Templar - 31.05.1912, Qupperneq 1

Templar - 31.05.1912, Qupperneq 1
TEMPLAR. I M ^ . r , _ XXV. Reyjavík, 31. maí 1912. 8. blað. + Frederik konungur hinn áttundi. Hann lézt 14. þ. m. í Hamborg. Hann var fæddur 3. júni 1843. Það má óefað fullyrða, að fáir Danakonunga hafi náð jafn-mikilli hylli bér á landi og hann og bar margt til þess. Hans er því alment sakn- að og álitið að þar hafi íslendingar mist milcið. Sérstaklega mega þó bindindis- og bannmenn minnast hins látna konungs, því hann sýndi það í orði og verki að hann var máli þeirra fylgj- andi; nægir í því efni að benda á umsögn hans, bæði er bannlögin voru staöfest og þegar sendi- nefnd bindindismannanna i Danmörku kom á fund hans. Hann var fyrsti konungur sem undirritaði slíkt lagaboð og taldi hann sér það mikinn heiður. Bindindismenn munu þvi geyma minningu hans um ókomnar aldir og þessi fáu orð hans munu hljoma um heiminn fyrir eyrum framtiðarkynslóð- anna sem vottur þess að hann var langt á und- an samtið sinni i þessu sem mörgu öðru: »Fátt, ef nokkuð af verkum mínum, síðan ég vnrð konungur, hefir veitt mér eins mikla gleði eins og undirskrift hinna islenzku bannlaga, og ef rikisdagur Danmerkur samþykti slik lög, mundi ég enn glaðari skrifa undir«. Blessuð sé minning hans. F ram tí ðarstörf Good-Templara. Þau atriði, sem nú hafa verið tekin til athugunar, eru öll mjög mikils verð og hafa milda þýðingu fyrir framtíð Reglunnar, en samt er það ekki nægi- legt. Hver hugsjón eða stefna, sem vill ná fullkominni festu um ókomnar aldir, verður að leita dýpra en þegar hefir verið sýnt fram á í þessu sambandi; hún verður að tryggja sér æskulýðinn; að öðrum kosti’er hún dauðadæmd, því »Ef æskan vill rétta þér örfandi hönd, þá ertu á framfara vegi«. Við komum þvi að fimta atriðinu, en það er: Unglingaveglan. Spánverski biskupinn Ignatius Loyola, sagði: »Fáið mér harn í hendur lil uppeldis fyrstu tíu árin af æfinni, þá skal ég gera það katólskt; það stendur á sama hver kennir því upp frá því«. Og Loyola heíir satt að mæla. Ef vér ætlum að tryggja oss framtíð- ina, verðum vér að leggja meiri áherzlu á þá grein starfseminnar, sem miðar að því að innræta unglingunum viðbjóð á áfenginu og virðingu fyrir öllu sönnu, góðu og göfugu. Til þess höfum vér unglingastúkur. Það hefir áður verið nákvæmlega skýrt írá því hér í blaðinu hvaða þýðingu þessi starfsemi hefir fyrir unglingana frá uppeldisfræðilegu sjónarmiði, svo ekki virðist þörf á að fara út i þá sálma liér. Það var sýnt fram á hve fullkomið það fyrirkomulag væri til þess að kenna börnum að láta lil sín lieyra i heyranda hljóði og ala þannig upp dugandi og nýta borgara handa þjóðíélaginu, svo frá því sjónarmiði virðist starfsemin eiga fullan rétt á sér og vera nauðsynleg. í sambandi við þetta væri rétt að minnast á kröfur þær, sem Unglinga- reglan gerir til félaga sinna, hver loforð liún tekur af þeim: Fyrst er vinbindindi, að smakka ekki nokkurn áfengan drj'kk. Þetta atriði viðurkenna allir Templarar sem gott og réttmætl, og það viðurkenna andstæð- ingarnir líka, að minsta kosti á vörun- um. Allir verða þeir samdóma um það, að bráðnauðsynlegt sé að innræta ung- lingunum bindindi og viðbjóð við áfeng- isnautn, því fáar hafa heyrst raddirnar á móti því að börn séu í bindindi. Annað alriðið er að neijta ekki tóbaks. — Þeim er auðvitað alls ekki saman- jafnandi áhrifunum af tóbaksnautninni og áfenginu; en þau eru samt sem áður svo alvarleg, að þeim ælti að vera meiri gaumur gefinn en áður. Sérstaklega er það hættulegt að börn neyti tóbaks, því það hefir lamandi áhrif á námsgáfurnar, tefja þroskann að meira eður minna leyti. Þetta hafa kennarar í útlöndum komist að raun um við rannsókn á tossum eða tornæmum börnum, sem þeir hafa safn- að saman