Templar - 20.08.1912, Blaðsíða 1

Templar - 20.08.1912, Blaðsíða 1
XXV. Reyjavík, 20. ágúst 1912 12. blað. Stefnuskrá Good-Templara. I. Algerð afheitun allra áfengisvökva til drykkjar. II. Ekkert leyfi í neinni mynd, hversu sem á stendur, til að selja áfengisvökva tildrykkjar. III. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð samkvæmt vilja þjóðarinnar framkomnum ( réttu lagaformi, að viðlögðum þeim refsing- um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar. IV. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli þessu, með ótulli útbreiðslu sannleikans á alla þá vegu, sem mentun og mannást eru kunnir. V. Kosinng góðra og ráðvandra manua til að framfylgja lögunum. VI. Staðfastar tilraunir til að írelsa einstaklinga °S bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun, þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug- leika, þar til vér höfum borið sigur úr být- um um allan heim. Undanþág'ur. »Heiðrúnardropinn«. Jón Ólafsson hét því í vetur i »Reykja- vík«, að hann skyldi spyrja stjórnina, er á þing væri komið, hverjar væru ástæð- urnar fyrir undanþágu þeirri, er hún hefði gert frá bannlögunum, um að veita Frökkum leyfi til að leggja vínbyrgðir handa fiskiskipum sinum í koladall hér á höfninni. Hann bar upp fyrirspurn þessa 13. þ. m. og kvað hann slíkt leyfi skýlaust brot á bannlögunum. Núverandi ráðherra svaraði og skýrði frá málavöxtum. Taldi fyrv. ráðh., Kristján Jónsson, sig hafa haft fulla heimild til að gera þessa undanþágu, hún væri ekki brot á lögunum. Urðu miklar umræður og heitar með köflum og sitt sýndist hverjum. Að þeim loknum var samþykt eftirfarandi rök- studd dagskrá: »í því trausli að landsstjórnin líði ekki átölulaust brot á áfengislöggjöf landsins, tekur deildin fyrir næsta máí á dagskrá«. Með dagskránni voru þessir 12 þm.: Eggert P., B. Sv., Bjarni J., Bj. Kr., E. J., J. Ól., L.H.B., Sig. Sig., Sk. Th., St. St.Eyf., V. G., Þorl. J. Á móti voru 10: J. J. Rvík, Guðl. G., Halld. St., H. H., Jóh. Jóh., Jón Magn., Matth. Ól., Ól. Rr., P. J., Tr. Bj. Á þessu má sjá vilja neðri deildar og afstöðu hennar gagnvart framkvæmd bannlaganna, og er það gleðilegt, að lög- gjafarnir hafa látið vilja sinn jafn-ótví- rætt í ljósi og gert er í þessari samþykt. Hins vegar er það vitanlegt, að meðal þeirra, er mótatkv. greiddu eru eindregn- ir bannmenn. Víninnflutningur til risnu. Guðl. Guðmundsson og Jóh. Jóhannes- son báru fram frumv. til laga um við- auka við 2. gr. laga 30. júlí 1909 um aðflutningsbann á áfengi: »Til 1. jan. 1915 getur stjórnarráðið leyft innflutning vinfanga þeirra, er það telur þurfa til tíðkanlegrar móttökuvið- hafnar, er landsstjórnin eða alþingi gengst fyrir«. Var frumv. þetta til umræðu 13. þ.m. í Nd., en fékk skjótan dauðdaga, því það var íelt með 11 atkv. gegn 6. Hinir greiddu ekki atkvæði. Af því að mál þetta er úr sögunni að þessu sinni, er óþarfi að fara um það mörgum orðum. Frumv. þetta er óneitanlega árás á bannlögin og tilraun til að veikja fram- kvæmd þeirra. Það virðist íremur óviðeigandi, að fara fram á það, að landsstjórn og þing hjá þjóð, sem hefir neitað að hafa nokk- ur mök við áfenga drykki og bannað innfiutning þeirra, að vin sé flutt inn til þess að hafa í veizlum, sem haldnar eru í hennar nafni; hver athugull maður, er- lendur, er slík boð sæti, mundi draga dár að því. Þeir hafa innflutningsbann á íslandi, en veita þó óspart vín og fiytja það inn handa þeim, sem