Templar - 20.06.1912, Side 1

Templar - 20.06.1912, Side 1
TEMPLAR. XXV. Reyjavík, 2 0. júní 1912. 9. blað. Stefnuskrá Good-Templara. I. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar. II. Ekkert leyfi ( neinni mynd, hversu sem á stendur, til að selja áfengisvökva til drykkjar. III. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð samkvæmt vilja þjóðarinnar framkomnum í réttu lagaformi, að viðlögðum þeim refsing- um, sem svo óhéyrilégur glæpur verðskuldar. IV. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á alla þá vegu, sem mentun og mannást eru kunnir. V. Kosinng góðra og ráðvandra manua til að framfylgja lögunum. VI. Staðfastar tilraunir til að írelsa einstaklinga og bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun, þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug- leika, þar til vér höfum borið sigur úr být- um um allan heim. Framtí ðarstörf Good-Templara. í síðasta blaði var bent á það, hve mikla þýðingu það hefði í framtíðinni að ella unglingastarfsemina, því hún væri trygging fyrir framtíðartilveru Reglunn- ar i landinu. En liún er ekki einhlýt, því jafnframt henni þarí að auka þekkingu manna á áfengismálinu, ekki sízt unglinganna. Við komum þá að sjötta og síðasta atriði framtíðarstarfanna: Alnienn áfengisfræðsla. í öðrum löndum hefir verið logð mikil áherzla á þessa grein bindindisbaráttunn- ar. Þannig er nú t. d. fyrirskipuð fræðsla í áfengisfræði í öllum alþýðúskólum í Bandaríkjum N.-A. og telja bindiödis- menn það eitt hið áranguisvænstá verk, sem þar hafi unnið verið i bindindis- áttina. í Bretlandi er rekin mjög nákvæm áfengisfræðsla í öllum unglingabindindis- félögum og árlega ferðast margar þús- undir manna um landið og halda fyrir- lestra í skólunum. í Svíþjóð hefir í mörg ár verið unnið kappsamlega að því að atla mönnuin almennrar og staðgóðrar þekkingar í á- fengisfræði. í þessu skyni eru árlega haldin námsskeið fyrir Gæzlumenn Ung- Templara og alþýðuskólakennara og hafa þau verið vel sótt og er það viðurkent af mætum mönnum meðal Svíanna, að nálega engin starfsemi þar í landi haíi haft jafn-viðtæk áhrif á þjóðina í menn- ingaráttina, sem þessi fræðsla bindindis- félaganna. Hér á landi hefir, því er miður, lítið verið gert i þessu efni. Fyrir mörgum árum (1896) var gefið út »Fræðslukver um vinanda og tóbak« fyrir tilhlutun Stórstúkunnar og var gert þeim skólum að skýldu, er nytu styrks aí opinberu fé, að kenna þetta kver. Þetta var víst gert sumstaðar, þar sem kennararnir voru sjálfir bindindismenn, og höfðu sérstakan áhuga á þessu máli. En þar sem öðruvísi var ástatt, mun litið eða ekkert hafa verið gert í þessa átt. Kverið þótti óhentugt og kvörtuðu á- hugasamir menn, sem notuðu það við kenslu, undan því að erfitt væri að nota það. Þótt þessi sé nú reynslan í þessu efni þá dugir ekki að láta hér staðar nema. Þetta mál verður að vekja upp aitur ef vel á að fara. Það þarf að lá aðgengilega, Ijósa og handhæga kenslubók í áfengisfræði, sem í öllum atriðum sé samkvæm nj'justu rannsóknum vísindanna, og skuli hún þó vera við alþýðuhæfi. Þessa bók á svo að nola til stuðnings áfengisfræðslúnni. Það þarf að koma á fót almennri á- fengisfræðslu í öllum barnaskólum og unglingastúkum á lándinu. í barnastúkunum ætti að vera hægt að koma sliku í verk, því flestir eða ná- lega allir Gæzlumenn hafa nokkra þekk- ingu í þessu efni og væru sennilega fljótir að afla sér hennar, el' þeir fengju liand- hæga bók til þess. í barnaskólunum væri nokkuð öðru máli að