Templar - 10.05.1912, Blaðsíða 2

Templar - 10.05.1912, Blaðsíða 2
26 „Teraplar“ kemur út á hverjum 20 daga fresti, miust 18 blöð. Yerð árgangsins 2 kr., er borgiat 1. júlí. Úteölumenn fk 26°/e i eölulaun. Ritstjórn, afgreiðslu og innheiratu annast Jotl Árnason, Box A 21, Reykjavik. Afgr. á SmiðjuBtíg 6, kL 7—8 aiðd. vilja leggja mikið í sölurnar fyrir hana, og því verður fjórða atriðið; Líknarstörfin. Þau eru niargvísleg. Innan Reglunn- ar eru þau aðallega inniíalin í því að aðstoða sjúka og veita þeim kostnaðar- lausa vöku, ef þess gerist þörf. En oft hefir verið farið feti framar í þessu efni, og hafa þeir, sem fátækir eru verið styrktir lítilsháttar með féstyrk, eins og vikið var að hér að framan. í framtíðinni mætti leggja meiri áherzlu á þetta og mundi það eiga sinn góða þátt í að styrkja félagsskapinn og gefa honum gildi. Þá má geta þess, að ótaldir eru þeir peningar, sem Templarar hafa, bæði fyr og síðar, gefið þeim reglubræðrum sín- um, sem hafa orðið fyrir hörðum búsifj- um vegna veikinda eða slj'sa eða orðið fyrir stórum skaða á einn eða annan hátt ; skiftir það mörgum tugum þús- unda sem þannig hefir verið látið af hendi rakna. Þá eru ekki fáar jarðar- farirnar, sem Templarar liafa kostað. Alt þetta hefir verið gert og verður gert af því Reglan ertil; að öðrum kosti hefðu hlutaðeigendur alveg farið á mis við það. Líknarverkin geta verið margvísleg og er ómögulegt að gefa ákveðnar reglur fyrir þeim; það heíir jafnan verið undir atvikum komið, þegar ekki er tekin á- kveðin stefna í þá átt. Nauðsynlegur liður verða þau í framtíðarstörfunum; á því er enginn efi. — — En stærsta líknarverkið, sem Reglan vinnur að, er með algerðum bannlögum í öllum löndum að koma i veg fyrir al- menna nauln áfengis og afstýra þannig eyðileggingu þjóðanna. „Titanic'-slysið. Yar öll skipshöfnin drukkin? Hafa þessir 1653 menn orðið herfang dauðans af völdum Hakkusar? „Reformatorn" frá 25. f. m. skýrir svo frá: „Menn hafa séb í dagblöðunum skýrslu um hinn mikla mannskaða, er varð á At- lantshafinu, er heimsins stærsta gufuskip, „Titanic", sökk. Ein af orsökum slyssins mun drykkjuskapur hafa verið. • Framburð- ur eins skipverjans, Klein að nafni, er, því er ver, full-eftirtektaverður. Hann skýrir svo frá, að síðla sunnudagsins, skömmu áður en slysið hafi átt sér stað, hafi verið haldinn fínn miðdegisverður á skipinu og dansleikur á eftir. Skipstjóri og aðrir yfir- menn skipsins hafi setið í veizlunni, og hafi þá verið drukkið kynstrin öll af á- fengi. Að miðdegisverðinum loknum hafi matreiðslumennirnir veitt hásetunum óspart kampavín. T E M P L A R. Þegar Klein stóð á verði á hádekki, kom einn farþeganna til hans og vakti athygii hans á þ'ví, að ísjaki væri fram undan. Klein hljóp undir eins til manns þess, sem hafði útsjá á hendi, en hann — svaf, og þá varð Klein sjálfur að tilkynna hættuna. Sum New-York-blöð hafa það eítir frú Astor, að hún hafi verið i björgunarbátn- um með „fullum miljónamæringi", er tíu hásetar hafi verið dregnir upp úr sjónum, allir meira og minna ölvaðir, og hafi sum- ir þeirra dáið skömmu síðar“. Sterkar eru líkurnar fyrir því, að drykkju- skapur hafi verið aðal-orsök slyssins, ef ekki eina orsökin. Að fengnum þessum upplýsingum verð- ur það skiljanlegt, hve seint menn urðu varir við ísjakann, þrátt, fyrir aðvörun sem gefin hafði verið annarsstaðar frá um ísrek. Þetta er ekki í fyrsta skiftið, sem drykkju- skapur hefir verið orsök hroðafenginna slysa á sjó; eru þess mörg dæmi hér á landi. Skyldu ekki miljónararnir, sem sátu þarna til boiðs við „hinar gullnu veigar", hafa viljab hætta við öll mök við áfengið, ef þá hefði grunað hverjar afleiðingarnar urðu, hefði grunað, að það mundi kosta líf þeirra og mannanna, sem voru svo ó- hepnir að verða þeim samferða. Hvað segja andbanningarnir okkar