Templar - 10.07.1912, Blaðsíða 1
TEMPLAR.
XXV
Reyjavík, 10. júli 1912.
10. blað.
Stefnuskrá Good-Templara.
I. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar.
II. Ekkert leyfi f neinni mynd, hversu sem á
stendur, til að selja áfengisvökva tildrykkjar.
III. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi
og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð
samkvæmt vilja þjóðarinnar framkomnum (
réttu lagaformi, að viðlögðum þeim refsing-
um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar.
IV. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli
þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á
alla þá vegu, sem mentun og mannást eru
kunnir.
V. Kosinng góðra og ráðvandra manna til að
framfylgja lögunum.
VI. Staðfastar tilraunir til að írelsa einstaklinga
°g bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun,
þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug-
leika, þar til vér höfum borið sigur úr být-
uin um allan heim.
Dr. Johan Scharffenberg
um bánnlögin og vínlöndin.
Hinn alþekli norski bindindisfrömuð-
ur, dr. Johan Scharffenberg ritar í »Ref.«
23. maí þ. á. um »bannlög íslands og
vínlöndin«.
Grein hans er svo hljóðandi:
Eins og kunnugt er, gengu íslenzku
bannlögin í gildi 1. jan. 1912 með tilliti
áfengisinnflutnings, en sala og veiting er
leyfð í landinu til 1. jan. 1915. Bannið
er gegn drykkjum sem hafa meira en
2lliPlo áfengisstyrkleika.
Áður var áfengislöggjöf mjög hörð og
allur áfengistilbúningur bannaður að
daufu öli undanskiWu. Þetta hafði þau
áhrif, ásamt hinni sterku bindindishreyf-
ingu, sem I.O.G.T. hefir átt sérstaklega
aðalþáltinn í, að áfengisnantnin hefir
minkað að miklum mun, og síðari árin
hefir hún verið um 2 lítrar á mann á
ári. Verðmæti innflutts brennivíns, víns
og öls (= innkaupsverð í útlöndum -j-
flutningskostnaði) var samkvæmt Dönsku
hagfræðis-árbók 1911 yfir árið 1909 um
221,416 kr. Samt sem áður var tollur-
inn svo hár, að landssjóðurinn fékk um
200 þús. kr. árlega og hvernig lands-
sjóðurinn eigi að fá þennan halla bætt-
an, er enn þá ekki ráðið. Eigi að síð-
ur mun innllutningurinn 1911 hafa auk-
ist svo — vínverzlarar þurftu að byrgja
sig fyrir árin þrjú 1912—14 og einnig
nokkrir éinstakir neytendur — að toll-
tapsins muni ekki verða vart fyrstu ár-
in eftir að bannið er komið í gildi. Eftir
sögusögn blaðanna hafa menn lagt til
að landið gæfi einkasölurétt á kolum,
til þess að jafna hallann sem landssjóð-
ur biði við tolltapið.
Það, sem mesta þj'ðingu hefir fyrir
bannhreyfinguna á Norðurlöndum, er
það, hvort og hve mikla erfiðleika vín-
löndin hafi bakað íslenzkri verzlun vegna
bannsins.
Saltfiskur er íslands aðal-úlflutnings-
Myndasafn „Templars".
Sveinn Guðniundsspn.
Heimili br. Sveins er hið prýðilegasta og opið jafnt fátækum
Br. Sveinn Guðmundsson, kaup-
lélagsstjóri, á Akranesi, er
gamall meðlimur Reglunnar
og stúk. »Vorblómið« nr. 3.
Hann hefir gegnt ýmsum
störfum fyrir stúkuna og haft
áhrif á menn utan Reglunn-
ar. Hann er lipur maður í
allri framkomu, og hefir á-
unnið scr traust almennings.