gegna; þar væri erfiðara að koma þessu í verk, að minsta kosti fyrst í stað. Hér verðúr því eitt nýtt’ verk- efni fyrir undirstúkuriiar að vinna. Þær eiga einmitt að útvega barnaskólum, sem eru i nálægð þeirra, menn til þess að fræða börnin og gefa þeim leiðbeiningar í þessu efni. Það mundi ekki verá frá- gangssök og líklega mundu fáar skóla- nefndir neita um slíkt, ef fram á það yrði farið að maður yrði látinn aðstoða í þessu efni; ekki sízt ef stariið yrði viðurkent af því opinbera, því auðvitað yrði það að vera gert með þess sam- þykki og tilsjón að einhverju Ieyti. Til þess að þetta geti komið að full- um notum i framtíðinni, verður að gefa þeim, sem ættu að veita þessa kenslu, tækifæri til að afla sér nægilegrar þekk- ingar i þessari grein. Þess vegna þarf að gera áfengisfræð- ina að skyldunámsgrein við kennara- skólann, annaðhvort i sambandi við heilsufræðina eða sem alveg sjálfslæða námsgrein. Svo þyrfti nauðsynlega að koma á fót sérstökum námsskeiðum eða fyrirlestra- flokkum í hinurn ýmsu greinum áfeng- isfræðinnar, sein allir gætu átt aðgang að. Til þess að lialda fyrirlestrana þarf að fá liæfustu menn í þeirri grein. Væri unt að koma þessu í verk, mundi það styðja hina réttu skoðun á málinu og útbreiða hana. Sérstaklega væri það nauðsynlegt, að slíkir fyrirlestrar yrðu haldnir fvrir kennurum, sem væru stadd- ir hér á kennaranámsskeiðunum. Svo mætti að lokum nefna það, að í sambandi við Háskólann mætti koma á fót námsskeiði i áfengisfræði, er stæði í 4—5 daga, þó ekki væri nema einu sinni á ári. Væri sannarlega engin van- þörf á því. Það væri ekki nokkura ögn lítilfjörlegra fyrir Háskólann hér að leyfa slíkt, heldur en Berlínarháskóla, og stend- ur hann víst okkar Háskóla ekki að baki. Það þarf að efla almenningsálitið á þessu máli og viðhalda þvi, kenna þjóð- inni að skoða það frá réttu sjónarmiði; þess vegna er það svo afarnauðsynlegt, að þessi hlið starfsins sé vel og sam- vizkusainlega rækt. Staðgóð og vel grundvölluð þekking á áfengismálinu, er skilyrði fyrir tylgi málsins hjá þjóðinni. Þetta ættu allir góðir menn að styðja; allir þeir, sem vilja þjóðinni vel og vilja hennar hag í öllu tilliti. Þetta voru i fáum orðum aðalþættirn- ir í framtíðarstörfunuin. Það mætti auð- vitað benda á ýmislegt fleira, en það eru frekar aukaatriði og er þeim því slept hér. Samt mætti benda á, að stúkur til sveita gætu stutt að ýmsu sem snertir áhugamál ungdómsins, svo sem trjárækt, garðrækt, blómrækt og allar stúkur geta stutt hverskonar leikfimi og sport. Nokkur atriði hafa hér verið skilin eftir, sem fremur eiga heima í umburð- arbréfum og munu þau síðar birtast í þeirri mynd. Meðan þau verkefni, sem nú hafa verið talin, eru að mestu eða öllu óunnin, er óþarfi að spyrja: »Hvað ætlið þið að gera«. Työ æfintýri. í gær lenti ég i tveimur snnáæfintýrum, likum í útkomu, en ólíkum í eðli sínu. Hið fyrra var það að ég las í „Lögréttu“ að Reyðfirðingar hefðu 25. f. m. samþykt áskorun til þingsins um að afnema bann- lögin. Ég fór að hugsa um, hvort þetta væri nú svo vitlaust, samhliða því að í- huga hverjir þessir Reyðfirðingar væri; ég ímyndaði mér að þeim hefði enn þá ekki verið fluttur náðarboðskbpurinn um bind- indissemi og sjálfsafneitun; en alt í einu áttaði ég mig og fór að skoða mennina sem yfirburða kjarkmenn, þar sem þeir ekki veigra sér við að koma fram með og samþykkja slíka tillögu fyrir vitunum á þingmanni sínum Jóni Ólafssyni, manni,

x

Templar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.