hér á íslandi um þet.ta? Hvað segja þeir um það, embættismennirnir og lærði lýðurinn, fínu drabbararnir, sem vilja halda dauða- haldi í vínið? Vildu þeir ei<ja dauða 1653 manna á samuizknnni? Frá andbanningum. Kolaeinkasalan. Það er ekki hlutverk „Templars“ að taka almenn mál til athug- unar; en gaman er að sjá framkomu sumra manna í kolaeinkasölumálinu. Menn skíft- ast í flokka með og móti málinu. En alt af kemur fram hjá sumum andbanningun- um þessi sama aðferð og þeir hafa áður beitt: Að vera á móti öllum tillögum, hversu viturlegar sem þœr kunna að vera og al- menningi hagkvœmar og telja mönnum Irú um, að þœr séu óha/andi; landssjóð- ur geti ekki lifað á öðru en brennivíninu. Sumir eru nógu hygnir til þess að láta sem minst á þessu bera, en aðrir fara ekki í launkofa með það, t. d. Brynjólfur kaupm, Bjarnason. Þeir urðu gramir út af því í fyrra, and- banningar, er „Tpl.“ benti þeim á að þetta hefði verið aðferð þeirra, bæði utan þings, og innan 1911, og reyndu að þvæla á móti þeirri staðhæfingu, en nú kemur það full- skýrt i Ijós, svo nú dugir ekki móti því að mæla. Þjóðin á ekki að láta blekkjast af tillög- um eða áliti shkra manna. Peir eru og verða alla/ vilhallir í þess- um málum. »Gjallarhoi’n« tínir spörðin úr „Ingólfi". Það tekur upp úr honum greinarstúf „um sníkjur Templara erlendis“,sem búið er að svara og sýna fram á að er misskilningur, útúrsnúningur og ósannindi. Hefir „Norð- urland" strax bent á þetta og þökkum því fyrir. Nú gerist hart í ári hjá þeim Akureyr- ar-andbanningunum. Ágrip af fundargerð »Bindindissameiningar Norðurlands«. „Bindindissameining Norðurlands" hélt aðalfund sinn á Hólum í Hjaltadal 29.. marz þ. á. A fundinum var stjórn félagsins og 8 fulltrúar frá bindindisfélögum í Þingeyjar-, Eýjafjarðar- og Skagafjarðarsýslum. Stjórnarnefndarmaður Stefán Stefánsson. á Varðgjá skýrði frá ferðum sinum um Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjarsýslu síðast- liðið sumar. Hafði hann heimsótt bind- indisfélögin og einstaka menn og hvatt til framhaldandi áhuga og starfsemi. Félögin í „Sameiningunni" eru nú orðin færri, en þau voru fyrir nokkrum árum. Sum þeirra, sem gengin eru úr, eru hætt að starfa, en önnur hafa breyst í ungmenna- félög. Sjóður „Sameiningarinnar" er nú hátt á annað hundrað krónur. Rætt var talsvert um framtíðarstarfsemi „Sameiningarinnar". Voru allir á einu máli um það, að sjálfsagt væri að starfa á sama. hátt og að undanförnu, að minsta kosti næstu þrjú ár, eða meðan bannlögin úti- loka ekki áfengissöluna í landinu. Var samþykt tillaga um það, að fræð- andi og vekjandi fyrirlestrar skyldu haldn- ir í bindindisfélögum og á öðrum stöðum, svo sem hentugleikar leyfa. Stjórninni var faliö að sjá um framkvæmdir á þessu. í stjórnarnefnd voru kosnir: Kristján Jónsson, bóndi í Glæsibæ (endurkosinn),. Stefán Ste/ánsson, bóndi á Varðgjá (endur- kosinn) og Sigurður Sigurðsson, kennari á Hólum. Varamaður í stjórninni er Jóhannes Árnason, búfræðingur á Þórisstöðum. Næsti aðalfundur verður haldinn í Höfða- hverfi vorið 1913. S. S. Brostnir hlekkir. Hinn 26. nóv. f. á. andaðist str. Elin- horg Halldóra ívarsdóttir; hún var fædd 12. apríl 1889. Hún var ein af stofnendum st. „Gyðu“ nr. 120 og meðlimur hennar alla tíð síö- an; gegndi vanalega einhverju embætti, oftast V.T. eða Dr. í október giftist hún Gísla Gilssyni frá Arnarnesi, sem einnig hefir verið meðlimur stúkunnar síðan hún var stofnuð og oftast gegnt F.R.-starfi og leyst það mjög vel af hendi. Elinborg sál. var dóttir hjónanna ívars Einarssonar og Elísabetar Bjarnadóttur, sem búa á Kotnúpi hér í Núpssókn. Hún dó á sjúkraskýlinu á Þingeyri úr afleiðingum af botnlanga- bólgu. Hún var mjög vel látin og öllum kunnugum harmdauði. Kr. G. Næsta blað 30. maí.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.