Templar - 31.05.1912, Blaðsíða 2

Templar - 31.05.1912, Blaðsíða 2
30 TEMPLAR. „Templar“ kcmur út 4 hverjum 20 dagM freati, zniuBt 18 blöð. Yerð árgangsins 2 kr., er borgist 1, júlí. Útsölumenn fá 26°/« í sölulaun. Ritstjórn, afgreiðslu og innheimtu ann&st Jon Árnason, Box A 21, Reykjavík. Afgr. 4 Smiðjustig 6, kl. 7—8 síðd. högum þeirra er háttað; þess eru mörg dæmi hér á landi. Unglingareglan er framtíðargrundvöll- ur málsins og starfseminnar í landi voru og því eigum við að leggja alla áherzlu á það starf, og það eitt út af fyrir sig væri nægilegt framtíðarstarf Reglunnar. Gæzlumanna-mótið. Það var haldið í Good-Templarahúsinu í Reykjavík á tilsettum tima og byrjaði laugardaginn 18. þ. m. kl. 8 síðd. Þessir Gæzlumenn voru mættir, auk nokkurra starfsmanna unglingastúknanna hér i Reykjavík: Páll Bjarnason, Jón Helgason, Sumarliði Halldórsson, Guðrún Tómasdóttir, Jóna Sigurjónsdóttir, Ingveldur Sigmundsd., Ólafur Guðmundsson og Jóel Ingvarsson, Þóra Guðmundsdóttir, Aðalbjörn Stefánsson, Sigurjón Jónsson, Guðrún Jónasson, Jónína Jónatansdóttir, Jón E. Jónsson, Kristján Teitsson, Bened. Sigfússon og Þorv. Guðmundsson. Prá Stokkseyri: — Eyrarbakka: — Akranesi: — ísafirði: — Keflavík: — Stykkishólmi: — Hafnarflrði: Af Áiftanesi: Úr Reykjavík: Fundinum stýrði U.G.U.T. br. Sigurjón Jónsson og ritari br. Jón E. Jónsson. Að lokinni fundarsetningu ávarpaði str. Guðrún Jónasson, S.G.U.T., alla viðstadda. Lýsti hún tilgangi fundarins og bauð alla velkomna og óskaði að hann mætti koma miklu góðu til leiðar. Var það fyrsta atr- iðið á dagskránni. 2. Fundarstjórn í barnastúkum. Málsh. Jón Árnason. Benti hann á að í þessu efni væri „Handbók Gæzlumanna" bezti leiðarvisirinn sem maður hefði völ á til leiðbeiningar í stjórn unglingastúknanna. Benti hann á nokkrar af kröfum þeim sem gera þyrfti til undirstúkna er um val á Gæzlumönnum væri að ræða. Sagði að öll stjórn og meðferð siða yrði að vera nákvæm og greinileg og fundarstjórnin greið; enginn dráttur mætti eiga sér stað. Hann benti á nokkur atriði viðvíkjandi refsing- um og meðferð fræðslunnar og skemtana á fundum. Um þetta atriði urðu langar umræður og tóku allir fundarmenn til máls. Að umræðum loknum var samþ. svo hljóð- andi tiilaga frá málshefj. og Ottó N. Þor- lákssyni: „Fundurinn skorar á undirstúkurnar að velja ætið góða og hæfa Gæzlumenn og framkvæmdarnefndir og að þeir svo snúi sér til hinna uppvaxandi meðlima í barna- stúkunum sér til hjálpar í stjórn og störf- um þeirra. Enn fremur lítur fundurinn svo á, að undirstúkunum beri full skyida til þess að styðja unglingastúkurnar í starfi þeirra frekar en verið hefir“. 3. Skemtanir í Unglingareglunni. Málsh. Þorv. Guðmundsson. Hann skifti skemt- ununum í tvo flokka, holiar og óhollar skemtanir og mælti hann með þeim góðu en varaði við þeim illu. Meðal hinna illu taldi hann dansinn og lýsti hann sögu hans og talaði mjög á móti honum. Nokkrir voru vaklandi, en flestir urðu fylgjandi skoðun- um málshefjanda og urðu umræður mikl- ar og fjörugar og tóku allir til máls. Str. Guðrún Jónasson kom með eftirfarandi til- lögu, er samþykt var með öllum greiddum atkvæðum: „Ég legg til að fundurinn skori alla Gæzlumenn á landinu að útrýma dansin- um úr Unglingareglunni". Þá var borin upp og samþykt tillaga um fundarsköp og með því að ki. var orðin hálf eitt, var fundinum slitið til þess að koma saman aftur kl. 4 síðd. næsta, dag. Kl. 4 síðd. 19. maí var fundur settur aftur og dagskránni haldið áfram, 4. Útbreiðslufundir í barnastúkum. Máls- hefj : Sigurjón Jónsson. Hann taldi það sáran galla, hve lítið undirstúkur létu sér ant, um unglingastúkurnar. Hann hélt því fram, að nánari viðkynning yrði að mynd- ast á milli heimilanna og unglingastúkunnar og taldi hann mjög æskilegt, að lögð yrði meiri áherzla á það atriði í framtíðinni, því við það yröi starf Gæzlumanna miklu léttara. Lagði hann að lokum fram svo- látandi áskorun: „Fundurinn telur brýna nauðsyn bera til þess að lögð sé mikil áherzla á að haldin séu sem oftast og víðast foreldramót eða útbreiðslufundir í barnastúkunum