Templar - 10.05.1912, Blaðsíða 4

Templar - 10.05.1912, Blaðsíða 4
28 T E M P L A R. TELEGRAM! '"S';1* Vi forœrer 2000 Kr. i Prœmier. For at gore vore Varer bekendt overalt, bortgiver vi til enhver, som kober hos os: et Anker-Remontoir Herre- eller Dameuhr eller en anden værdifuld Genstand, paa Betingelse, at enhver vedlægger en Bestilling paa en Fortrinlig Diana imit. Guldkæde og samtidig indsender Belobet derfor 1 Kr. 65 0re pr. Postanvisning eller i Frimærker. —... Forsendelsen sker altid aldeles omgaaende pr. Post. — Husk, at der med enhver Forsendeise medfolger gratis et Uhr eller en anden vœrdifuld Genstand. Forsendelsen sker franko overalt. Vort store Pragt-Katalog over alle Arter Varer, vedlægges enhver Forsendelse. Skriv straks til C. Christensens Varehus, Saxogade 50, Köbenhavu V. Grundlagt 1895. Grundlagt 18í)5. Klædeyæver EdLling, Yiborg, Danmark sender Portofrit 10 Al. sort, graat, mörkblaa, mörkgrön, mörk- brun finulds Ceviotsldæde til en flot Damekjole, for kun 8 Kr. 85 Öre, eller 5 Al. 2 Al. br. sort, mörkblaa, graanistret Renulds Stof til en solid. og smuk Herredragt for kun 13 Kr. 85 Öre. Ingen Resiko! Kan ombyttes eller tilbage- tages. — Uld köbes 65 Öre Pd., strikkede Klude 25 Öre Pd. tilfinnanlegra. Jústitsráðsekkjufrúin kom og tók frænku sína undir móðursysturlega vernd. Og þegar jarðarförin var afstaðin, fór hún með henni til )Hugfró«. »Hugfró!« — Það var sannarlega einkenni- legt nafn! Þar gerði órósemi okkar fyrst vart við sig. — Þrátt fyrir það þó móðursysturinni væri fullkunnugt um samband okkar, mín og Hermínu, en vissi jafnframt, að hinn látni hafði gefið samþykki sitt, lét hún þó undir eins bera á hatri sínu í minn garð. Hvers vegnar—Ég hafði aidrei gert neitt á hluta hennar. En hún var samt sem áður aldrei með sjálfri sér er ég var nærstaddur. Líklega voru það misgerðir feðranna, sem komu nið- ur á börnunum. Þegar ungfrú Hermína hafði dvalið á Friðriksbergi vikutíma, brá ég mér þangað, en þjónninn sagði mér að enginn væri heima, og það fór á sömu leið í hvert sinn er ég kom þangað. Eitt sinn setti ég í mig móð og fór óboð- inn fram hjá þjóninum inn í herbergið, sem mér og föður mínum var fyrir mörgum árum slðan veitt svo óliðleg móttaka, Jústitsráðs- frúin kom til mín með reiðisvip og spurði, hvort ég dirfðist að vaða svona inn í hús hennar. Ég var nógu óforsjáll að beiðast þess að mega hafa tal af ungfrú Hermínu, og fékk þvert nei; — mér var bent á dyrnar og ógnað með því að mér yrði fleygt út á götuna, ef ég ónáðaði hana nokkuru sinni með ásælni minni. — Hryggur í huga gekk ég á brott. Ég vissí eigi hvað ég skyldi nú til bragðs taka. Mér hægði þó smámsaman eftir þessa hug- raun. Ég einsetti mér að skrifa Hermínu og gerði það, en fékk ekkert svar. Ég ritaði mörg bréf, en alveg árangurslaust. »Það er undarlegt«, hugsaði ég. »Hvers vegna svarar hún mér ekki?