Hann er hæfur verzlunar-
maður og vel menlaður i
peirri grein. Hann er hjarta-
góður og hjálpfús, ráðhollur
og tryggur í lund. Hann er
giftur Mettu Steinunni Hans-
dóttur. Er hún sæmdarkona
hin mesta. Hafa þau eign-
ast þrjár mannvænlegar dæt-
ur og eru þær allar vel ment-
aðar. Þess skal þó sérstak-
lega getið, að ein peirra, str.
Petrea, er mjög áhugasamur
Templar og heíir mikið gert
í þarflr Reglunnar og þá
Unglingareglunnar sérstak-
lega og heíir hún sýnt þar
sérstaka hæfileika. Mörgum
trúnaðarstörlum helirbr.Sv.
gegnt i sveitar- og sýslufelagi.
sem ríkum. Hann er f. r'/a '59. S.
vara. Árið 1909 nam vöruútflutningur
frá íslandi 13,734,825 kr.; þar at var salt-
fiskur fyrir 5,495,950 kr. Til Spánar
var flutt sama ár fyrir 2,369,093 kr. og
til ítalíu fyrir 1,039,283 kr.
Miklu meiri þýðingu hefir fiskverzlun-
in því fyrir íslendingana, sem eru hér
um bil 85,000 manns, en Norðmenn, þar
sem afstaðan til vínlandanna er notuð
sem aðal ógnunarefnið gegn banninu.
Eg áleit það vera sérstakt áhugaefni,
að fá skýrslu um það frá því opinbera,
hver framkoma vinlandanna hafl verið
gagnvart aðflutningsbanninu á íslandi
og sneri mér þess vegna til íslandsráð-
herrans. Eg leyfi mér að setja hér eftir-
farandi kafla úr bréfi ráðherrans, dags.
3. apríl þ. á.:
»Lögin fengu í 13'rstu mótspyrnu frá
Frökkum, á þann hátt að frakkneski
sendiherrann mælti á móti því að lögin
næði staðfestingu konungs. En er það
var sannað frá íslenzkri hlið, að verð-
mæti franskra vína sem flutt hefðu verið
til íslands, hefði aldrei farið yfir 3,000
kr. á ári, hefir maður ekki heyrt neitt
um það frekar. Samt sem áður er hætt
við að einhver óánægja ríki meðal frakk-
neskra fésj'slumanna gagnvart íslandi,
óánægja, sem að einhverju leyti mun
eiga rót sína í bannlögunum. Frá Spáni
eða öðrum Miðjarðarhafslöndum hefir
maður enga tollhækkun heyrt nefnda á
nafn, þótt einnig hefðu komið mótmæli
gegn banninu frá Spáni, sem ekki var
framfylgt«.
Við getum því óskað íslandi til ham-
ingju með að hafa komist svo hæglega
fram hjá örðugleikunum við að koma
banninu á. Auðvitað þorum vér ekki
að halda þvi fram, að Norðurlöndin
mundu undir líkum kringumstæðum
losna jafn-lélt við örðugleikana. Samt
sem áður mundi Svíþjóð ganga betur
en Noregi. Þegar að því kemur, að við
förum að semja, væri það ekki ólíklegt,
að hin afskiftalitla afstaða vínlandanna
gagnvart íslandi mundi koma oss að
gagni.
Til athugunar.
Greinin hér á undan eftir dr. Johan
Scharfl'enberg gæti gefið tilefni til ýmsra
athugana.
Eins og gefur að skilja, eru nákvæm-
ar gætur hafðar á því nú meðal bind-
indis- og bannvina erlendis, hvernig
okkur líður hér á landi, hvernig málinu
vegnar, hvernig bannlögin reynast, hvernig
þeim er framfylgt af hendi stjórnarinn-
ar, valdsmanna og lögreglustjóra, hvernig
þau eru studd af borgurum og bind-
indisvinum.
Ósannindi eru það, að Spánverjar hafi
ætlað að hækka innflutningstoll á salt-
fiski; það sést á ráðherrabréfinu.