ráðherra og alþingi hafa í boði hjá sér. Annaðhvort er virðingin ekki stór hjá þeim fyrir vilja þjóðarinnar, löggjöfum og stjórn þarna norður frá, eða þá að þjóðin mein- ar ekki neitt með þessu svo nefnda banni sínu. Þessu likir hefðu dómarnir orðið, hefðu þessi lög náð samþykki og stað- festingu. Annars er það altalað, að þessi und- anþága hafi átt rót sína í konungskom- unni fyrirhuguðu. Það lítur út fyrir að nægilegt áfengi verði til í landinu handa konunginum og óþarfi að útvega það frá útlöndum, enda mundi hann tæplega kæra sig um slíka undanþágu ef hann vissi tilefni hennar. Sem betur fór, varð ekkert úr þessari málaleitan. Þetta verður þá líklegast lokaglíman við bannlögin í þettað sinn og eiga allir þeir þakklæti skilið er studdu að svo góðum málalokum. „Klúbba"-frumYarpið. Nefndin í því máli í neðri deild gaf álit sitt við 2. umræðu málsins og lagði til að frumvarpið yrði samþykt með þeim breyt- ingum, að aftan við orðin í 2. gr. „svo sem í kaffisöluhúsum eða öðrum slíkum" sé skotið inn „eða í veitingatjöldum", og að sektarákvæðin í 4. gr. só breytt þann- ig, að í stað „50—500 kr." komi; 10— 500 kr. og var frumv. vísað til 3. umr. með þessum breytingum. Við þriðju umr. fékk það miklar og gagngerðar breyt- ingar og var þannjg samþykt út úr deild- inni. Frumv. hefir gengið í gegnum efri deild og hefir hún gert á því nokkrar breytingar, svo það fer aftur til Nd. „Tpl." flytur frumv. þegar það er afgreitt sem lög frá þinginu. Klúbbarnir höfðu sent þinginu kvein- stafi sína um kúgun á persónufrelsi o.s.frv. en hætt er við að þingmenn láti það inn um annað eyrað og út um hitt. Fing-sályktunartillagan um atkvæðagreiðsluna var til umræðu í efri deild mánudaginn 29. júlí. Með henni tal- aði fyrsti fiutningsmaður hennar Guðjón Guðlaugsson, Strandaþingmaður og færði ástæður sínar fyrir tillögunni og móti bann- inu yfirleitt. Honum andmælti br. Jósef Björnsson, 2. þm. Skagf. og hrakti hann ástæður hans vel lið fyrir lið og sýndi fram á, að atkv,- greiðsla væri frá öllum sjónarmiðum ótíma- bær. Birtist sú ræða að mestu orðrétt í „Lögréttu" 31. f. m. I lok ræðunnar bar hann upp svo hrjóð- andi rökstudda dagskrá: „Deildin telnr rétt, að aðflutningsbanns- lögin verði eigi úr lögum numin, án und- angenginnar atkvæðagreiðslu þjóðarinnar. En þar sem reynsla er ekki komin á bann- lögin, telur deildin tillögu þá, sem fyrir liggur, of snemma borna fram og tekur þv'i fyrir nœsta mál á dagskrá". Var hún samþykt með 7 atkv. gegn 3. Atkvæði greiddu með dagskránni: Björn Þorláksson, Einar Jónsson, Jens Pálsson, Jón Jónatansson, Jósef Björnsson, Sigurður Eggerz, og Stefán Stefánsson. Á móti voru: Eiríkur Briem, Steingrímur Jónsson og Guðjón Guðlaugsson. August Flygenring, Sigurður Stefánsson og Þórarinn Jónsson greiddu ekki atkv. Með þessari samþykt var þá tillagan um atkvæðagreiðsluna úr sögunni. Með þessari samþykt er það viðurkent, sem er í alla staði réttmætt, að bannlögin eigi að sýna sig. Þjóðin má vera þeim þingmönnum þakk- lát, sem komu í veg fyrir það að þetta heimskuflan komst ekki lengra en á pappír- inn, því það hefði verið meira erí lítil hneysa að biðja um að taka það aftur ó- reynt, sem búið var að æskja eftir fyrir skömmu. En vór efumst eigi um það, að bæði bannmenn og flestir andbanningar mundu hafa fylgst að í því að svara þessari mála- leitan, hefði hún náð samþykki þingsins,

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.