sjúkrasamlag prent- ara í Reykjavik. Stúkurnar ættu að athuga þetta mál og reyna að koma á fót hjá sér sjúkra- samlögum. Allar upplj’singar þessu við- víkjandi má fá hjá Sjúkrasamlagi Revkja- vikur. Slík sjúkrasamlög meðal bindindis- inanna verða liluttakendum mun ód\T- ari en meðal manna alment, því reynsla er fengin fyrir því, að hjá bindindis- mönnum eru sjúkravikur miklu færri en hjá hófsemismönnum, þó ekki sé nú um drykkjumenn að ræða. Það hafa Reka- bítarnir bezt sýnt. Hér er ekki unt rúmsins vegna að fara lengra út í þetta mál, og verður því að vísa til þess sem áður hefir verið um það ritað; en hitt er áreiðanlega vist að það hefir mikla þýðingu fyrir Regl- una, félaga hennar og starf í framtíðinni, ef í sambandi við liana kæmu á fót á- lilleg sjúkrasamlög víðsvegar um landið. Lílsábijrgðar/élagshugmgndin er ekki ný. Það mál hefir verið nokkuð rætt i stúkunum hér í Rvík og Stórstúkan hafði það til ineðferðar fyrir nokkrum árum síðan, en árangurinn orðið lítill, enn sem komið er. Þó hafa nokkrir tjáð sig vilja taka þátt í stofnun slíks félags, verði því komið á fót. Það er byrjað að vekja þetta mál upp aftur og vonandi verður það ekki árang- urslaust. Stórstúkurnar i Svíþjóð og Danmörku liafa lifsábyrgðarsjóði í sambandi við sig fyrir meðlimina, og hafa þeir, að því vér hezt vitum, gefist vel. Sænska félagið er nú orðið mjög útbreitt og hefir áreiðan- lega átt einn bezta þáttinn í því að gera Regluna þar jafn-fasta og hún er orðin. Og hví skyldum við þá hér á íslandi ekki reyna þetta líka. Takist það, er enginn eti á því, að það getur haft mik- il og góð áhrif á framtíð Reglunnar hér. Það er önnur hlið á þessu máli, sem vert er að athuga, og hún er sú, að hepn- ist þessi [lilraun, þá höfum við fengið vísir til innlends lífsábyrgðarfélags, sem ávaxtar alt fé sitt í landinu, en nú fara iðgjöld fyrir lífsáhyrgðir úl úr landinu, og er það engin smá-upphæð árlega, sem þannig tapast úr veltu; hvað þá lieldur, ef því væri bætl við, sem tapast af tryggingum vegna greiðslufalla. Um leið og þetta er Good-Templara- mál, þá er það líka þjóðarmál. Fyrirkomulag lífsábyrgðarfélaga er ýmis konar og geta orðið skiftar skoð- anir um það, hvað mundi heppilegast. í því efni verða menn að hegða sér nokkuð eftir reynslu annara þjóða, sam- anhorið við okkar staðliætti. í almennum lífsábyrgðarfélögum verða tryggjendur að greiða stórfé til hluthafa, til stjórnenda, til umboðsmanna og til innheimtu. Mikið af þessu getum við verið lausir við, vegna þess að við liöf- um stúkurnar til að útbreiða félagið innan sinna vébanda og gætum látið þær sjá um innheimtuna. Þá yrði kostn- aðurinn sáralítill. Þetta er eitt af framtíðarstörfunum og þess vegna þarf að gefa því nánari gæt- ur en enn þá hefir átt sér stað, og er vonandi, að Templarar taki vel undir þetta mikilsverða mál, ef um það skyldi síðar koma erindi til þeirra. — Margir rneta mikils alla hjálpsemi og

x

Templar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.