og skor- ar á Gæzlumenn um land alt að gangast fyrir því sem oftast". Eftir miklar umræður var áskorunin samþykt í einu hljóði. Þá var tekið fyrir 6. mál dagskrárinnar Sumarlííið í barnastúkunum. Málshefj.: Aðalbjörn Stefánsson. Þar sem erfitt væri að halda fundi áleit hann bezt að leggja þá niður um hásumartímann, en hélt því fram, að þeir, sem heima væru, gætu tekið sig saman um að fara smáskemti- ferðir. Hann taldi heppilegt, að unglst., sem byggju náiægt hver annari, heimsæktu hver aðra; það gæti haft mikil og góð áhrif. Hann kvað stuttar sjóferðir vera góðar og tilbreytingaríkar, þar sem svo hagar til að því verður við komið; hann hefði reynslu fyrir því. Að haida opna fundi út á víða- vangi kvað hann ágætt, þar sem góðir og heppilegir staðir væru til þess. Hann benti og á að berjaferðir gætu verið góðar siðla sumars. Hann skýrði frá því, að unglst. í Reykjavík og Hafnarfirði hefðu haldið skemti- samkomu einu sinni á sumri suður í Kópa- vogi og haíði gefist vel. Umræður urðu nokkrar um þetta mál, og er efni þess mönnum til athugunar. 7. Skyldur Gæzlumanna. Málsh. Guð- rún Jónasson. — Kvað hún það vandaverk mikið að vera sannur og góður Gæzlumað- ur. En sín skoðun væri sú, að vera góð- ur Gæzlumaður, þyrfti maður að vera mentaður og kærleiksríkur. Kærleikinn, skyiduræknin og áhuginn væru aðalskil- yrðin. Yar það álitið við umræðurnar, að hann þyrfti að standa á háu menningar- stigi. 8. Áfengisfræðsla. Málshefj. Jón Árna- son. Gaf hann ýmsar Jeiðbeiningar um það hvað gera þyrfti í því efni í framtíð- inni, til þess að þjóðin fari ekki út á villi- götur í bindindis- og bannmáiinu. Yerður þetta má! tekið til athugunar í næsta blaði undir fyrirsögninni: Framtíðarstörf Good- Templara. Urðu siðan nokkrar umræður um þetta mál. Þá var kl. 8 síðd. og var því gefið hlé til kveldverðar. Fundurinn settur aftur kl. 9,15 siðd. Þó var tekið fyrir 5. málið: Fjármál Unglingareglunnar. Málshefj. Ottó N. Þor- Jáksson. Hann mintist á samband unglinga- og undirstúkna og benti á að beppilegt mundi að setja á stofn ungmennastúkur. Hann bar að lokum fram svo hljóðandi tillögu: „Fundurinn samþykkir að beina þeirri ósk til Stór-Templars, að hann til næsta þings (1913) sæki um styrk til bindindis- fræðslu". Samþ. í e. hlj. 9. Skuldbinding ungtemplara. Málshefj. Jónína Jónatansdóttir. Fór hún ýmsum orðum um það, að nauðsynlegt væri að tryggja unglingastúkunum þá unglinga sem fullorðnir yrðu og taldi rétt að enginn munur yrði ger á eldri og yngri meðlim- um með tillititil skuldbindingarinnar. Þá var og talað um að fella blótbindindið úr skuld- bindingunni og var að umræðum loknum samþykt svo hljóðandi tillaga: „Fundurinn felur Unglingaráðinu að und- irbúa málið með Stór-Gæzlumanni og Gæzlu- mönnum fyrir næsta stórstúkuþing". 10. Ýms mál. Jón Árnason bar upp þá tillögu, að gæzlumanna-mót yrði haldið að ári og Unglingaráðinu yrði falið að undirbúa það. Samþ. í e. hlj. Nokkrum málum, sem áttu að koma undir þennan lið dagskrárinnar, var tím- ans vegna frestað til næsta móts. Því næst var mótinu slitið k). 11,30 sd. Á eftir fundinum buðu Reykjavíkur- Gæzlumennirnir gestunum að drekka með sér súkkulaði og kaffi að skilnaöi. Voru þar margar þakkar- og kveðjuræður haldn- ar af veitendum og gestum. Var það ein- róma álit allra viðstaddra, að mótið hefði fullnægt vonum þeim, sem til þess hefðu verið settar; menn hefðu fengið þar greini- legri og ákveðnari skoðanir á hinum ýmsu atriðum starfsins og betri skilning á þeim og það, sem ekki minst var um vert, meiri áhuga og sönnun fyrir því í hvaða anda Good-Templarar ættu að vinna. Sameiginlegur fundur fyrir allar ung- lingastúkurnar í bænum var haldinn sunnu- daginn 19. þ.m. kl. 10 árd. og mættu þar flestir þeirra, sem sátu gæzlumanna-mótið. Str. S.G.U.T. Guðrún Jónasson stýrði fund- inum. Embættin voru skipuð þannig, að Æ.T. var úr Unnur, V.T. úr Æskunni o. s. frv. Eftir venjuleg fundarstörf bauð br. Þorv. Guðmundsson gestina velkomna og skýrði frá tilgangi fundarins. Br. Aðalbj.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.