á einn skóla úr mörgum skól- um og er þeir tóku að rannsaka heim- ilisástæður og líferni barnanna og kom það í ljós, að llest þeírra höfðu mjög ung byrjað tóbaksnautn. Þetta leiddi til þess, að menn hafa farið að veita þessu nánari atliygli og fundu að vind- lingareykingar voru útbreiddasta tóbaks- nautnin og hafði skaðvænustu áhrifin; því fylgir og að ópíum er í pappírnum utan um sumar vindlingategundirnar og þarf ekki að lýsa þeim viðbótaráhrifum sem það hefir í för með sér. Því heíir í mörgum löndum verið bannað að selja unglingum vindlinga og tóbak innan á- kveðins aldurs. Hér er ekki rúm til þess að fara lengra út í þetta atriði að þessu sinni; en lík- legt mætli virðast, að hver góður borg- ari álili það sjálfsagða skyldu sina að hlynna að þeirri starfsemi, sem hefir það fyrir inarkmið, að vernda náms- hæfileika unglinganna á þroskaárunum. Þriðja atriðið er að spila ekki nm pen- inga. Það hefir litið borið á þeim lesti hér á landi; en ekki liöfum við þó farið alveg varhluta af honum, fremur en Stefnuskrá Good-Templara. I. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar. II. Ekkert leyfi í neinni mynd, hversu sem á stendur, til að selja áfengisvökva til drykkjar. III. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innfiutningi og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð samkvæmt vilja þióðarinnar framkomnum í réttu lagaformi, að viðlögðum þeirn refsing- um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar. IV. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á alla þá vegu, sem mentun og mannáft eru kunnir. V. Kosinng góðra og ráðvandra manua til að framfylgja lögunum. VI. Staðfastar tilraunir til að írelsa einstaklinga °8f bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun, þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug- leika, þar til vér höfum borið sigur úr být- um um allan heim. mörgu öðru illu, sem fylgir hinni svo nefndu nútiðarmenningu. Ekki væri það skaði, þó unglingunum yrði aftrað frá slíkri skemtun, því margt ilt hefir af henni hlotist; í eðli sínu er liún líka röng, því við eigum aldrei að taka við fé af öðruni nema gegn ákveðnu verð- mæti annaðhvort í vinnu eða efni og við eigum heldur aldrei að láta fé aí hendi nema gegn ákveðnu verðmæti — gjafir auðvitað undanskildar. Þá er fjórða og síðasta atriðið að var- ast tjótt orðbragð. Um það atriði visast til þeirra skoðana, sem kirkjan og krist- indómurinn hefir á þeim lesti og virðist það vera nægileg sönnun fyrir réttinæti þessarar kröfu. Á þessu sést það bert, að unglinga- starfsemin liefir mikið verkefni fyrir höndum, þó aðflutningsbann á áfengi komi í framkvæmd. Það er nægilegt verkefni fyrir undirstúkur Reglunnar að styrkja og styðja unglingastúkurnar á allan hátt til þess að vinna að öllum þessum mikilsverðu siðferðis- og heil- brigðismálum, á þessu sviði, sem beinl vinnur að þvi að koma þeim í verklega framkvæmd. Eins og áður hefir verið lýst (í 3. tbl. »Templars« 1910) um unglingastarfsemi Good-Templara, þá er það skylda for- eldra og vandamanna, fræðslumálastjórn- ar og kennara að styrkja þessa starf- semi, þvi hún grípur svo djúpt inn í verkahring þeirra. Ef undirstúkurnar vinna kappsamlega að því að efia unglingastarfsemina, þá fer ekki hjá því að þær fá það marg- endurgoldið, því dugleg unglingastúka gefur þeirn við og við æfða, dugandi og nýta starfskrafta, sem ekki munu bregð- ast þeim, einmitt þegar mest á reynir, því þeir hafa lært staríið meðan þeir voru unglingar, og þeir sem alvarlega hafa unnið í unglingastúku á unglings- árunum, munu aldrei yfirgefa Regluna eða málefnið að fullu eða öllu; þeir eru þess menn í hjarta sínu, hvernig sem

x

Templar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.