« Ég var nokk- urn tíma að velta þessu fyrir mér. »Maður verður að rannsaka landslagið«, hugsaði ég og um kveldið fór ég út til »Hugfró«. Það var dimt, svo ég var ekki hræddur um að mér yrði veitt eftirtekt. Ég læddist 1 kring um húsið. Ljós var 1 setustofunni. Ég leit inn á roilli gluggakistunnar og skýluunar. — Og þá barðist hjartað í mér, Þar sat kvalari minn makindalega í hægindastólnum; Hermína sat hinu megin við borðið og las fyrir hana. Hve fögur var hún ekki álitum þar sem hún sat !þarna! — Æ, ég veit ekki hvað ég hefði viljað leggja í sölurnar, til þess að mega koma inn og kasta á hana kveðju, — og mér virtist einhver harmablær hvíla yfir ásjónu hennar. Ég vissi ekki hve lengi ég stóð þarna og hlustaði á rödd hennar, án þess að skilja það, sem hún las. i.oksins hætti hún. Þær töluðu saman nokkur oið og svo varð alt hljótt. Svo sá ég, að þær stóðu upp úr sætum sfnum, réttu hver annari hendina, töluðust við á ný, og svo vék hvor til sinnar hliðar, að llkind- um til svefnherbergja sinna, hugsaði ég. »Hana nú; nú er þá kominn tími til að athuga hvar búrið er«, sagði ég við sjálfan mig. Hljóð- laust skreið ég í áttina þangað sem ég hafði séð ástina mína hverfa, og — ó, hve heppinn ég var! — Það kom upp ljós t herberginu á gaflinum. Hægt mjakaði ég mér undir glugg- ann, til þess að fá að sjá hana, ef þess væri nokkur kostur, en gluggatjaldið var dregið niður. Mig langaði til að kalla til hennar, en hætti við það; það gat vel verið að það væri ekki herbergið hennar. Þá var skýlan dregin upp og glugginn opnaður; hún, von mín og þrá, horfði út í garðinn.— Hermína! elsku Hermína!« hvíslaði ég í hálfum hljóðum. Hún hafði heyrt til mín; hún horfði undr- andi niður fyrir sig og sagði: »Ert það þú, Karl?« »Já, ég þarf svo margt að] tala við þig; geturðu heyrt til mín ? Eg er svo hræddur um að ég veki fólkið«. »B(ddu dálítið; ég ætla að koma til þín«, svaraði hún og hvarf, til þess að hitta mig aftur úti í garðinum. (Framh.). Taf Iþraut. Nr. 25). Eftir G. J. Slater á Englandi. Hvitt byrjar og mátar í 4. leik. ISamabladid »/KSI4.AIl'« vill komast inn á öil bnrnnheimili á íslandi. Pantid hana í nfgreiðsliinni Ilergstnðastræti 8. Verð árg. 1 kr. 20 anr. Skrifstofu Stór-Ritara er framvegis opin á mánudöguiii, miðvikudögiim og föstudögiim kl. 7—8. Ráðning' á taflþraut nr. 28 í 6. bl. þ. á. Hvítt. A Svart. 1. Biskup el—b4 1. Kongur a4Xl>5 2. Bsikup g4—dTfmát. Hvítt. B Svart. 1. Biskup el—b4 1. Biskup a6Xh5 2. Biskup g4—dlfmát. Hvítt. C Svart. 1. Biskup ei—b4 1. Kongur a4—b3 3. Biskup g4—dlfmát. t'essar ráðningar hafa sent: Jón Magnússon, cand. phil. og Stcfán Óla/sson, Grjótagötu (Borg- þórshúsi). Winnipeg, Canada. Allar upplýsingar viðvíkjandi stúkum gefur br. A. G. Gilmour, Dist. Sec., P. 0. Box 908, Winnipeg. Jón Árnason úlvegar stúkum og unglst. ein- kenni og einkennabönd. Rorgun firlrfi rvöntiin Utanáskrin: Box: A. Sl, iylgl pontun. Reykjavlk. Stjórnarskrá og aukalagaí’rumvarp fyrir undirstúknr eru nú nýprentuð nieð öllum nýjustu breyt- ingum og viðaukum. Fást hjá Stór-Ritara og kosta 20 aura. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Jón ÁrmiHon, prentari., Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.